Guðrún Bergmann - haus
11. október 2024

Plútó breytir um stefnu

11.10.24Í stjörnuspekinni telst 11. október vera sögulegur dagur, því í dag stöðvast Plútó til að snúa við á tuttugustu og níundu gráðunni í Steingeit og fara beint áfram. Framundan eru síðustu vikur Plútó í Steingeitinni – og líkur eru á að þær verði bæði kraftmiklar og umbreytingasamar.

Þegar plánetur stöðvast verður orka þeirra hvað öflugust og nú þegar Plútó stöðvast er hann á örlagagráðunni svokölluðu eða þeirri síðustu í merkinu – OG hann er í T-spennuafstöðu við Sólina og Merkúr í Vog, Tunglið í Hrút og Mars í Krabba.

Plútó í Steingeitinni mun eiga síðasta orðið og líklegt er að við eigum eftir að muna lengi eftir því, því þetta verður eftirminnilegur hápunktur hjá plánetunni á ferli sem hófst árið 2008. Þegar hún fer inn í Vatnsberann þann 19. nóvember kemur hún ekki aftur í Steingeitina í 240 ár.

PLÁNETA VALDA OG UMBREYTINGA

Plútó er pláneta valda og umbreytinga. Steingeitin snýst um kerfi og valdaskipan eða valdakerfi. Plútó í Steingeit hefur meðal annars haft áhrif á breytingar á eftirfarandi kerfum í hinu daglega lífi:

  • Völd stórfyrirtækja og ríkisstjórna: Völdin hafa safnast á hendur fárra á toppnum og stórar stofnanir og fyrirtæki hafa aukið áhrif sín.
  • Dulin valdakerfi: Þar sem Steingeitin elskar valdakerfi, hefur Plútó skapað dulin tengslanet þaðan sem áhrifum er beitt af þeim sem á toppnum sitja.
  • Miðstýring að ofan: Hið jákvæða er að miðstýringin hefur sums staðar aukið afköst og úthald hjá stórum kerfum. Hins ber þó að geta að “kerfi sem eru of stór eiga það til að klikka” og gerist það eru efasemdir um hvort einhver taki ábyrgð eða hvort siðferði sé gætt í stjórnun.

PERSÓNULEGU ÁHRIFIN FRÁ PLÚTÓ Í STEINGEIT

Plútó í Steingeit hefur kennt okkur úthald og seiglu. Þegar þú sameinar Plútó (kraftur/vald og umbreyting) við Steingeitina (metnaður, úrhald og agi), verður útkoman ótrúleg seigla. Það má helst líkja því við það ferli sem fylgir mótun demanta – þrýstingur, spenna og tími, sem að lokum móta eitthvað óbrjótanlegt.

Í ákveðnum hluta stjörnukorts þíns (fæðingarkort), þar sem Steingeitin er, hefur Plútó í transit endurmótað þann hluta lífs þíns frá grunni og upp – fyrst með því að magna upp ótta þinn eða stjórnsemi – og síðan með því að þú lærir að sleppa tökum á aðferðum sem virka ekki lengur, uns þú hefur myndað úthald og innri styrk.

Sem dæmi má nefna að ef Plútó í transit fór í gegnum sjötta húsið í kortinu þínu, byrjaði hann á því að magna upp allt ójafnvægi og ótta í kringum heilsuna, reglubundna hluti eða daglega ábyrgð. En líkt og með mótun demantsins sem varð til undir þrýstingi, hefur þú með tímanum öðlast fullan skilning á því hvað þjónar vellíðan þinni best.

Þetta ferli getur hafa verið örgandi, en að lokum leiddi það til þess að styrkja getu þína til að taka á málum undir þrýstingu og öðlast meira jafnvægi milli líkama og huga.

Sértu með plánetur eða tengingar við plánetur í Kardinála merkjunum, sem eru Hrútur, Krabbi, Vog og Steingeit hefurðu fundið á eigin skinni, hvernig umbreytingarferli Plútós virkar – og losað þig við hið gamla og fagnað umbreytingum, líkt og fuglinn Fönix sem rís upp úr öskunni.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú átt ekki stjörnukort með dvergplánetunum geturðu pantað þér kort með því að SMELLA HÉR

mynd
2. október 2024

Sólmyrkvi í dag og áhrif plánetanna í október

Síðdegis í dag eða klukkan 18:49 kveiknar nýtt Tungl í Vog og því fylgir hringlaga Sólmyrkvi á 10 gráðum í Vog. Við þennan öfluga Sólmyrkva erum við að ýta á ENDURRÆSINGAR hnappinn. Eins og alltaf á nýju Tungli eru Sól og Tungl í samstöðu, en ekki bara það, heldur eru báðar pláenturnar í samstöðu annars vegar við Suðurnóðuna sem er á 6 gráðum í Vog (ekki teiknuð inn á kortið) en hún alltaf í 180… Meira
28. september 2024

Verður kannabis verkjastillandi efni framtíðarinnar?

Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kannabis eða afurða úr hamplöntunni í Ísrael. Fari aðrar þjóðir eftir niðurstöðum rannsókna þeirra eru allar líkur á að kannabislyf geti komið í stað sterkra ópíóðalyfja og annarra slævandi verkjalyfja í framtíðinni og gefið eldra fólki betra og verkjaminna líf á þessu æviskeiði. Þar í landi er áætlað að um 100.000 einstaklingar hafi heimild til að… Meira
mynd
26. september 2024

Stór þríhyrningur - hið kosmíska Já!

Stórir þríhyrningar eru hagstæðustu afstöðurnar í stjörnuspekinni, afstöður sem allir elska. Dagana 25. og 26. september mynda þrjár plánetur, allar í jarðarmerkjum, stóran þríhyrning, en þær eru Úranus á 27 gráðum í Nauti, Plútó á 29 gráðum í Steingeit og Merkúr á 28 gráðum í Meyju. Afstaðan er góð en mun verða enn betri þegar Úranus fer inn í Tvíbuarana á næsta ári og Plútó inn í Vatnsberann,… Meira
3. september 2024

Nýtt Tungl í Meyju í dag

Nýja Tunglið í Meyju kveiknaði klukkan 01:55 síðastliðna nótt á 11 gráðum í Meyju. Eins og alltaf á nýju Tungli þá eru Sól og Tungl í samstöðu. Að auki er dvergplánetan Orcus í samstöðu við Sólina og Tunglið, en orkan sem fylgir þeirri plánetu er refsing fyrir þá sem svikið hafa eiða eða loforð við aðra. Nýja Tunglið er mikið umbreytingartungl, því það er í raun undanfari Tunglmyrkva á næsta fulla… Meira
mynd
27. ágúst 2024

Líkaminn geymir allt

Um það leyti sem ég stofnaði verslunina Betra Líf árið 1989 trónaði bókin HJÁLPAÐU SJÁLFUM ÞÉR (á frummálinu You Can Heal Your Life ) eftir Louise L. Hay efst á meðsölulistum um víða veröld. Bókin var aðgengileg og auðlesin og er að mínu mati ein besta sjálfshjálparbók allra tíma. Aftast í bókinni var að finna Listann, en hann hafði Louise gefið út í litlu hefti sem kallaðist Bláa bókin . Það… Meira
mynd
20. september 2023

Hugleiðsluganga fyrir heiminn

Þann 23. september næstkomandi stendur Dr. Joe Dispenza fyrir Hugleiðslugöngu fyrir Heiminn um allan heim. Gangan sem ég hef tekið að mér að skipuleggja verður á Víðistaðatúni og hefst kl. 14:00. Gott er að mæta upp úr  kl. 13:30 ef einhver þarfnast aðstoðar við að hlaða niður hugleiðslunni. Ég er ein af þeim sem ákvað að kynna gönguna hér á landi og sækja um leyfi fyrir henni á Víðistaðatúni… Meira
30. desember 2021

Innsýn í árið 2022

Undanfarið eitt og hálft ár hef ég unnið mikið með stjörnuspekiskýringar breska stjörnuspekingsins Pam Gregory í tengslum við námskeið mitt STJÖRNUSKIN . Pam telst vera ein af betri stjörnuspekingum í heiminum í dag, enda starfað við fagið í meira en 40 ár. Í þessari grein er ég með stutta samantekt á því sem við megum eiga von á að komi til með að gerast á komandi ári, út frá… Meira
27. desember 2021

Endurnýjunarhæfileiki líkamans

Eitt það dásamlegasta við líkama okkar er geta hans til að endurnýja og gera við sjálfan sig. Manstu eftir öllum skurðunum og skrámunum sem þú fékkst sem barn, ryðgaða naglanum sem þú steigst á og fór upp í gegnum sólana á skónum og upp í il. Fótbrotið sem þú fékkst þegar þú hjólaðir á steingirðingu og svo ótal margt annað sem líkaminn endurnýjaði og gerði við. Hjá okkur sem börnum var líkaminn… Meira
mynd
20. desember 2021

Fyrirgefningin veitir frelsi

Fyrir mörgum árum síðan gáfum við, ég og maðurinn minn heitinn, út bókina FYRIRGEFNINGIN er heimsins fremsti heilari eftir Gerald G. Jampolsky. Bókin er löngu uppseld, en fyrirgefningin gengur aldrei úr gildi. Í kringum jól rifjast oft upp hjá fólki gamlar og erfiðar minningar tengdar jólahaldi úr æsku. Margir eru enn að láta þessar minningar skemma fyrir sér ánægjuna í kringum þessa hátíð… Meira