Rokkland á Rás 2 fagnar 30 ára afmæli sínu í ár og af því tilefni var haldin afmælishátíð í Hofi á Akureyri á laugardaginn þar sem Rokkland var sett á svið í samstarfi við SinfoniuNord.
Segir í tilkynningu að þar hafi SinfoniaNord, ásamt Todmobile-bandinu og nokkrum af glæsilegustu söngvurum landsins, flutt helstu vörður popp- og rokksögunnar - „lög sem skipta máli og eiga það sameiginlegt að njóta sín vel í flutningi stórrar hljómsveitar - í bland við aðrar perlur.“
Ólafur Páll, forseti Rokklands, valdi lögin í samstarfi við Þorvald Bjarna Þorvaldsson og meðal hljómsveita og listamanna sem áttu lög á efnisskránni voru Bítlarnir, Björk, David Bowie, Neil Young, Led Zeppelin, E.L.O, U2, Iron Maiden, Sigur Rós og Queen.
Ólafur Páll sá svo sjálfur um að tengja allt saman með stuttum kynningum og sögum á sviðinu á milli atriða.
Fyrsti Rokklands-þátturinn fór í loftið í 7. október 1995 sem gerir hann að langlífasta þættinum á dagskrá Rásar 2 og að einum elsta þætti í sögu útvarps á Íslandi.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.

