UNICEF starfar í öllum þeim löndum sem urðu verst úti í hamförunum og gat því strax hafið víðtæka neyðaraðstoð. UNICEF telur að a.m.k. einn þriðji hinna látnu hafi verið börn og að yfir 1,5 milljón barna séu nú hjálparþurfi. UNICEF gerir allt til að tryggja að þörfum barna sé mætt og að sú kynslóð sem lenti í hamförunum muni fá þá aðstoð sem á þarf að halda. UNICEF skipuleggur alla sína neyðaraðstoð með langtímaskuldbindingu í huga.

UNICEF eru stærstu barnahjálparsamtök í heimi með starfsemi í um 160 löndum og hafa nær 60 ára reynslu af neyðar- og þróunaraðstoð. Til að ná markmiðum sínum vinnur UNICEF náið með öðrum alþjóðlegum hjálparstofnunum, stjórnvöldum, frjálsum félagasamtökum og samfélögunum sjálfum við að koma hjálpargögnum fljótt til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Neyðarstarf UNICEF á flóðasvæðunum felst aðallega í þremur eftirfarandi þáttum, þ.e. vatni og hreinlæti, heilsu og næringu, ásamt vernd og fræðslu.

1. Vatn og hreinlæti
Helsta forgangsverkefni í hamförum sem þessum er að veita fólki hreint drykkjarvatn og koma í veg fyrir að sjúkdómar breiðist út. UNICEF veitir: 2. Heilsa og næring
Fátæk börn á hamfarasvæðunum eiga þegar í mikilli hættu á vannæringu, sýkingum og smitsjúkdómum. UNICEF veitir:
3. Vernd og fræðsla
Hamfarirnar síðustu daga hafa eyðilagt líf barna. Mörg þeirra hafa misst fjölskyldumeðlim, skólar eru eyðilagðir og margir kennarar látnir. Börn þarfnast öryggis og lífs sem er í föstum skorðum. UNICEF sér um að:
Til baka