Penninn á loft í Bítlaborginni

Fabinho og Alisson eru lykilmenn í liði Liverpool.
Fabinho og Alisson eru lykilmenn í liði Liverpool. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur hafið viðræður við þá Alisson Becker og Fabinho um nýjan samning. Það er James Pearce hjá The Athletic sem greinir frá þessu.

Báðir eru þeir brasilískir landsliðsmenn og hafa verið algjörir lykilmenn í liði Liverpool undanfarin tímabil.

Fabinho er 27 ára gamall miðjumaður sem gekk til liðs við Liverpool frá Monaco sumarið 2018 fyrir 39 milljónir punda.

Markvörðurinn Alisson gekk til liðs við Liverpool frá Roma sumarið 2018 fyrir tæplega 67 milljónir punda en hann er 28 ára gamall.

Þeir hafa báðir orðið Englands- og Evrópumeistarar með liðinu en Fabinho er samningsbundinn Liverpool til sumarsins 2023 og Alisson til sumarsins 2024. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert