Haraldur Örn - haus
20. júní 2010

Klæðnaður á fjöllum

Mt Blanc 2006 25

Það er merkilegt hversu lítill munur er á gönguklæðnaði eftir árstíðum. Við búum við það á Íslandi að þurfa alltaf að vera viðbúin hvaða veðri sem er, jafnt að sumri sem vetri. Þannig myndi ég til dæmis taka mjög svipaðan fatnað með mér í gönguferð að sumri á Hornstrandir og vetrarferð á Heiðarhorn.

Í grunninn erum við að tala um þrjú lög af klæðnaði. Innst er nærfatnaður úr ull eða vönduðu gerviefni. Millilagið getur verið flíspeysa og göngubuxur. Ysta lagið er skelin sem er vind- og vatnsheldur fatnaður úr öndunarefni. Í raun er þetta ekki mikill klæðnaður fyrir kalt veður en á göngu verður mér nánast aldrei kalt í þessum fatnað. Í vetrarferðum tekur maður stundum létta dúnúlpu með til að vera í á kvöldin eða ef maður gerir ráð fyrir einhverri kyrrstöðu að ráði. Fyrir sumargönguna er ullarnærfatnaðurinn oft of heitur og bætist því stuttermabolur og stuttbuxur við fyrir góðu dagana.

Það er því merkilega auðvelt að pakka fatnaði fyrir gönguferðir á Íslandi. Þetta er í grunninn alltaf sami fatnaðurinn sem fer í bakpokann.

mynd
10. júní 2010

Hælsæri

Það er mikilvægt að ganga skó til áður en lagt er í lengri göngur. Þetta þekkja flestir. Það er þó engin trygging í að hafa gengið skóna til. Þegar dagsgangan er lengri en átta tímar fer sviti að segja til sín og þá getur fóturinn farið að nuddast. Fyrirbyggjandi aðgerðir er því það eina sem blífur til að komast hjá hælsærum í gönguferðum. Ég hef lengi talað fyrir því að göngufólk noti… Meira
mynd
28. apríl 2010

Drykkir og fjallgöngur

Í fjallgöngum verður líkaminn fyrir miklu vökvatapi. Það fer mikil orka í að ganga upp í móti og við það tapast vökvi með svita. Göngurnar geta oft verið langar. Til dæmis tekur ganga á Hvannadalshnúk um 14 tíma. Á þeim tíma brennir líkaminn mikilli orku og tapar miklum vökva. Vökvaskortur er mjög hættulegur líkamanum og dregur mjög úr orku. Þess vegna er það eitt það mikilvægasta sem fólk verður… Meira
3. apríl 2010

Hvenær er kominn tími til að snúa við?

Það þarf ekki að stunda fjallgöngur eða fjallaklifur lengi til að hafa staðið frammi fyrir spurningunni um hvort rétt sé að snúa við. Þetta er nefnilega spurning sem allir fjallamenn standa reglulega frammi fyrir. Ákvörðunin getur vafist fyrir mönnum og erfitt að gera upp hugann hvort haldið skuli áfram eða horfið frá. Stundum geta slíkar hugleiðingar… Meira
mynd
8. mars 2010

10 góð ráð fyrir erfiðari fjallgöngur

Fyrir erfiðari fjallgöngur er algengt að fólk verði stressað og fái kvíðahnút í magann. Þetta er fullkomlega eðlilegt enda finna flestir fyrir þessum einkennum. Einkum finnur fólk fyrir þessu sem er að takast á við stærri áskorun en það hefur gert áður. Eftir því sem ferðunum fjölgar og reynslan eykst eflist sjálfstraustið og ánægjan af fjallgöngunni. Hér eru nokkur einföld ráð sem ég hef fyrir þá… Meira
mynd
3. mars 2010

Listin að raða í bakpoka

Hvernig á að raða í bakpoka? Þessa spurningu hef ég oft fengið en oftast orðið fátt um svör. Ég nefnilega aldrei velt þessu mikið fyrir mér. Oft hef ég troðið farangri mínum tilviljanakennt í bakpokann án þess að skeyta um í hvaða röð hlutirnir koma. Með tímanum hef ég þó komið mér upp einhvers konar aðferð sem er að mestu ómeðvituð. Auðvitað skiptir það máli hvernig raðað er í bakpoka.… Meira
25. febrúar 2010

Hvernig er best að æfa sig?

Hvernig er best að æfa sig fyrir lengri fjallgöngur eins og Hvannadalshnúk? Margir hafa velt þessu fyrir sér. Svarið er þó einfaldara en margur heldur. Í stuttu máli eru fjallgöngur besta æfingin fyrir fjallgöngur. Æskilegt er að ganga reglulega á fjöll til að koma sér í form. Því lengra sem æfingatímabilið er því betra. Þriggja mánaða æfingatímabil dugar flestum með góðan alhliða grunn. Þeir sem… Meira