Guðrún Bergmann - haus
12. maí 2025

Ekki verður aftur snúið

shutterstock_2623875183Fulla Tunglið í Sporðdrekanum þann 12. maí markar þetta „ekki verður aftur snúið“ augnablik. Við höfum valið, hvort sem það er meðvitað eða ekki, og frá og með þessum tímapunkti liggur leiðin bara fram á við.

Við lifum áhugaverðum stjörnuspekilegum tímum, því við erum stödd milli tveggja heima. Löngum kafla er að ljúka. Satúrnus hangir enn í Fiskunum á tuttugustu og níundu gráðunni, tilbúinn til að renna inn í Hrútinn von bráðar. Úranus er aftast í Nautinu. Júpíter mun brátt færa sig inn í nýtt merki - en er sem stendur enn í Tvíburunum.

Við getum á vissan hátt skynjað hvað framundan er. Plútó hefur skipt um merki, því hann fór inn í Vatnsberinn í nóvember. Neptúnus er nýlega kominn inn í Hrútinn. Við erum því komin á fullt inn í þennan nýja Plútó-Neptúnus kafla lífs okkar.

En það er samt ýmislegt sem þarf að leysa, átta sig á og sleppa tökum á. Hér, á mótum tveggja heima – á milli þess gamla og hins nýja – kemur fullt Tungl í Sporðdrekanum til með að lýsa upp tilfinningalega dýpt þessara umskipta.

“Because the times they are a-changin” eins og Bob Dylan söng. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Hvort sem við erum tilbúin eða ekki. Þá verður ekki aftur snúið núna.

Þegar nýtt Tungli kviknar í Tvíburunum síðar í þessum mánuði verður Satúrnus þegar kominn inn í Hrútinn, þar sem hann fetar í fótspor Neptúnusar – og með því verður ýtt á ENDURSTILLA hnappinn. Við erum þó ekki komin þangað ennþá. Það er enn “eitthvað” sem þarf að gerast. “Eitthvað” sem þarf að koma í ljós. “Eitthvað” sem þarf að vinna úr.

AFSTÖÐURNAR VIÐ FULLT TUNGL Í SPORÐDREKA

Fullt Tungl í Sporðdreka á 26 gráðum er í 180 gráðu spennuafstöðu við Úranus (á 26 gráðum í Nauti) og í 90 gráðu spennuafstöðu við Satúrnus (á 28 gráðum Fiskum). Fullt Tungl virkjar goðsagnakenndar erkitýpur föður og sonar, Úranusar og Satúrnusar.

Þetta eru tvær mjög áhugaverðar plánetur vegna þess að á yfirborðinu gætu þær ekki verið ólíkari, en ef við skoðum málið nánar, snúast báðar um sama kjarnann: breytingar á uppbyggingu. Eini munurinn er að nálgun þeirra er mismunandi.

Satúrnus vill halda okkur inni í hringnum - bókstaflega og myndrænt - með öllu sem fylgir uppbyggingu, áreiðanlegum mörkum og reglum. Úranus vill frelsa okkur – svo við getum hætt okkur út fyrir hringinn. Þegar þetta tvennt víxlverkast verða beytingar á uppbyggingu hluta. Það er einkum tvær atburðarásir sem leiða til umbreytinga:

  • Harðar afstöður Satúrnusar + stuðningsrík afstaða Úranusar
  • Eða harðar afstöður Úranusar + stuðningsrík afstaða Satúrnusar.

Í fyrri atburðarásinni – þeim sem Satúrnus drífur áfram - lendum við í núningi. Eitthvað virkar ekki lengur, okkur tekst ekki að ná árangri með aga og svo að lokum, eftir ýmsar raunir og þrengingar, finnum við frelsi okkar (Úranus) með því að breyta því hvernig við gerum hlutina.

Í síðari atburðarásinni – þessu fulla Tungl í Sporðdrekanum - fáum við fyrst þrumur og eldingar frá Úranusi, svo allan hristingin, og loks hrynur Turninn (eins og í Tarot). En eftir að Úranus sýnir okkur hinn óhefðbundna veruleika – og áfallið á hugann - lendum við á miklu betri stað en við vorum á áður. Allt fellur á sinn stað. Líf okkar aðlagast strax breytingunum, líkt og við værum einhvers staðar, á dýpri plani, þegar búin að skipuleggja þær.

Hversu oft – hefur Úranus þurft að ýta við okkur – til að við slítum sambandi sem hefur runnið sitt skeið, hættum í ófullnægjandi starfi eða slítum niðurdrepandi vinsambandi – sem við hefðum EKKI þorað bara með styrk Satúrnusar – reynst vera það besta sem fyrir okkur hefur komið?

Gjöf þessa fulla Tungls í Sporðdrekanum er auðmýktin sem fylgir því að viðurkenna að ef til vill hafi skilningur okkar verið takmarkaður, að við höfum ekki haft öll svörin - og að leyfa svo friðinum sem fylgir þeim skilningi að endurskipuleggja innri heim okkar. Þegar við þurfum ekki að sanna fyrir öðrum að við höfum haft rétt fyrir okkur... tekið egóið út úr aðstæðunum... getum við í raun séð hlutina eins og þeir eru.

Hið ótrúlega er að þegar við komumst á þetta stig opnast okkur heill heimur tækifæra. Tækifæra sem voru alltaf til staðar – en við vorum blind á þau, of föst í eigin sögu langt fram yfir gildistíma hennar.

Heimildir: Astro Butterfly
Mynd: Shutterstock.com 

13. apríl 2025

Fullt tungl á pálmasunnudegi

Síðastliðna nótt klukkan 22 mínútur eftir miðnætti varð Tunglið fullt. Tunglið var þá á 24 gráðum í Vog, í 180 gráðu spennuafstöðu við Sólina. Í samstöðu (við hliðina á) Sólinni var dvergplánetan Eris, nefnd eftir einu gyðjunni sem ekki var boðið í brúðkaup á Ólympusfjalli – og á sömu gráðu og Sólin var plánetan Chiron, hinn særði heilari. Núna er því frábær tími til að gera upp gömul sár,… Meira
mynd
28. mars 2025

Nýtt tungl og deildarmyrkvi

Mars hefur verið mjög öflugur mánuður með almyrkva á Tungli þann 14. mars, Jafndægrum á vori þann 20. mars og svo deildarmyrkva á Sólu þann 29. mars. Neptúnus toppar þetta svo allt með því að halda inn í Hrútinn þann 30. Mars, en inn í það stjörnumerki hélt hann  síðast árið 1861. Það tekur Neptúnus um 165 ár að fara einn hring um sporbaug sinn, svo líkur eru á að Neptúnusi fylgi miklar… Meira
mynd
19. mars 2025

Jafndægur á vori 2025

Klukkan 09:01 í fyrramálið, þann 20. mars, verða Jafndægur á vori hér á landi. Dagur og nótt verða jafnlöng, dagurinn táknrænn fyrir ljósið og nóttin fyrir myrkrið. Svo fer daginn að lengja og ljósið kemur til með að lýsa upp myrkrið. MÖRG ORKUHLIÐ Þessi jafndægur lenda nánast mitt á milli almyrkvans á Tungli sem varð 14. mars og Sólmyrkvans (hlutamyrkvi) sem verður 29. mars á níu gráðum í Hrút,… Meira
mynd
14. mars 2025

Venus á ferð afturábak

Þann 2. mars 2025 stöðvaðist Venus á tíu gráðum í Hrút, til að breyta um stefnu og fara afturábak um sporbaug sinn. Plánetan stöðvast svo ekki aftur til að breyta um stefnu fyrr en 13. apríl og þá á tuttugu og fjórum gráðum í Fiskum. Þetta ferli Venusar gefur okkur 40 daga til að kafa djúpt inn í okkur sjálf. Við höfum 40 daga til að ganga vegferð kvenhetjunnar - horfast í augu við langanir okkar,… Meira
mynd
7. mars 2025

Líkamar okkar eru að breytast

Þar sem ég sjálf og ýmsir sem ég þekki eru að ganga í gegnum miklar líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar breytingar í þeirri hækkandi tíðni sem við erum í á Jörðinni, birti ég hér útdrátt úr The Age of Unity Series eftir Terri Morehu, sem skýrir mjög vel það ferli sem við erum í núna. MEIRA LJÓS Líkamar okkar eru að breytast og við erum að ganga í gegnum mikla losun til að meira ljós komist… Meira
mynd
28. febrúar 2025

Kall hafmeyjunnar á nýju Tungli

Í dag, þann 28. febrúar 2025 kveiknar nýtt Tungl á 9 gráðum í Fiskum. Sólin og Tunglið ganga í lið með þeim plánetum sem þegar hafa raðað sér inn í Fiskana, svo þar verða sex mikilvægar plánetur sem er nokkurs konar met. Fyrir utan Sólina og Tunglið sem eru á 9 gráðum í Fiskunum, er Satúrnus á 20 gráðum og Merkúr á 24 gráðum og því er samstaða á milli þeirra. Norðurnóðan (sameiginlega stefna… Meira
mynd
16. febrúar 2025

Fljótandi orka Fiskanna

Í komandi viku, nánar tiltekið þann 18. febrúar sameinist pláneturnar Sól, Merkúr, Venus, Satúrnus og Neptúnus í Fiskunum, merki um töfrafiska sem synda ósýnilega undir yfirborði vatnsins. Fljótandi orka þeirra streymir inn í sálarlíf og heim okkar núna, þar sem að okkur kann að finnast að traust mannvirki (stofnanir, kerfi) séu að leysast upp fyrir augum okkar. FISKARNIR Fyrir margt löngu… Meira
mynd
20. desember 2024

Vetrarsólstöður 2024

Það verður nýr vendipunktur í orkuflæðinu þann 21. desember, því þá verða Vetrarsólstöður klukkan 09:21 hér á landi. Vetrar- og sumarsólstöður, svo og jafndægur á vori og hausti er mikilvægir tímapunktar, því þeir virka eins og bakgrunnur fyrir næstu þrjá mánuði sem á eftir fylgja. Við fögnum endurkomu „ljóssins“ á Vetrarsólstöðum, því nú fer smátt og smátt að birta aftur. Þessi… Meira
mynd
15. nóvember 2022

Stjörnuspekin og framtíðin

Langt er orðið síðan ég skrifaði síðast pistil hér á Smartlandinu, enda hef ég verið frekar upptekin í sumar við önnur verkefni. Ég hellti mér á kaf í stjörnuspekina og hef verið mjög upptekin í að fylgjast með því hversu nákvæmlega hún spáir fyrir um þær umbreytingar sem eru að verða í heiminum. Ég hef ekki bara látið duga að endurvekja gamla þekkingu, en ég fór fyrst á námskeið í stjörnuspeki… Meira