Kallast á yfir limgerðið í fjarlægð

Benni Hemm Hemm og Páll Óskar Hjálmtýsson á góðri stundu.
Benni Hemm Hemm og Páll Óskar Hjálmtýsson á góðri stundu. Ljósmynd/Aðsend

Lengi hef ég þekkt Benna Hemm Hemm, Benedikt Hermann Hermannsson, og jú, Pál Óskar reyndar líka. Ég gladdist þegar ég heyrði að þeir hefðu hrært í lag saman, eitthvað sem mér fannst samt ekki það undarlegt, þekkjandi listamanninn Benna og uppátækjasemi hans.

Tildrögin liggja í bón frá sjónvarpsþættinum Hljómskálanum, nánar tiltekið Kidda Hjálmi, og fyrir þáttinn sömdu þeir upphafslag plötunnar, „Undir álögum“. En fluttu hins vegar „Allt í lagi“, annað lagið, í þættinum sjálfum. Þetta samstarf vatt upp á sig sem skilaði sér í plötunni sem hér verður til kosta tekin.

Mér finnst svo dásamlegt að þeir félagar eru grannar í Vesturbænum og samstarfið er þannig séð endurtekið minni úr popp/rokksögunni (mér verður helst hugsað til Traveling Wilburys, sem varð til af því að meðlimir, George Harrison og fleiri, voru að sækja gítara hver til annars á einhverjum LA-rúnti). Þorpin eru víða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: