Haraldur Örn - haus
12. apríl 2010

Göngustafir

Aconcagua-5Göngustafir þykja nú sjálfsagður búnaður til fjalla. Það eru þó ekki langt síðan þeir fóru að njóta mikilla vinsælda. Þegar ég byrjaði að stunda fjallgöngur voru stafir aðeins notaðir ef skíði voru undir fótum. Ég var nokkuð lengi að taka þá í sátt en nú skil ég þá ekki við mig í ákveðnum fjallgöngum. Ég nota göngustafi helst þar sem er nokkur bratti. Sérstaklega kann ég vel við þá í snjóbrekkum. Þannig nota ég þá alltaf á Hvannadalshnúk svo dæmi sé tekið. Mér finnst þeir nýtast vel í slíkum göngum til að dreifa álaginu og hlífa baki og hnjám. Hins vegar nota ég ekki göngustafi ef undirlagið er ekki bratt og nokkuð grýtt. Þá vilja stafirnir frekar flækjast fyrir og festast milli steina.

Það er úr ýmsu að velja þegar göngustafir eru keyptir og verðmunurinn töluverður. Dýrari stafirnir eru léttari og oft með dempara. Ódýrari stafir gera sama gagn en endast oft ekki eins vel. Mér finnst skipta máli að stafirnir séu nokkuð léttir en um leið sterkir. Ég nota ekki dempara mikið og finnst þeir því ekki skipta miklu máli. Mikilvægt er að kringlurnar við broddinn séu með góðum frágangi því ekkert er leiðinlegra en þegar þær detta af í snjóbrekku. Þá stingast stafirnir djúpt í snjóinn og þeir verða algerlega gagnslausir.

mynd
9. apríl 2010

Garmin Oregon 550

Að undanförnu hef ég verið að prófa nýtt GPS, Garmin Oregon 550. Tækið tilheyrir nýrri kynslóð tækja með snertiskjá og fullt af möguleikum svo sem vegleiðsögn og möguleika að sjá kort í þrívídd. Í tækinu er myndavél og hægt er að tengja púlsmæli við það svo eitthvað sé nefnt. Það fyrsta sem vekur athygli er hversu bjartur skjárinn er og auðvelt að skoða landakortið í tækinu. Nýjar skyggingar… Meira
mynd
9. apríl 2010

Lítil saga af pissbrúsa

Í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá Norðurpólsgöngunni var ég að glugga í dagbókina mína frá ferðinni. Ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég rakst á færslu sem ég var búinn að steingleyma . Það er vel varðveitt leyndarmál að í heimskautaferðum eru pissbrúsar hið mesta þarfaþing. Það er ekkert andstyggilegra en að þurfa að fara upp úr heitum svefnpokanum um miðja nótt og brjótast út… Meira
mynd
6. apríl 2010

Svefnpokar

Eitt af því sem ég kann best að meta af búnaðinum mínum er svefnpokinn. Það er virkilega góð tilfinning að skríða í hlýjan svefnpoka eftir góðan dag á fjöllum. Að vera kalt á nóttunni er hins vegar uppskrift að vanlíðan og tekur fljótt ánægjuna úr ferðinni. Alltof algengt er að fólk tali um kulda í útilegum og forðist þær jafnvel af þeim sökum. Það er alger óþarfi að láta sér verða… Meira
3. apríl 2010

Hvenær er kominn tími til að snúa við?

Það þarf ekki að stunda fjallgöngur eða fjallaklifur lengi til að hafa staðið frammi fyrir spurningunni um hvort rétt sé að snúa við. Þetta er nefnilega spurning sem allir fjallamenn standa reglulega frammi fyrir. Ákvörðunin getur vafist fyrir mönnum og erfitt að gera upp hugann hvort haldið skuli áfram eða horfið frá. Stundum geta slíkar hugleiðingar… Meira
mynd
31. mars 2010

Þórsmörk lokað

Búið er að loka Þórsmörk vegna breytinga í gosinu. Ný sprunga hefur opnast vestan við þá sem fyrir var. Fyrirhuguð gönguferð Fjallafélagsins og fleiri aðila frá Þórsmörk að gosinu mun því væntanlega frestast eitthvað en það mun skýrast betur í fyrramálið. Meira
mynd
29. mars 2010

Gönguferð að gosinu á Skírdag

Fjallafélagið verður með gönguferð að gosinu á Fimmvörðuhálsi á Skírdag. Ég fór ógleymanlega ferð að gosinu síðasta föstudag. Þetta var óraunveruleg upplifun sem maður er enn að melta. Ég fór frá Þórsmörk og er stefnan að endurtaka þá göngu. Það er þó háð því að leyfi fáist til að fara inn í Mörk og að vegurinn verði orðinn rútufær. Kostirnir við að fara úr Mörkinni eru að þá fæst mjög gott útsýni… Meira
mynd
28. mars 2010

Vatnajökulsganga - ferðasaga

Síðasta haust fékk ég óvænt símatal frá gömlum vini mínum, Børge Ousland. Ég kynntist honum þegar ég var að undirbúa Norðurpólsleiðangurinn minn á sínum tíma og höfum við ávallt haldið sambandi síðan. Þetta er mikil kempa enda hefur hann afrekað meira en nokkur annar þegar kemur að pólferðum. Meðal fjölmargra afreka hans er að ganga einn síns liðs yfir Suðurheimskautið (1996-1997) og… Meira
mynd
28. mars 2010

Belgingur á Skarðsheiði

Fjallafélagar gengu á Skarðsheiði í gær. Þegar komið var í efri hlíðar fjallsins mætti okkur hvöss norðaustanátt auk þess sem snjór var glerharður og flugháll. Tindur Heiðarhornsins varð því að bíða og við urðum því að láta tæpa 700 metra hæð duga að þessu sinni. Myndir úr ferðinni eru hér til hægri og á heimasíðu Fjallafélagsins . Meira
mynd
26. mars 2010

Ferð á gosstöðvarnar í dag

Fór að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í dag. Það var ótrúleg upplifun að standa í 400 metra fjarlægð frá eldgosi og upplifa þá miklu krafta sem þarna voru að verki. Ég var í hópi frá Ferðafélagi Íslands sem fékk að fara inn í Þórsmörk til að kanna áhrif umbortanna á svæðið. Við gengum fyrst upp á Morinsheiði. Greinilegt var að hægt hafði á rennslinu í Hrunagil en meiri kraftar voru að verki í… Meira