Jólafróđleikur

Á jólum halda kristnir menn fćđingarhátíđ frelsarans en menn hafa gert sér dagamun á ţessum árstíma frá ţví löngu fyrir Kristsburđ. Rómverjar héldu sólrisuhátíđ í desember og ljósahátíđ gyđinga, Hannukah, er enn ţann dag í dag haldin hátíđleg um ţetta leyti. Ţá héldu heiđnir menn í Norđur-Evrópu skammdegishátíđir, sem ţeir kölluđu jól, til ađ fagna rísandi sól.

Eftir ađ kristni ruddi sér til rúms í Evrópu runnu ýmsar heiđnar hefđir saman viđ hin kristnu hátíđarhöld. Jólahefđir bárust síđan milli svćđa međ fólksflutningum og síđar međ ferđalöngum og nýjum miđlum.

Á Íslandi einkenndist jólafasta fyrri alda af hjátrú og óvćttum sem fóru á stjá ţegar myrkriđ var sem mest. Nokkrar ţessara jólavćtta lifa enn ţrátt fyrir ađ breytt lífskjör og erlend áhrif hafi mildađ ásjónur ţeirra.

Íslensku jólasveinarnir eru dćmi um slíkar jólavćttir en ţeirra er fyrst getiđ í Grýlukvćđi séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, frá 17. öld. Samkvćmt ţjóđtrú voru ţeir hiđ mesta illţýđi, ţjófóttir og hrekkjóttir og ţví af allt öđrum toga en hinn alţjóđlegi rauđklćddi jólasveinn. Á síđustu öld tóku gömlu íslensku jólasveinarnir hins vegar upp ýmis einkenni hans ţannig ađ úr urđu séríslenskir jólasveinar sem heita nöfnum gömlu jólasveinanna, en líkjast hinum alţjóđlega jólasveini í útliti og innrćti. Íslensku jólasveinarnir eru ţó heldur sérkennilegri og nöfn ţeirra: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Ţvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurđaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrćkir, Gluggagćgir, Gáttaţefur, Ketkrókur og Kertasníkir segja til um einkenni ţeirra, sem áđur vöktu ótta en ţykja nú bara skemmtileg.

Af öđrum íslenskum jólavćttum er Grýla frćgasta flagđiđ en hún er nefnd í Snorra-Eddu og Sturlungu. Grýla hefur í gegnum tíđina gegnt mikilvćgu hlutverki í barnauppeldi, ţar sem eftirlćtismatur hennar er kjöt af óţćgum börnum. Í nútímaţjóđtrú er hún hins vegar fyrst og fremst móđir jólasveinanna sem ţeir tala um af góđlátlegri virđingu.

Ţjóđsagan um jólaköttinn lifir einnig međal íslenskra barna. Samkvćmt ţjóđtrúnni fara ţeir sem ekki fá einhverja flík fyrir jólin í jólaköttinn en taliđ er ađ jólakötturinn eigi rćtur ađ rekja til sameiginlega arfsagnar frá Norđurlöndum, ţar sem jólahafur er ţekkt barnafćla. Jólaköttur nútímans er ţó, líkt og Grýla, fyrst og fremst hluti hinnar undarlegu jólasveinafjölskyldu og vekur ţví fremur kátínu en ótta.

Grýlukvćđi á vef Námsgagnastofnunar

Skýringarmyndir: