Guđrún Bergmann - haus
19. nóvember 2019

Hreint um jólin

Ég er ekki lengur sú ofurhreingerningarkona sem ég eitt sinn var, ţótt ég hafi veriđ alin upp viđ hefđbundnar jólahreingerningar sem barn og unglingur. Ţá var bókstaflega allt tekiđ í gegn, skipt um pappír í eldhússkápahillunum, ţví ţćr voru hvorki plastlagđar né lakkađar og gólf, veggir og loft ţvegiđ um allt hús. Nú málar fólk frekar en stunda svona hreingerningar.

Hins vegar segi ég oft ađ ég sé ţakklát fyrir jól, páska og gestaheimsóknir, ţví ţá tek ég yfirleitt ađeins betur til en vanalega. Sú tiltekt felst ţó mest í ađ gagna frá ýmis konar dóti sem hefur tilhneigingu til ađ safnast upp í kringum mig, eins og til dćmis bókum sem hafa ekki ratađ aftur í hillurnar sínar.

VAL Á HREINSIVÖRUM

Međ tilkomu trefjaklúta hefur aukist ađ hćgt sé ađ ţrífa nánast hvađ sem er međ vatni einu saman. Ţótt frábćrt sé ađ nota trefjaklúta, nota ég alltaf einhver hreinsiefni og síđustu ţrjátíu ár hef ég lagt áherslu á ađ nota einungis umhverfisvćn og vottuđ hreinsi- og ţvottaefni, bćđi fyrir heimiliđ og ţau fyrirtćki sem ég hef rekiđ á ţessum árum.

Heilsan og umhverfiđ haldast nefnilega hönd í hönd, ţví ţađ sem er skađlegt fyrir Jörđina er líka skađlegt fyrir líkamann. Ţví er mikilvćgt ađ velja hreinsivörur sem innihalda hvorki efni sem skađleg eru líkamanum viđ innöndun, né efni sem sem skađa ferskvatn eđa sjó međ mengandi innihaldsefnum.

Í nýjustu bók minni BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri fjalla ég einmitt um ţau áhrif sem ýmis hreinsiefni geta haft á beinheilsuna.

INNIHALDSEFNIN SEM SKAĐA EKKI HEILSUNA

Undanfarin ár hef ég mest notađ Sonett vörurnar og er sérlega hrifin af ţeim. Viđ framleiđsluna ţeirra eru hvorki notuđ rotvarnarefni, ilmefni né kemísk litarefni. Vörurnar innihalda hvorki ensím né yfirborđsvirk efni og bleikiefnin eru án klórs. Vegna ţessarar samsetningar á innihaldsefnum brotna Sonett vörurnar alveg 100% niđur í náttúrunni.

Fljótandi ţvottaefnin eru frábćr, svo og handsápur, uppţvottalögur, uppţvottavélatöflur, gólfsápur og salernishreinsir, en allt ţetta og meira til er ađ finna í Sonett vörulínunni.

Ef tekiđ er sérlega vel til fyrir jólin er flott ađ úđa sótthreinsiúđanum frá Sonett í allar gluggakistur, ef ske kynni ađ ţar vćri einhver sveppagróđur ađ búa um sig. Úđinn er framleiddur úr alkahóli og ilmkjarnaolíum og eyđir á áhrifaríkan hátt sveppa- og bakteríugróđri, salmonellu o.fl. Honum má úđa á fleiri rök svćđi en gluggakistur, međal annars á svćđi í kringum sturtuklefa í bađherbergjum, yfir rúmdýnur ef um mikinn nćtursvita er ađ rćđa og á ađra stađi ţar sem raki getur leynst.

Neytendaupplýsingar: Sonett hreinisvörurnar fást í Hagkaup, Fjarđarkaup, Melabúđ og Blómaval.