Karen Axelsdóttir - haus
5. nóvember 2010

Hugleiðingar um ,,heilsuátak"

Fólk segir mér gjarnan frá því að núna sé  það komið í  átak hvort sem það er matarátak, heilsuátak, hreyfingarátak eða  annað átak. Hafið þið einhvern tímann hugleitt hvað orðið átak felur í sér? Ég  tengi orðið átak við eitthvað sem er erfitt eða hálfgöra  baráttu. Við tölum t.d um  stríðsátök. Bara það að heyra svona neikvætt orð fær mig til að fara í  varnarstellingar  og virkar amk engan veginn sem hvetjandi á mig eða eitthvað sem vekur hjá mér  tilhlökkun. Ég tengi orðið átak líka við eitthvað sem er bara tímabundið, gengur  yfir en kemur svo jafnvel aftur þ.e meiri barátta seinna!! Er það það sem þú  vilt þegar kemur að þvi að hugsa um líkamann þinn. Líkamann sem vinnur fyrir  þig dag og nótt og hýsir huga þinn og sál.

Við þurfum öll að borða, sofa og fara á  klósettið og af því að líkaminn þvingar okkur til þess að þá gerum við það  ósjálfrátt. Líkaminn er ekki síður gerður til þess að við hreyfum hann og ekki  fyrir svo löngu þurftu bæði menn og konur að vera á fullri hreyfingu allan  daginn bara til þess af hafa ofan í sig og á. Forfeður okkar þurftu að róa  á miðin eða vinna erfið sveitastörf. Mæður voru heima og þurftu hugsa um  stór heimili, fáir áttu bíla og fólk gekk nánast allra sinna ferða. Möo daglegar athafnir fólu í sér  svo mikla hreyfingu að fólk þurfti ekki að hugsa um að fara í líkamsækt eða  hreyfa líkamann.

Ég myndi svo sannarlega ekki vilja skipta og  búa við þau lífskjör sem voru hér fyrir nokkrum áratugum en það sem fólk þá  hafði umfram okkur 2010 er að hreyfing var ósjálfráður hluti af lífinu og  mataræðið var miklu hreinna þó að það hafi ekki verið eins fjölbreytt. Í dag  keyrir flest fólk sinna leiða og mjög margir vinna kyrrsetuvinnu allan daginn.Við borðum líka endalaust rusl, unnin kolvetni, sykurdrykki og djúpsteiktan  mat.  Horfðu bara á fólk í kringum  þig og sjáðu hvernig er komið fyrir okkur en t.d  í UK eru 17% af 15 ára unglingum og 76% af 55 ára og eldri  skilgreindir sem of feitir (svo ég minnist ekki á alla sem eru of þungir) . Ég  efast um að ástandið á Íslandi sé betra og mér hreinlega bregður í hvert  skipti sem ég kem heim. Er það eitthvað skrítið að vandmál tengd ofþyngd  eins  léleg sjálfsmynd,orkuleysi,áunnin sykur sýki, vefjagigt, ofl eru orðin hluti af lífi mjög margs fólks í  stað þess að borða hreinni mat og stunda eðlilega hreyfingu  eins og við erum sköpuð fyrir.

Óháð þyngd þá þurfum við öll einhvern  veginn að fara að hætta að fara í átak hvort sem það er að hreyfa okkur meira eða borða á vandaðari hátt. Segja frekar ,,nú ætla ég að fara að hugsa  um mig" og tengja það við tilhlökkun og eitthvað jákvætt.  Gleymdu þessum öfgakenndu skorpum sem þú tekur þegar þú færð ógeð tvisvar á ári og reyndu frekar að hugsa meira um heildarmyndima og sjá það sem spennandi  viðfangsefni að geta liðið  vel dags daglega. Byrjaðu smátt, taktu örlítil skref í einu, fáðu stuðning, lestu  þig eins mikið til og þú getur og forðastu fólk sem letur þig. Ef ein leið  virkar ekki þá finnurðu bara aðra. Prófaðu margar leiðir og veldu það besta úr  hverri leið til að skapa þér þinn eigin farveg. Bara aldrei gefast upp og aldrei  tengja það að  hugsa um líkamann sem átak eða átök. Góða helgi og stórt knús til ykkar allra.

mynd
5. október 2010

Skipta tækni og viðhorf máli?

Margir áhugamenn í minni íþrótt fókusa nánast eingöngu á styrk og þol og maður sér fólk svoleiðis pína sig allt árið um kring og stæra sig af löngum erfiðum sundsettum og erfiðum brautaræfingum. Það er í lagi ef tæknin er góð, ef þú hefur endalausan tíma eða  ef þú ert genetískt viðundur og jafnar þig alltaf fljótt á milli æfinga. Oftast er það samt ekki raunin og þetta sama fólk brennur út… Meira
29. júlí 2010

Hvetjum fólkið okkar

    Eins og það er frábært að vera í  keppnisformi þá er einn galli við það. Fólk í kringum þig (fyrir utan  æfingafélagana) er nánast ófáanleg með þér í hvers kyns hreyfingu. Það er eins  og það verði hálf hrætt við þig  og haldi að þú sért annað hvort að bjóða þeim í  keppni eða reyna að gera lítið úr þeim. Þeir fáu sem eru nú þegar í góðu formi… Meira
22. júní 2010

Stuðningur frá maka

Ofurkonan mætti því miður ekki samkvæmt pöntun á laugardaginn og ég þurfti að bíta í það súra epli að sleppa úrtökumótinu þar sem ég var ennþá hálf slöpp á keppnisdag.   Ágætt að maður sé aðeins farinn að læra af reynslunni en það að keppa í rúmar 2 klst á nánast 100% álagi allan tímann kostar eins og segir marga daga í rúminu ef heilsan er ekki í lagi.          … Meira
mynd
30. maí 2010

Missa dampinn

Í gær var æfing með ensku "youth" akademíunni eru það eru unglingar 15-21 árs í afreksprógrammi Englands sem koma saman eina helgi í mánuði og æfa með okkur. Þetta eru allt afburða íþróttamenn ýmist í eða á leiðinni í atvinnumensku. Ég er venjulega á hliðarlínunni í sundinu og þjálfa með James en í þetta skiptið vildi hann láta mig æfa með þeim. Við vorum komin ofan í stöðuvatnið kl… Meira
17. maí 2010

Meirapróf í skipulagningu

Ég hef núna verið grasekkja síðustu 10 daga og þá fyrst reynir á skipulagningu og sveigjanleika við æfingarnar en þar sem ég bý erlendis þá er því miður engin mamma   eða tengdó sem getur hjálpað mér með börnin. Það er nokkuð ljóst að ég vinn ekki mót með því að sitja úti á róló eða spila ólsen ólsen allan daginn þannig ég þarf oft að virkja börnin mín   sem eru 7 og 8 ára í alls… Meira
mynd
26. apríl 2010

Góður félagsskapur

Það sem mér finnst mest hvetjandi er að æfa í góðum félagsskap. Það er gott að eiga góða vini sem maður æfir með en ef þetta er skipulögð starfssemi eða hópur þá ertu ekki háðu því ef æfingafélaginn mætir ekki, er of seinn osfrv. Einnig er þá sennilega einhver þjálfari til staðar sem getur leiðbeint þér eða verið eins konar "mentor". Spinning tímar og tímar í líkamsræktarstöðum eru… Meira
mynd
15. mars 2010

Andleg vanlíðan og æfingar

Lífið er fullt af uppákomum sem setja strik í æfingar og plön. Ef þér líður illa eða ef eitthvað bjátar þá er mikilvægt að taka það inní reikninginn og hlusta meira en venjulega á líkamann. Það þarf ekki að leggjast í kör heldur bara vera meðvitaður um líðanina og ekki vera rúðustrikaður þegar kemur að því að fylgja æfingaáætlun. Æskuvinkona mín Elísabet hefur verið mikið veik með krabbamein… Meira
mynd
12. mars 2010

Jákvætt viðhorf

Ég var á sundæfingu á mánudag og miðvikudag. Ekkert óvanaleg við það nema hvað stakk mig voru samtöl hjá nokkrum félögum mínum. Þegar 20 mín voru eftir af æfingunni og við vorum í strembnu aðalsetti segir einn ,,geðveikt það eru bara 20 mín eftir þannig við náum  bara að gera 2/3 af þessu setti" og hinar samræðurnar voru svipaðar eða ,,yes við höfum ekki tíma til að gera erfiðu… Meira