Haraldur Örn - haus
23. apríl 2010

Banff fjallamyndahátíðin

Banff_01 Á mánudag og þriðjudag er komið að hinni árlegu kvikmyndahátíð sem kennd er bið Banff í Kanada. Það er Íslenski alpaklúbburinn sem stendur fyrir því að bjóða íslensku fjallafólki upp á þessa myndaveislu. Um er að ræða samantekt af bestu myndum Banff kvikmyndahátíðarinnar sem fjalla um klifur, skíðamennsku, kajak-leiðangra og fallhlífastök svo eitthvað sé nefnt. Sýningarnar verða 26. og 27. apríl í sal Ferðafélags Íslands og hefjast klukkan 20:00. Það er óhætt að hvetja útivistarfólk til að mæta á sýningarnar og njóta þessarar glæsilegu sýningar.