Guðrún Bergmann - haus
30. desember 2021

Innsýn í árið 2022

Undanfarið eitt og hálft ár hef ég unnið mikið með stjörnuspekiskýringar breska stjörnuspekingsins Pam Gregory í tengslum við námskeið mitt STJÖRNUSKIN. Pam

telst vera ein af betri stjörnuspekingum í heiminum í dag, enda starfað við fagið í meira en 40 ár.

Í þessari grein er ég með stutta samantekt á því sem við megum eiga von á að komi til með að gerast á komandi ári, út frá stjörnuspekiskýringum Pam í upphafi árs.

OPINBERANIR OG BYLTINGAR

Pam hefur valið að kalla árið 2022, ár OPINBERUNAR OG BYLTINGAR. Hún tengir þetta við allar þær opinberanir sem eru að koma upp á yfirborðið núna – eins og til dæmis yfirlýsing Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra á opnum fundi Velferðarnefndar Alþingis þann 29. desember, þar sem hann staðfesti að sú „bólusetning“ sem eigi að fara að framkvæma á börnum sé tilraun til ársins 2026 og því viti í raun enginn hvernig efnin virki.

Við ráðherraskiptin hefur greinilega gleymst að segja honum að þegja yfir þessum upplýsingum, því heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa hingað til neitað að um tilraun sé að ræða. 

ÚRANUS MEÐ YFIRHÖNDINA

Þessi opinberun af Willums hálfu er bara ein af mörgum sem hrannast nú á ógnarhraða upp um allan heim, vegna þess að Úranus er að ná yfirhöndinni í 90° spennuafstöðu sem hefur verið milli Satúrnusar og Úranusar síðustu tvö árin. Meðan Satúrnus var með yfirhöndina var allt í lokunum og stöðugum þrengingum að frelsi fólks.

Nú þegar Úranus er að ná yfirhöndinni verður umbylting og fólk gerir kröfu um frelsi og vill fá sannleikann upp á yfirborðið. Úranus er líka táknrænn fyrir framtíðina og aukna vitundarvakningu, svo margir eiga eftir að vakna óþyrmilega til vitundar um að allt er ekki eins og það hefur sýnst vera.

Þegar sannleikurinn kemur í svona miklu magni upp á yfirborðið eru líkur á að hann leiði til byltinga víða um heim – en Úranus er líka tengdur byltingum, eldgosum, jarðhræringum og fleiru óvæntu, bæði í Jörðinni og hjá mannkyninu – svo við megum eiga von á þessu öllu.

SPILLING OG UPPGJÖR

Við megum líka eiga von á því að gerð verði úttekt á viðbrögðum yfirvalda í flestum löndum heims við „farsóttinni“ og þau tekin til gagngerrar endurskoðunar. Líkur eru á að spilling og ýmis óheilindi opinberist og að skortur á gagnsæi komi í ljós, svo og staðfesting á að ýmis lög og lögvarin réttindi hafi verið freklega brotin í þessu ferli.

Í kjölfarið má vænta lögsókna, því siðblinda og önnur óheilindi hafa leitt til þess að framdir hafa verið glæpir gegn mannkyninu. 

Fólk hefur víða um heim safnast saman í mótmælagöngur á árinu sem er að kveðja, Eftir því sem opinberanir verða meiri á má gera ráð fyrir að uppþotum, kröfugöngum eða friðsamlegum mótmælumfjölgi, því fólk mun krefjast réttlætis og frelsis.

EFNAHAGSLEG ÓKYRRÐ

Upp úr miðjum janúar eða í byrjun febrúar eru líkur á ókyrrð í efnahagsmálum heimsins. Plútó er að koma aftur að þeirri gráðu sem Plútó er á í stjörnukorti Bandaríkjanna. Þar er Plútó í 2. húsi, sem er táknrænt fyrir hagkerfi og fjármál landsins.

Plútó brýtur niður og byggir upp og niðurbrot hans á fjármálakerfi Bandaríkjanna mun hafa áhrif um allan heim. Við megum því eiga von á miklu umróti í tengslum við efnahagsmál almennt, breytingar á gjaldmiðlum, sköttum og ýmsu fleiru. Segja má að gjaldmiðlar og rafeyrir séu í kastljósinu á næsta ári.

Þessi ókyrrð getur líka tengst opinberun á ýmsum leyndarmálum hinna ríku og voldugu, einkum í tengslum við fjármál og kynlíf.

ALLT GERIST HRATT

Júpiter er í Fiskamerkinu nú fyrri hluta árs eða fram til 11. maí. Hann fer á ofurhraða í gegnum það merki og Júpiter fylgir alltaf  mikil þensla. Allt mun því gerast mjög hratt og óvænt á þessu ári, einkum eftir lok janúar. Þar sem Júpiter er í Fisknum fylgir honum mikið vatn og flóð eru því mjög líkleg, jafnvel stórflóð.

Uppljóstranir og opinberanir eiga eftir að koma mörgum í opna skjöldu og fólk á eftir að vera vantrúað á það sem það sér og heyrir, því það er enn fast í gömlu sannfæringarkerfunum. Hraðinn gerir það hins vegar að verkum að það verður engin grið gefin og við verðum að móta nýjan skilning á heiminum.

Það verður ýtt all harkalega við vitund okkar og við hvött til að vakna til hærri vitundar en hingað til. Við erum á vendipunkti Vitundarvakningarinnar Miklu – svo annað hvort vöknum við núna eða bara alls ekki.

SJÁLFRÆÐI OKKAR

Okkar eigin sjálfræði, vald okkar yfir eigin lífi og stjórn á því verður líka í forgrunni á komandi ári. Við komum til með að hætta að treysta eins mikið á stjórnvöld, stofnanir og stórfyrirtæki – og vilja taka völdin í eigin lífi í okkar hendur.

Árið verður að öllum líkindum róstusamt og það má líkja því við rússíbanareið. Í öllu þessu umróti er mikilvægt að halda innri ró og innra jafnvægi, því við erum okkar eigin máttarstólpar.

Með því að hugleiða reglulega og stunda bænahald náum við að halda innri ró og jafnvægi. Það er nefnilega mikilvægt að hafa Guð (sama hvaða nafni við nefnum hann) inni í lífi okkar, því hann skapaði okkur í sinni mynd, svo hann er í okkur öllum eða eins og segir í einu erindi í ljóðinu Lífshvöt eftir Steingrím Thorsteinsson: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber, Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér.

Ef þær fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

www.gudrunbergmann.is

27. desember 2021

Endurnýjunarhæfileiki líkamans

Eitt það dásamlegasta við líkama okkar er geta hans til að endurnýja og gera við sjálfan sig. Manstu eftir öllum skurðunum og skrámunum sem þú fékkst sem barn, ryðgaða naglanum sem þú steigst á og fór upp í gegnum sólana á skónum og upp í il. Fótbrotið sem þú fékkst þegar þú hjólaðir á steingirðingu og svo ótal margt annað sem líkaminn endurnýjaði og gerði við. Hjá okkur sem börnum var líkaminn… Meira
mynd
20. desember 2021

Fyrirgefningin veitir frelsi

Fyrir mörgum árum síðan gáfum við, ég og maðurinn minn heitinn, út bókina FYRIRGEFNINGIN er heimsins fremsti heilari eftir Gerald G. Jampolsky. Bókin er löngu uppseld, en fyrirgefningin gengur aldrei úr gildi. Í kringum jól rifjast oft upp hjá fólki gamlar og erfiðar minningar tengdar jólahaldi úr æsku. Margir eru enn að láta þessar minningar skemma fyrir sér ánægjuna í kringum þessa hátíð… Meira
mynd
8. nóvember 2021

17 leiðir til að öðlast innri frið

  Við megum vænta mikils titrings í pólitík, í Jörðinni og samfélögum heims í þessum mánuði. Framundan eru kannski mestu breytingar sem við eigum eftir að ganga í gegnum á lífsleiðinni. Þá er gott að vera í innra jafnvægi og halda innri ró sinni.   Eftirfarandi listi er settur saman af Alex Elle og ég rakst á hann á Facebook. Langaði að deila honum með ykkur, því á honum eru mörg hollráð… Meira
14. október 2021

Ljósið og kærleikurinn

Mjög miklar breytingar eru að eiga sér í stað í heiminum þar sem Jörðin og við sem á henni búum erum að fara í gegnum mikið umbreytingarferli. Tíðnin á og í Jörðinni er að hækka og þessi hækkun kemur til með að hafa áhrif á alla, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki. Þessi tíðnihækkun tengist því að við erum að fara úr þriðju víddar orkutíðni og upp í fimmtu víddar orkutíðni, sem er mun… Meira
8. október 2021

Hvatningalistinn góði

Í byrjun janúar á þessu ári hélt ég námskeið undir heitinu MARKMIÐ 2021 , þar sem ég fór í gegnum nýjar leiðir til að vinna að markmiðum og markmiðasetningu. Tíðni orkunnar í heiminum hefur breyst svo mikið frá því á Vetrarsólstöðum þann 21. desember 2020, að við þurfum að beita nýjum aðferðum á svo mörgum sviðum, meðal annars við að ná árangri með markmið okkar. Eitt af því sem ég deildi með… Meira
mynd
7. september 2021

Veist þú hvað Moringa er?

VEIST ÞÚ HVAÐ MORINGA ER? Það ekki út af engu sem ég spyr. Þetta er nefnilega lítt þekkt náttúruvara hér á landi og sjálf kynntist ég henni ekki fyrr en fyrir rúmum tveimur árum síðan.   Þá var ég stödd í Akshardham hofinu í Nýju-Delhi á Indlandi. Leiðin út úr hofinu lá í gegnum verslun sem þar er rekin, þar sem meðal annars eru seld alls konar jurtalyf, krem og bætiefni. Indverskur vinur… Meira
mynd
27. júní 2021

Veistu hvað er í förðunarvörunum þínum?

Í þessari grein af vefsíðunni Alliance for Natural Health er fjallað um rannsókn á ýmsum hættulegum efnum sem geta verið í förðunarvörum. Förðunarvöruiðnaðurinn veltir um 20 trilljón dollurum árlega, en fyrirtækin sem framleiða förðunarvörur veita ekki endilega upplýsingar um þá staðreynd að stórt hlutfall af vörunum er framleitt með PFAS eða „eilífðarefnum“, sem geta valdið alls konar… Meira
12. mars 2021

Covid spurningar án svara

Það eru margir sem velta vöngum yfir ýmsum reglum, lokunum og hömlum í kringum COVID-19. Þær virðast oft ekki vera á rökum reistar og því varð þessi listi til. Ég fékk hann sendan frá vini mínum, en veit ekki hver setti hann upprunalega saman. Ég birti hann hér, því sjálf hef ég spurt mig allra þessara spurninga oftar en einu sinni. Hugsanlega hefur þú líka gert það og komist að sömu niðurstöðu og… Meira
1. mars 2021

Hver dagur er einstakur

Stundum er gott að vera minntur á að við erum einstök hvert og eitt okkar og það er svo sannarlega frábært þegar við lærum að elska okkur sjálf. Kærleikur í eigin garð á ekkert skylt við sjálfselskar og eigingjarnar tilfinningar, heldur þá virðingu og þá ást sem við sýnum okkur sjálfum, meðal annars með því hvernig við komum fram gagnvart eigin líkama, útliti okkar og umhverfi. FYRIR SÉRSTAKT… Meira