Guðrún Bergmann - haus
15. nóvember 2022

Stjörnuspekin og framtíðin

Leið hjartans FRAMANLangt er orðið síðan ég skrifaði síðast pistil hér á Smartlandinu, enda hef ég verið frekar upptekin í sumar við önnur verkefni. Ég hellti mér á kaf í stjörnuspekina og hef verið mjög upptekin í að fylgjast með því hversu nákvæmlega hún spáir fyrir um þær umbreytingar sem eru að verða í heiminum.

Ég hef ekki bara látið duga að endurvekja gamla þekkingu, en ég fór fyrst á námskeið í stjörnuspeki árið 1985 hjá Gunnlaugi Guðmundssyni stjörnuspekingi og hef nýtt mér síðan þá, heldur hef ég líka verið á námskeiðum hjá erlendum stjörnuspekingum. 

TUTTUGASTA BÓKIN

Þessi stjörnuspekiáhugi og dýpri skilningur á áhrifum plánetanna á líf okkar hér á jörðinni varð svo til þess að ég settist niður til að skrifa bók. Drjúgur tími síðsumars fór í það verkefni, svo og eftirfylgni við vinnslu og útgáfu hennar.

LEIÐ HJARTANS er tuttugasta bókin mín á þrjátíu árum. Ég rak nefnilega augun í það nýlega að fyrsta bókin mín kom út árið 1992. Það var bókin LÁTUM STEINANA TALA, þar sem ég skrifaði um orkusteina og kristala, en þeir geta verið jafn mikilvægir fyrir okkur nú og þeir voru í þeirri umbreytingarbylgju sem þá gekk yfir heiminn og var gjarnan kölluð Nýöld. 

Á MERKILEGUM TÍMAMÓTUM 

Við sem mannkyn erum stödd á merkilegum tímamótum. Meðvitund alls mannkyns er að taka framþróun og uppfærast, meðal annars vegna áhrifa frá ytri plánetum í sólkerfinu. Verið er að vekja okkur til vitundar um alla þá duldu hæfileika sem við búum yfir en höfum hingað til verið ómeðvituð um. Við erum nefnilega mun öflugri en við höldum.

Jörðin er líka að fara í gegnum sína uppfærslu. Í LEIÐ HJARTANS koma fram nánari skýringar á þeim umbreytingum sem sólkerfi okkar er að fara í gegnum. Framundan eru miklar umbyltingar, niðurbrot gamalla kerfa og uppbygging nýrra og algerlega ólíkra kerfa. Nýju kerfin þarf að reisa með víðsýni, umburðarlyndi og samkennd. Til að geta gert það þurfum við að læra að hugsa með hjartanu, rétt eins og höfðinu, og virkja markvisst kærleiksorkuna í okkur sjálfum.

www.gudrunbergmann.is  

30. desember 2021

Innsýn í árið 2022

Undanfarið eitt og hálft ár hef ég unnið mikið með stjörnuspekiskýringar breska stjörnuspekingsins Pam Gregory í tengslum við námskeið mitt STJÖRNUSKIN . Pam telst vera ein af betri stjörnuspekingum í heiminum í dag, enda starfað við fagið í meira en 40 ár. Í þessari grein er ég með stutta samantekt á því sem við megum eiga von á að komi til með að gerast á komandi ári, út frá… Meira
27. desember 2021

Endurnýjunarhæfileiki líkamans

Eitt það dásamlegasta við líkama okkar er geta hans til að endurnýja og gera við sjálfan sig. Manstu eftir öllum skurðunum og skrámunum sem þú fékkst sem barn, ryðgaða naglanum sem þú steigst á og fór upp í gegnum sólana á skónum og upp í il. Fótbrotið sem þú fékkst þegar þú hjólaðir á steingirðingu og svo ótal margt annað sem líkaminn endurnýjaði og gerði við. Hjá okkur sem börnum var líkaminn… Meira
mynd
20. desember 2021

Fyrirgefningin veitir frelsi

Fyrir mörgum árum síðan gáfum við, ég og maðurinn minn heitinn, út bókina FYRIRGEFNINGIN er heimsins fremsti heilari eftir Gerald G. Jampolsky. Bókin er löngu uppseld, en fyrirgefningin gengur aldrei úr gildi. Í kringum jól rifjast oft upp hjá fólki gamlar og erfiðar minningar tengdar jólahaldi úr æsku. Margir eru enn að láta þessar minningar skemma fyrir sér ánægjuna í kringum þessa hátíð… Meira
mynd
8. nóvember 2021

17 leiðir til að öðlast innri frið

  Við megum vænta mikils titrings í pólitík, í Jörðinni og samfélögum heims í þessum mánuði. Framundan eru kannski mestu breytingar sem við eigum eftir að ganga í gegnum á lífsleiðinni. Þá er gott að vera í innra jafnvægi og halda innri ró sinni.   Eftirfarandi listi er settur saman af Alex Elle og ég rakst á hann á Facebook. Langaði að deila honum með ykkur, því á honum eru mörg hollráð… Meira
14. október 2021

Ljósið og kærleikurinn

Mjög miklar breytingar eru að eiga sér í stað í heiminum þar sem Jörðin og við sem á henni búum erum að fara í gegnum mikið umbreytingarferli. Tíðnin á og í Jörðinni er að hækka og þessi hækkun kemur til með að hafa áhrif á alla, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki. Þessi tíðnihækkun tengist því að við erum að fara úr þriðju víddar orkutíðni og upp í fimmtu víddar orkutíðni, sem er mun… Meira
8. október 2021

Hvatningalistinn góði

Í byrjun janúar á þessu ári hélt ég námskeið undir heitinu MARKMIÐ 2021 , þar sem ég fór í gegnum nýjar leiðir til að vinna að markmiðum og markmiðasetningu. Tíðni orkunnar í heiminum hefur breyst svo mikið frá því á Vetrarsólstöðum þann 21. desember 2020, að við þurfum að beita nýjum aðferðum á svo mörgum sviðum, meðal annars við að ná árangri með markmið okkar. Eitt af því sem ég deildi með… Meira
mynd
7. september 2021

Veist þú hvað Moringa er?

VEIST ÞÚ HVAÐ MORINGA ER? Það ekki út af engu sem ég spyr. Þetta er nefnilega lítt þekkt náttúruvara hér á landi og sjálf kynntist ég henni ekki fyrr en fyrir rúmum tveimur árum síðan.   Þá var ég stödd í Akshardham hofinu í Nýju-Delhi á Indlandi. Leiðin út úr hofinu lá í gegnum verslun sem þar er rekin, þar sem meðal annars eru seld alls konar jurtalyf, krem og bætiefni. Indverskur vinur… Meira
mynd
27. júní 2021

Veistu hvað er í förðunarvörunum þínum?

Í þessari grein af vefsíðunni Alliance for Natural Health er fjallað um rannsókn á ýmsum hættulegum efnum sem geta verið í förðunarvörum. Förðunarvöruiðnaðurinn veltir um 20 trilljón dollurum árlega, en fyrirtækin sem framleiða förðunarvörur veita ekki endilega upplýsingar um þá staðreynd að stórt hlutfall af vörunum er framleitt með PFAS eða „eilífðarefnum“, sem geta valdið alls konar… Meira
12. mars 2021

Covid spurningar án svara

Það eru margir sem velta vöngum yfir ýmsum reglum, lokunum og hömlum í kringum COVID-19. Þær virðast oft ekki vera á rökum reistar og því varð þessi listi til. Ég fékk hann sendan frá vini mínum, en veit ekki hver setti hann upprunalega saman. Ég birti hann hér, því sjálf hef ég spurt mig allra þessara spurninga oftar en einu sinni. Hugsanlega hefur þú líka gert það og komist að sömu niðurstöðu og… Meira