Eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar Ég komu saman í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gærkvöldi. Tilefnið var 20 ára afmæli Plötu ársins en ekki síður til að minnast söngvara og leiðtoga hljómsveitarinnar, Róberts Arnar Hjálmtýssonar. Hann lést í fyrra aðeins 46 að aldri. Á tónleikunum var kynnt glæsileg endurútgáfa Plötu ársins á vínil.
Fjölmargir gestasöngvarar stigu á svið með hljómsveitinni í gær. Þar á meðal voru Valdimar Guðmundsson, Eyþór Ingi, Ari Eldjárn, Heiða Eiríks, Bjarki Sig., Valgeir Gestsson og Sveppi, sem var æskuvinur Róberts úr Breiðholtinu. Á myndinni er Sveppi í treyju Maradona, sem var í miklu uppáhaldi hjá Róbert.
Hljómsveitina Ég skipuðu: Andri Geir Árnason trommur, Arnar Ingi Hreiðarsson bassi, Baldur Sívertsen gítar, Steindór Ingi Snorrason gítar og Örn Eldjárn gítar.