Haraldur Örn - haus
31. ágúst 2010

Kilimanjaro, hvenær á að fara?

KilimanjaroKilimanjaro (5.895m.) hefur fengið mikla athygli að undanförnu meðal íslensks fjallafólks. Ég hef farið þrisvar á þetta hæsta fjall Afríku og eru það meðal bestu fjallaferða sem ég hef farið.  Þar sem fjallið er nálægt miðbaug er hægt að fara á það á öllum árstímum. Það eru þó tvö tímabil sem eru skilgreind sem þurrkatímabil og kjósa flestir fjallgöngumenn að fara þá. Þessi tímabil eru annars vegar júlí til október og hins vegar janúar til mars. Á milli þessara tímasetninga eru regntímabil. Ókosturinn við þau er að þá getur verið drulla á stígum og minni líkur eru á björtu veðri á toppnum. Kosturinn við regntímabilin er þó að þá eru mun færri á ferðinni. Ég hef farið á fjallið í september í öll skiptin og alltaf fengið gott veður á toppnum.