Sjöundi sigur Liverpool í röð

Alex Oxlade-Chamberlain fagnar fyrsta úrvalsdeildarmarki sínu í tæp tvö ár …
Alex Oxlade-Chamberlain fagnar fyrsta úrvalsdeildarmarki sínu í tæp tvö ár ásamt Trent Alexander-Arnold sem byrjaði á bekknum í dag. Ljósmynd/LFC

Liverpool er með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 3:0-sigur gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Vitality-vellinum í Bournemouth í dag. Alex Oxlade-Chamberlain kom Liverpool yfir á 35. mínútu eftir frábæra sendingu Jordan Henderson. Naby Keita tvöfaldaði forystu Liverpool með marki á  44. mínútu eftir hælsendingu Mohamed Salah og Liverpool leiddi því með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik.

Mohamed Salah var svo sjálfur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks þegar hann kláraði snyrtilega fram hjá Aarom Ramsdale í marki Bournemouth af stuttu færi eftir frábæra stungu sendingu Naby Keita. Liverpool fékk nokkur fín tækifæri til þess að bæta við mörkum á meðan sóknarleikur Bournemouth var lítill sem enginn. Liverpool, sem var að vinna sinn sjöunda leik í röð í deildinni, er með 46 stig í efsta sæti deildarinnar, en Leicester sem er í öðru sætinu með 35 stig, mætir Aston Villa á morgun.

Þá vann Tottenham stórsigur gegn Burnley í London, 5:0. Harry Kane, Lucas Mora og Heung-min Son voru allir á skotskónum í fyrri hálfleik. Harry Kane bætti svo við fjórða marki Tottenham á 54. mínútu áður en Moussa Sissoko skoraði fimmta mark Tottenham á 74. mínútu. Tottenham er áfram í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig en Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla en liðið er með 18 stig í þrettánda sætinu.

Watford og Crystal Palace gerðu svo markalaust jafntefli á Vicarage Road en jafntefli gerir lítið fyrir Watford sem er í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig eftir sextán leiki. Crystal Palace hefur hins vegar verið á fínu skriði í undanförnum leikjum sínum og sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig.

Lucas Moura, Heung-min Son og Harry Kane voru allir á …
Lucas Moura, Heung-min Son og Harry Kane voru allir á skotskónum fyrir Tottenham í dag. AFP
Bournemouth 0:3 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert