Freyr hefur ekki trú á Everton í kvöld (myndskeið)

Liverpool og Everton eigast við í grannaslag á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 20:15. Með sigri nær Liverpool ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar á ný á meðan Everton getur verið í fallsæti að kvöldinu loknu. 

„Everton þarf að hitta á sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit. Sigur væri stórkostlegt,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Freyr verður með Tómasi Þór Þórðarsyni á Símanum sport á Anfield í kvöld. 

„Ég sé það ekki gerast. Liverpool tapar ekki heima og eru að spila frábæran fótbolta þessa dagana. Everton gengur illa, en það voru mörg jákvæð teikn hjá Everton í síðasta leik. Þetta er sérstakt tilefni, Liverpool og Everton. Ég á von á jöfnum leik, en Liverpool verður ofan á,“ sagði Freyr. 

Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert