Þetta er okkar leikvöllur

Ljósmynd tekin á tónleikum með Warmland sem eru ekki minni …
Ljósmynd tekin á tónleikum með Warmland sem eru ekki minni sjónræn upplifun en hljóðræn. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Warmland, skipuð Arnari Guðjónssyni og Hrafni Thoroddsen, heldur tónleika í Iðnó á morgun, laugardaginn 11. október, og lýkur þar með nokkuð langri bið aðdáenda eftir tónleikum hér á landi. Þeir síðustu voru haldnir árið 2019 og þá líka í Iðnó. Mun Warmland um leið fagna útgáfu nýrrar plötu, Violet Dreams, sem kemur út í dag, 10. október.

Arnar og Hrafn eru þekktir fyrir að leggja mikið upp úr sjónrænni upplifun á tónleikum sínum, að blanda listilega saman hinu hljóðræna og myndræna, eins og því er lýst á vef Tix.is þar sem miðasala á tónleikana fer fram, en hljómsveitin hefur áður gefið út plöturnar Unison Love (2019) og Modular Heart (2023), auk stuttskífunnar Drops sem inniheldur fjögur lög og kom út fyrr á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka