Haraldur Örn - haus
25. maí 2010

Trompetleikur í hæstu hæðum

Hvannadalshnukur_22_mai_2010015Laugardagurinn 22. maí var merkilegur dagur fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir að þá í fyrsta sinn í sögunni gekk maður á Hvannadalshnúk, klæddur í kjólföt og leikandi Öxar við ána á trompet. Þetta var óvænt uppákoma sem hleypti kátínu í fjallgöngufólkið og skapaði skemmtilega stemmningu. Þarna var á ferðinni enginn annar en Darri sem er einn af leiðsögumönnum Fjallafélagsins. Nú má velta fyrir sér hverju hann tekur upp á í næstu göngu.