Fyrirleit fasisma

Ljósmynd af og nokkrir munir úr eigu tónskáldsins Béla Bartók …
Ljósmynd af og nokkrir munir úr eigu tónskáldsins Béla Bartók sem til sýnis voru á safni tileinkuðu honum sem opnað var formlega í Búdapest snemma árs 2006 þegar þess var minnst að 125 voru þá liðin frá fæðingu hans. Safnið er í húsi þar sem Bartók bjó og starfaði á árunum 1932 til 1940, en um var að ræða síðasta dvalarstað hans í Ungverjalandi. AFP/Attila Kisbenedek

Ungverska tónskáldið Béla Bartók (1881-1945) var í hópi fremstu tónskálda 20. aldar og í hópi þeirra sem sömdu framsækna tónlist sem var meðal annars innblásin af þjóðlögum. Vert er að minnast tónskáldsins en hinn 26. september sl. voru liðin 80 ár frá andláti hans.

Bartók fæddist í bænum Nagyszentmiklós í um 200 km fjarlægð frá Búdapest, það er að segja á svæði sem nú tilheyrir Rúmeníu. Hann var farinn að geta greint rytma áður en hann fór að mynda setningar og hóf að semja tónlist á barnsaldri. Bartók leit mjög upp til bæði Franz Liszt (1811-1886) og Richards Strauss (1864-1949) og æskuverkin bera þess merki. Hann var afburðapíanisti og nam píanóleik og tónsmíðar í Búdapest. Kennari hans hafði sjálfur numið hjá Liszt og meðal samnemenda Bartóks við Konunglega tónlistarháskólann í Búdapest var tónskáldið Zoltán Kodály (1882-1967). Þeir hófu snemma að ferðast um sveitir Ungverjalands til þess að safna þjóðlögum sem þeir hljóðrituðu á hundruð vaxhólka. Þessar heimildir áttu eftir að nýtast báðum við tónsmíðar síðar á árinu (Koldáy meðal annars í frægum Galanta-dönsum).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: