Haraldur Örn - haus
14. júní 2010

Niðurgangur

Thverartindsegg_2010042Mörgum finnst niðurgangurinn vera hvimleiður fylgifiskur fjallaferða. Eitt er þó víst að hann er óumflýjanlegur, samanber enska máltækið "What goes up, must come down". Hér er ekki verið að tala um magakveisur og það sem þeim fylgir, heldur gönguna niður. Magakveisur eru hins vegar mjög svo áhugavert umræðuefni sem verður e.t.v. tekið fyrir síðar í þessum pistlum.

Það er auðvelt að álykta að gangan niður fjallið sé létt og mun auðveldari en gangan upp. Oft virðist andstaðan hins vegar vera raunveruleikinn. Margir sem ganga á Hvannadalshnúk halda því fram að gangan niður síðustu 700 metrana sé erfiðasti hluti göngunnar. Þá eru þreytan mest og hné orðin aum. Mörgum finnst einnig brekkurnar vera mun lengri á niðurleiðinni en á uppleiðinni. Þetta er vegna þess að á uppleiðinni er fólk með hugann upptekinn við tilhlökkun að ná settu marki, þ.e. tindinum. Á niðurleiðinni er slíku ekki til að dreifa.

Það er óhætt að segja að þolinmæði er dyggð fjallamannsins. Aldrei reynir meira á andlegu hliðin en þegar verið er að ganga til baka til byggða eftir langan dag á fjöllum. Þá er þreytan í hámarki og einbeitingin oft minni. Þetta eykur hættu á mistökum og röngum ákvörðunum. Þetta skýrir meðal annars hvers vegna flest slys verða á niðurleiðinni.

Gangan niður reynir mikið á hnén og getur slitið þeim til lengdar. Það er því mikilvægt að fjallgöngumenn hlífi hnjánum og verndi þau á göngunni niður. Ég hef til dæmis reynt að halda aftur af mér með að hlaupa niður brekkur því það er líklega það allra versta sem hægt er að leggja á þau. Margir fá verki í hné við göngu niður í móti. Þetta er oftast verkur inní miðju hnénu og ágerist eftir því sem lengur er gengið niður. Eftir því sem lengra líður getur verkurinn orðið verri og á endanum orðið óbærilegur. Oft er svona hnjáverkur afleiðing af því að fólk hefur ekki þjálfað sig nægjanlega vel fyrir langar fjallgöngur. Einnig getur hann verið afleiðing af sliti og meiðslum í hnjám.
Göngustafir geta hjálpað mikið við að hlífa hnjám. Þeir henta best í meðal bröttum brekkum þar sem göngulandið er ekki mjög stórgrýtt. Þá ná þeir oft að taka töluvert álag af hnjánum. Það verður þó að nota stafina rétt og ofnota þá ekki sem stuðning til hliðanna. Þeir eiga fyrst og fremst að notast til að taka högg og álag sem fylgir niðurhreyfingunni.

mynd
10. júní 2010

Hælsæri

Það er mikilvægt að ganga skó til áður en lagt er í lengri göngur. Þetta þekkja flestir. Það er þó engin trygging í að hafa gengið skóna til. Þegar dagsgangan er lengri en átta tímar fer sviti að segja til sín og þá getur fóturinn farið að nuddast. Fyrirbyggjandi aðgerðir er því það eina sem blífur til að komast hjá hælsærum í gönguferðum. Ég hef lengi talað fyrir því að göngufólk noti… Meira
mynd
8. júní 2010

Hrútsfjallstindar

Fór á Hrútsfjallstinda um síðustu helgi. Þessir tindar hafa náð vaxandi vinsældum meðal fjalla- og göngufólks seinustu árin og er það ekki að ástæðulausu. Það er óhætt að segja að gönguleiðin á tindana sé með þeim glæsilegustu á landinu. Útsýni til beggja handa er óviðjafnanlegt, annars vegar yfir Skaftafellsjökul og hins vegar yfir Svínafellsjökul. Við lögðum af stað laust eftir miðnætti… Meira
mynd
1. júní 2010

Alsæla á toppnum

Það var gríðarlega stemmning á tindi Hvannadalshnúks um helgina eins og myndirnar hægra megin sanna. Það var líka full ástæða til að fagna þessum frábæra degi. Á tindinum var logn og sól. Hópurinn var mjög jafn og náði tindinum á góðum tíma. Hægt er að sjá myndirnar í stærri upplausn á heimasíðu Fjallafélagsins . Meira
mynd
31. maí 2010

Góður maí á Hnúknum

Maí mánuður hefur verið fjallgöngumönnum einstaklega hagstæður. Fjallafélagið fór með hóp á Hvannadalshnúk um helgina og fékk enn einu sinni frábært veður. Lagt var af stað klukkan hálf fjögur og var þá þoka. Þegar ofar dró varð veðrið bjartara og í um 1.300 metra hæð var komið í glaðasólskin. Allar aðstæður voru sérstaklega góðar og tók ekki nema sjö og hálfan tíma að komast á toppinn. Þar… Meira
mynd
27. maí 2010

Vel heppnuð útsending af Hnúknum

Síðustu helgi stóð Síminn og Fjallafélagið að útsendingu af tindi Hvannadalshnúks. Hægt var að fylgjast með streyminu á netinu á laugardagsmorgninum. Þetta var skemmtileg tilraun sem heppnaðist vel. Eftir að hafa unnið það afrek að ganga á hæsta tind landsins gátu göngugarparnir gefið ættingjum, vinum og öðrum áhugasömum innsýn í ferðina. Meira
mynd
26. maí 2010

Toppadagar byrja snemma

Á háum fjöllum út um allan heim er venja að leggja snemma til atlögu við tindinn. Algengt er að lagt sé af stað skömmu eftir miðnætti. Fyrsti hluti toppadagsins er því oft í myrkri og er þá gengið með höfuðljós. Ástæður fyrir þessu eru margar. Meðal annars má nefna að fjallgöngumenn vilja forðast sólbráð sem myndast eftir hádegi en þá eykst hætta á snjóflóðum og ís- og grjóthruni. Það er þó… Meira
mynd
25. maí 2010

Trompetleikur í hæstu hæðum

Laugardagurinn 22. maí var merkilegur dagur fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir að þá í fyrsta sinn í sögunni gekk maður á Hvannadalshnúk, klæddur í kjólföt og leikandi Öxar við ána á trompet. Þetta var óvænt uppákoma sem hleypti kátínu í fjallgöngufólkið og skapaði skemmtilega stemmningu. Þarna var á ferðinni enginn annar en Darri sem er einn af leiðsögumönnum Fjallafélagsins.… Meira
mynd
24. maí 2010

Einstakur dagur á Hnúknum

Veður til útivistar hefur verið með eindæmum gott þessa helgi. Margir hafa nýtt sér tækifærið og haldið til fjalla. Eins og undanfarin ár naut Hvannadalshnúkur mikilla vinsælda um Hvítasunnuhelgina. Margir hópar héldu fjallið frá miðnætti og fram eftir morgni. Fjallafélagið ákvað að fara snemma um nóttina og var lagt af stað rúmlega eitt. Í fyrstu var nokkur þoka en þegar ofar kom á jökulinn var… Meira
mynd
21. maí 2010

Bein útsending af Hnúknum

Fjallafélagið ætlar í samstarfi við Símann að standa fyrir útsendingu af toppnum á Hvannadalshnúk. Ef allt gengur að óskum hefst útsendingin milli 9 og 10 í fyrramálið. Hægt verður að nálgast útsendinguna á þessum slóðum: mms://wms3.straumar.is/endless og http://wms3.straumar.is/endless . Einnig verður útsendingin aðgengileg á facebook síðu Símans www.facebook.com/siminn.is . Gangan er… Meira