Myndir: Óskar og Heimir fylltu Hörpu

Óskar Pétursson tók m.a. lög á borð við Rósina og …
Óskar Pétursson tók m.a. lög á borð við Rósina og Hamraborgina. Ljósmynd/Mummi Lú

Söngvarinn Óskar Pétursson frá Álftagerði, Karlakórinn Heimir og tveir bræður Óskars ásamt frændfólki troðfylltu Eldborg í Hörpu á sunnudag. Þá fóru fram fjórðu tónleikarnir undir yfirskriftinni Blessuð sértu sveitin mín.

Áður höfðu Óskar og félagar haldið tvenna tónleika í Hofi á Akureyri og þeir fyrstu voru á heimaslóð í menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði.

Ljósmyndarinn Mummi Lú var í Eldborg og fangaði stemninguna á sviði á filmu. Tónleikarnir þóttu takast mjög vel og ætlaði fagnaðarlátum áhorfenda seint að linna.

Hljómsveit undir stjórn Valmars Väljaots lék undir hjá Óskari og Heimi en stjórnandi kórsins er Jón Þorsteinn Reynisson, undirleikari Alexander Edelstein. Einsöngvarar úr Heimi tóku einnig lagið, þeir Snorri Snorrason og Guðmundur Ásgeirsson.

Eftir að Heimismenn höfðu tekið nokkur lög þá byrjaði Óskar á að syngja Rósina, eftir Friðrik Jónsson, í fallegri útsetningu þar sem Valmar lék einnig undir á fiðlu. Undir lokin fór Óskar upp á háa C-ið með Hamraborginni og hið víðfræga lag, O sole mio, tók Snorri með Óskari og saman gerðu þeir það lipurt og fóru létt með.

„Álftagerðisbræðrum“ hefur fjölgað

Formaður karlakórsins, Atli Gunnar Arnórsson, var jafnframt kynnir og reytti af sér brandarana inni á milli laga. Hann kom einnig fram sem hluti af „Álftagerðisbræðrum", þ.e. sem tengdasonur Gísla Péturssonar. Óskar og Pétur Péturssynir voru í þeim hópi sem og börn og barnabörn Gísla; dæturnar Kristvina og Gunnhildur, sonurinn Agnar, Lydía, dóttir Kristvinu og tveir synir Agnars; Jóel og Ísak.

Sannkölluð tónlistarveisla þar sem skyldleikar söngmanna voru óendanlega miklir þegar kórinn er tekinn með í reikninginn. Þannig á yngsti maður í Heimi, hinn 15 ára Fjölnir Marinósson, bæði föður og afa í kórnum, sem og frændur.

Karlakórinn Heimir á sviðinu í Eldborg, undir stjórn Jóns Þorsteins …
Karlakórinn Heimir á sviðinu í Eldborg, undir stjórn Jóns Þorsteins Reynissonar. Þeir sögðu innréttingu salarins falla vel við búninginn. Ljósmynd/Mummi Lú
Jón Þorsteinn Reynisson, stjórnandi Heimis, lék einnig á harmonikuna í …
Jón Þorsteinn Reynisson, stjórnandi Heimis, lék einnig á harmonikuna í einu laga Óskars og félaga. Ljósmynd/Mummi Lú
Valmar Väljaots gerir hér tillögu til að leiðrétta eina sögu …
Valmar Väljaots gerir hér tillögu til að leiðrétta eina sögu sem Óskar sagði af honum. Auk söngsins var oft hlegið dátt á milli laga. Ljósmynd/Mummi Lú
Snorri Snorrason úr Heimi og Óskar Pétursson tóku saman O …
Snorri Snorrason úr Heimi og Óskar Pétursson tóku saman O sole mio og var vel tekið af viðstöddum í Eldborg. Ljósmynd/Mummi Lú
Söngfjölskylda úr Álftagerði tók nokkur lög saman, f.v. Jóel Agnarsson, …
Söngfjölskylda úr Álftagerði tók nokkur lög saman, f.v. Jóel Agnarsson, Óskar Pétursson, Pétur Pétursson, Kristvina Gísladóttir, Gunnhildur Gísladóttir, Lydía Einarsdóttir, Gísli Pétursson, Agnar Gíslason, Ísak Agnarsson og Atli Gunnar Arnórsson. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is