Guðrún Bergmann - haus
11. október 2012

Með verk í maganum?

meltingarfaeri_1175675.jpgMargir þjást af ýmis konar meltingarvandamálum, sem oft er erfitt að finna skýringar á. Þrátt fyrir skort á skýringum hverfa ekki einkenni eins og uppþemba, verkir í kviðarholi, illa lyktandi hægðir eða hægðir sem skila sér annað hvort sem harðlífi eða niðurgangur. Þá þarf að kanna hverju þarf að breyta í mataræði eða lífsvenjum, til að koma meltingarveginum í lag. Hann er afar mikilvægur og ýmsir læknar, meðal annars Hallgrímur Þ. Magnússon, er með þá kenningu að 80-90% af sjúkdómum okkar megi rekja til meltingarvegarins. Um það er meðal annars fjallað í bókinni Candida sveppasýking.

Sé litið á lífsstílinn, er ýmislegt sem hægt er að gera þar til að koma meltingarveginum í lag. Mikil streita hefur slæm áhrif á meltinguna og því er mikilvægt að vinna að streitustjórnun með því að stunda hugleiðslu, öndunaræfingar eða hvíld og slökun í heitu baði. Örvandi efni eins og kaffi, koffíndrykkir, tóbak og önnur efni geta ert meltingarveginn, svo og ýmis lyf. Neysla á sterku áfengi getur líka haft slæm áhrif á meltingarveginn.

Til að finna út hvað það er sem veldur meltingartruflunum, er ágætt að halda matardagbók í nokkrar vikur. Í hana er skráð allt sem borðað er, svo og það hvernig manni líður eftir máltíðir. Vanlíðan eins og uppþemba, brjóstsviði eða innri ónot eru allt merki um að maturinn sé ekki að fara vel í líkamann.

Oft hjálpar það til við meltinguna að drekka meira vatn, svo líkaminn hafi nægan vökva til að auðvelda leið fæðunnar í gegnum meltingarveginn. Margir misskilja merki líkamans um þorsta og fá sér að borða í stað þess að drekka vatn. Smærri máltíðir, sem neytt er oftar yfir daginn leggja minna álag á meltingarveginn og te eins og engiferte geta örvað meltinguna. Eins getur verið gott, sérstaklega fyrir þá sem eldri eru að taka inn eitt hylki af engiferrótarkjarna eftir máltíð, en hún örvar meltingu og niðurbrot fæðunnar.

Í multidophyllus meltingarhvötum eru vinsamlegar bakteríur sem koma jafnvægi á meltinguna og örva niðurbrot fæðunnar. Það gerir líka Floradix Gallerxier-jurtaveigin sem unnir er úr þistilhjörtum, fíflum og öðrum völdum jurtum, en hún hjálpar meðal annars til við að brjóta niður fitu í fæðunni. 

Heimildir: Ýmsir punktar í þessari grein eru úr bókinni UNG Á ÖLLUM ALDRI, sem væntanleg er í verslanir 30. október.