Haraldur Örn - haus
14. október 2010

Ousland: Takmarkinu náð!

Ousland back in NorwaySnemma í morgun náði Børge Ousland ströndum Noregs og því takmarki að sigla í kring um Norðurpólinn á einu sumri. Leiðangurinn var 11 daga að sigla yfir Norður-Atlantshafið en sökum óhagstæðra vinda var ekki komið við á Íslandi eins og upphaflega var áætlað. Leiðangurinn lagði af stað frá Osló 23. júní og hafa þeir því verið tæpa fjóra mánuði á stöðugri siglingu. Þetta er gríðarlegt afrek hjá Børge og félögum og óska ég þeim til hamingu með árangurinn. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www.ousland.no.

mynd
8. september 2010

Gönguskór

Það er fátt mikilvægara í gönguferðum en góðir gönguskór. Mikilvægt er að gönguskór séu af réttri stærð, passi vel á fótinn, séu vatnsheldir og gefi nægjanlegan stuðning. Það er heilmikil ákvörðun að kaupa sér gönguskó í dag enda geta þeir kostað allt að 60.000 krónum. Margir hafa því frestað kaupum á nýjum skóm en ekki er ráðlegt að gera það framúr hófi. Skór hafa þróast töluvert á síðustu… Meira
mynd
6. september 2010

Noregur vs. Rússland

Það eru ekki bara Norðmennirnir Børge Ousland og Thorleif Thorleifsson sem eru fyrstir manna að gera tilraun til að sigla norðaustur- og norðvesturleiðina á einu sumri. Áhöfn rússnesku skútunnar Peter fyrsti er einnig með sama markmið og hefur keppnin verið æsispennandi. Báðar skúturnar eru nýkomnar til Alaska og eru hnífjafnar. Aðferðarfræðin er mjög ólík hjá áhöfnunum. Norðmennirnir nota litla,… Meira
mynd
4. september 2010

Er rigningin góð?

Það hefur sinn sjarma að fara út að ganga í rok og rigningu þó að flestir kjósi fremur sólina. Við búum í landi þar sem lægðagangur leikur megin hlutverk í veðrinu og því er best að sætta sig við rok og rigningu af og til. Síðustu mánuði hefur veðrið leikið við okkur og það er því bara frískandi að fá smá vætu í andlitið. Sumir staðir eru alltaf jafn fallegir, hvernig sem viðrar. Botnsdalur í… Meira
mynd
3. september 2010

Ousland fer hringinn

Nú stendur yfir æsispennandi leiðangur Norðmannanna Børge Ousland og Thorleif Thorleifsson en þeir eru að reyna að sigla á lítilli skútu umhverfis heiminn og ekki auðveldustu leið. Takmarkið sem þeir hafa sett sér er að sigla norðvesturleiðina og norðausturleiðina á einu sumri. Þetta hefur að sjálfsögðu aldrei verið reynt áður og verður að teljast til meiriháttar afreka ef þeim tekst að klára… Meira
mynd
2. september 2010

Svipmyndir frá Afríku

Afríka lætur engan mann ósnortinn. Þegar maður hefur einu sinni heimsótt þessa heimsálfu þá togar hún alltaf í mann aftur. Hér hægra megin eru nokkrar myndir úr ferðum mínum til Kenýa og Tanzaníu sem alltaf er gaman að skoða. Meira
mynd
31. ágúst 2010

Kilimanjaro, hvenær á að fara?

Kilimanjaro (5.895m.) hefur fengið mikla athygli að undanförnu meðal íslensks fjallafólks. Ég hef farið þrisvar á þetta hæsta fjall Afríku og eru það meðal bestu fjallaferða sem ég hef farið.  Þar sem fjallið er nálægt miðbaug er hægt að fara á það á öllum árstímum. Það eru þó tvö tímabil sem eru skilgreind sem þurrkatímabil og kjósa flestir fjallgöngumenn að fara þá. Þessi tímabil eru annars… Meira
mynd
12. júlí 2010

Hítarvatn

Hítarvatn á Mýrum er einstakur staður og ein af perlum Íslands. Þar eru miklir útivistarmöguleikar og náttúrufegurðin einstök. Meðal lengri gönguleiða á svæðinu má nefna Geirhnúk, Smjörhnúk og Tröllakirkju sem eru allir háir tindar (allir um 900 metra háir tindar). Þeir sem vilja byrja smátt geta til dæmis gengið á Hólminn sem er aðeins í 344 metra hæð yfir sjávarmáli og hentar því vel yngri… Meira
mynd
29. júní 2010

Smjörhnúkur

Smjörhnúkur og Tröllakirkja eru fallegir tindar í nágrenni Hítarvatns sem ekki margir þekkja. Óhætt er að mæla með þessum glæsilegu tindum en ekki eru eggjar Smjörhnúks fyrir lofthrædda. Þar er einstigi á köflum og betra að vera fótviss. Tröllakirkjan er hins vegar flöt að ofan og þægileg uppgöngu.  Til að komast að þessum fallegu fjöllum er fyrst ekið að Hítarvatni og síðan að Þórarinsdal.… Meira
mynd
20. júní 2010

Klæðnaður á fjöllum

Það er merkilegt hversu lítill munur er á gönguklæðnaði eftir árstíðum. Við búum við það á Íslandi að þurfa alltaf að vera viðbúin hvaða veðri sem er, jafnt að sumri sem vetri. Þannig myndi ég til dæmis taka mjög svipaðan fatnað með mér í gönguferð að sumri á Hornstrandir og vetrarferð á Heiðarhorn. Í grunninn erum við að tala um þrjú lög af klæðnaði. Innst er nærfatnaður úr ull eða vönduðu… Meira