Haraldur Örn - haus
14. apríl 2010

Hrútsfjallstindar

Hrutsfjallstindar_2009-5Hrútsfjallstindar (1.875m) í Öræfum eru meðal glæsilegustu fjalla landsins. Þeir eru milli Skaftafellsjökuls og Svínafellsjökuls og er næsti nágranni þeirra sjálfur Hvannadalshnúkur. Ganga á Hrútsfjallstinda er í algerum sérflokki með óviðjafnanlegu útsýni. Þetta er krefjandi ganga og hentar til dæmis þeim sem hafa þegar gengið á Hvannadalshnúk og vilja takast á við fleiri álíka áskoranir. Ferðin hefst við Hafrafell. Fyrst er gengið er inn með Skaftafellsjökli en fljótlega er haldið upp í hlíðar Hafrafells. Gegnið er eftir hrygg þangað til komið er í Sveltisskarð. Þar þurfa göngumenn að lækka sig töluvert og missa þannig hæð sem þarf síðan að vinna upp þegar yfir skarðið er komið. Síðan er haldið að Vesturtindi sem er einn af fjórum tindum og loks er gengið á Hátind sem er hæstur tindanna.

Hrútsfjallstindar hafa lengst af verið mjög fáfarnir en síðustu ár hafa æ fleiri uppgötvað þetta ögrandi fjall. Í samanburði við Hvannadalshnúk eru tindarnir í svipuðum erfiðleikaflokki er verða þó að teljast meira krefjandi. Ganga á þá tekur einum til tveimur tímum lengri tíma en hæðarhækkunin er svipuð.