Fréttir af Neyðarhjálp í Norðri

Neyðarhjálp | mbl | 3.11 | 23:50

General Motors í frjálsu falli

Kjördæmisþing framsóknarmanna í suðvesturkjördæmi ályktar að hefja skuli viðræður við Evrópusambandið um aðild að sambandinu og upptöku evru. Tillagan var samþykkt með þorra greiddra atkvæða, að sögn Sigfúsar I. Sigfússonar. Meira

Neyðarhjálp | mbl | 17.12 | 16:59

Vísindamenn telja sig hafa fundið gen sem ræður húðlit

Zebrafiskar.

Vísindamenn við Penn State háskólann í Bandaríkjunum telja að sebrafiskurinn geti fært þeim svarið við spurningunni um hvað ráði húðlit manna. Smávægileg breyting í lykilgeni fiskanna er talið skipta sköpum hvað varðar húðlit. Niðurstöður vísindamannanna gætu leitt í ljós hvers vegna fólk af evrópskum uppruna er ljósara á húð en fólk af afrískum uppruna. Jafnframt er vonast til þess að rannsóknirnar geti leitt í ljós nýjar aðferðir við meðhöndlun húðkrabbameins. Meira

Neyðarhjálp | Morgunblaðið | 29.10 | 5:30

Rolling Stones gefa út sjaldgæfar upptökur af lögum sínum

Mick Jagger á tónleikum með Rolling Stones.

Peningavitið verður seint tekið af þeim félögum í Rolling Stones. Undanfarið hafa þeir selt lög af nýjustu plötu sinni til notkunar á viðburðum á borð við ruðningsleiki í sjónvarpi og sápuóperur og nú síðast fóru þeir í samstarf við Starbucks-kaffihúsakeðjuna og Virgin-plötufyrirtækið. Meira

Neyðarhjálp | mbl | 26.6 | 12:30

121 milljón króna safnaðist í landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri

Neyðarhjálp á leið um borð í flutningaflugvél á...

121 milljón króna safnaðist í landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri sem haldin var í miðjum janúar til styrktar fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf. Þetta er umfangmesta fjársöfnun sem haldin hefur verið á Íslandi. Fjórtán sendifulltrúar Rauða kross Íslands hafa starfað á flóðasvæðum síðan hamfaraflóðin miklu riðu yfir Asíulönd fyrir hálfu ári og fara tveir á vettvang á næstu dögum. Meira

Neyðarhjálp | Morgunblaðið | 18.4 | 5:30

Íslendingar á ráðstefnu herskárra stjórnleysingja

Tveir Íslendingar voru meðal hóps herskárra anarkista í Skotlandi sem héldu nokkurra daga ráðstefnu um síðustu helgi til þess að skipuleggja mótmælaaðgerðir með tugum þúsunda manna sem eiga að skapa glundroða og lama samgöngur á fundi átta helstu iðnríkja heims (G8) í júlí nk., að því er fram kemur á vefútgáfu The Times í Bretlandi. Annar Íslendinganna var Rúnar Guðbrandsson leikstjóri sem býr og starfar á Englandi. Meira

Neyðarhjálp | mbl | 15.1 | 14:51

Yfir 400 manns gefa vinnu sína í dag

Yfir 400 manns gefa vinnu sína í dag, aðstöðu eða krafta starfsfólks, í þágu söfnunarinnar Neyðarhjálpar úr norðri. Dagskrá verður í dag í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi, þar verður einnig safnað í bauka og í kvöld nær söfnunin hámarki í útsendingu sjónvarpsstöðvanna þriggja kl. 19:40-21:40. Meira

Neyðarhjálp | Morgunblaðið | 15.1 | 5:30

Landssöfnun nær hámarki í kvöld

Mikið verður um að vera í dag í tengslum við landssöfnunina Neyðarhjálp úr norðri, en hún nær hámarki í kvöld með sameiginlegri beinni útsendingu Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins frá Efstaleiti sem hefst kl. 19.40. Meira

Neyðarhjálp | Morgunblaðið | 15.1 | 5:30

Súðavík gefur 100 þúsund krónur í landssöfnun

Sveitarstjórn Súðavíkur hefur gefið 100 þúsund krónur í landssöfnunina Neyðarhjálp í norðri vegna hamfaranna í Asíu. Það gerir 435 kr. á íbúa sem eru 230 talsins og segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri að Súðvíkingar séu sér meðvitandi um mikilvægi þess að standa saman þegar áföll dynja yfir. Meira

Neyðarhjálp | mbl | 14.1 | 17:59

Listamenn skemmta í verslunarmiðstöðvum

Stórsveit listamanna skemmtir gestum í Smáralind og Kringlunni í morgun laugardag, til stuðnings Neyðarhjálpar úr norðri, en á sama tíma ganga sjálfboðaliðar um og safna fé í bauka og posa. Meira

Neyðarhjálp | mbl | 14.1 | 12:46

Stórsveit listamanna treður upp í Smáralind

Stórsveit listamanna treður upp í Smáralind og Kringlunni í dag föstudag, og laugardag, til stuðnings Neyðarhjálp úr norðri. Tenórarnir þrír; Jóhann Friðgeirsson, Snorri Wiium og Þorgeir Andrésson syngja við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. Diddú, Bjössi bolla ofl. skemmta gestum. Kór Kársnesskóla flytur frumsamið lag Kristjáns Hreinssonar skálds í Skerjafirði sem samið er vegna hörmunganna í Asíu. Skoppa og Skrítla koma í heimsókn, sýnd verða leikatriði ofl. ofl.

Á Glerártorgi á Akureyri skemmta Óskar Pétursson með einsöng og Helgi Þórsson kveður rímur. Börn úr Tónlistarskóla Akureyrar og Tónlistarskóla Dalvíkur syngja og uppboð er í undirbúningi fyrir laugardaginn. Meira

Neyðarhjálp | Morgunblaðið | 14.1 | 5:30

Ágóði af Í takt við tímann til landssöfnunar

Stuðmenn í takt við tímann.

Bjarmaland, framleiðslufyrirtæki Stuðmanna-myndarinnar Í takt við tímann og Skífan sem er rekstraraðili Regnbogans hafa ákveðið að láta aðgangseyri af öllum sýningum kvikmyndarinnar í Regnboganum í dag, föstudag, renna óskiptan til Landssöfnunarinnar - Neyðarhjálp úr norðri og Íslandsbanki mun tvöfalda þá heildarupphæð sem síðan verður lögð óskipt til söfnunarinnar. Íslandsbanki hafði áður lagt umtalsvert fé til hjálparstarfsins í Asíu. Meira

Neyðarhjálp | mbl | 13.1 | 16:50

Áskoranir um framlög fyrirtækja til Neyðarhjálpar úr norðri halda áfram

Landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri hefur hafist af fullum krafti og hafa þegar safnast umtalsverðar fjárhæðir sem renna óskiptar til uppbyggingarstarfs vegna hinna gríðarlegu náttúruhamfara við Indlandshaf í Asíu. Meira

Neyðarhjálp | mbl | 12.1 | 16:35

Mikill stuðningur

500 manns hafa nú þegar hringt í söfnunarsíma átaksins og gefið 809.000 kr. Fyrirtæki sýna hugkvæmni m.a. getur fólk keypt kaffi frá Aceh-héraði og lagt söfnuninni þannig lið. Dagskrá á Glerártorgi á Akureyri á laugardaginn verður í höndum listamanna úr fjórðungnum. Meira

Neyðarhjálp | mbl | 11.1 | 10:25

Landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri

Í dag hefst landssöfnun þriggja sjónvarpsstöðva, þriggja verslunarmiðstöðva, níu útvarpsstöðva, þriggja dagblaða, listamanna, fyrirtækja og almennings til hjálpar þeim sem lifðu af hamfarirnar í Asíu. Aldrei fyrr hafa svo margir aðilar á Íslandi tekið höndum saman um neyðarhjálp til útlanda. Meira

Neyðarhjálp | mbl | 11.1 | 10:22

Trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir og kyn skipta ekki máli

Samtökin sem að söfnuninni Neyðarhjálp úr norðri koma eru hver um sig aðilar að alþjóða hjálparneti sinna samtaka. Hjá þeim starfar fólk með mikla reynslu og faglega þekkingu á þeim vandamálum sem taka þarf á, við svona hörmulegar aðstæður. Samtökin fimm einbeita sér öll að því að hjálpa þeim sem verst eru settir. Þá skipta trúarbrögð ekki máli, stjórnmál, kyn eða hvað annað sem aðgreinir fólk. Þetta eru mannúðarsamtök með skýr markmið, siða- og starfsreglur, sem skila árangri. Meira

Til baka