Stæðilegt flugmóðurskip OMAM

OMAM eins og hún er í dag. All Is Love …
OMAM eins og hún er í dag. All Is Love and Pain in the Mouse Parade er fimmta plata sveitarinnar. Ljósmynd/Eva Schram

Heil sex ár eru liðin frá síðustu hljóðversplötu Of Monsters And Men, OMAM. Þetta er ekki óeðlilegur tími í dag þegar litið er til listafólks af þessari stærðargráðu, nöfnin/vörumerkin lifa góðu lífi í gegnum ýmsar rásir og vettvang þegar viss stærð er komin, að dæla út plötu árlega er ekki málið, a.m.k. ekki lengur.

Síðasta plata, Fever Dream, kom þannig út 2019 en ekki að meðlimir hafi setið með hendur í skauti þessi ár, ýmis verkefni hafa ratað á fjörur einstakra meðlima og t.a.m. gaf Nanna Bryndís söngkona, gítarleikari og lagahöfundur út sólóplötu 2023.

Þetta er svakalegur titill á nýju plötunni. All is Love and Pain in the Mouse Parade. Hljómsveitin sjálf sá um upptökustjórn en vann hana hins vegar náið með Bjarna Þóri Jenssyni. Peter Katis sá um hljóðblöndun og Josh Kaufman kom einnig að gerð plötunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: