EM í hættu hjá leikmanni Liverpool?

Trent Alexander-Arnold fer meiddur af velli í gær.
Trent Alexander-Arnold fer meiddur af velli í gær. AFP

Hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold fór meiddur af velli í 1:0-sigri Englands á Austurríki í vináttuleik í fótbolta í gærkvöldi. Evrópumótið gæti verið í hættu hjá Alexander-Arnold, sem leikur með Liverpool.

Leikmaðurinn meiddist undir lok leiks og þurfti aðstoð til að komast af vellinum. Fyrsti leikur Englendinga á EM er 13. júní næstkomandi og því um afar slæman tíma að ræða fyrir meiðsli hjá bakverðinum. 

„Það er augljóslega ekki gott að hann þurfti að fara af velli. Honum leið ekki vel. Það er stutt í mótið en við sjáum til á næstu 48 klukkutímum,“ sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, í samtali við Sky eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert