Karen Axelsdóttir - haus
10. nóvember 2010

Hugleiðingar um blessuðu aukakílóin

Ég er að vinna með nokkra einstaklinga sem hafa átt í mikilli baráttu við aukakílóin. Í rauninni er þetta ekki mín sérgrein og flestir sem ég vinn með eru íþróttamenn,  en þetta hefur fengið mig  til að sjá hvað vandamálið er stórt og til  að gera meira í að leggja mitt af mörkum. Flestir sem eru of þungir hafa milljón sinnum farið í átak og  endalausa kúra. Margir vita allt um það að maður þarf að hreyfa sig, borða oft og borða hollt til að dæmið gangi upp og sumir eru jafnvel í talsvert miklum æfingum  Alltaf sitja samt kílóin þó þau séu mismörg í hvert skipti og niðurstaðan er gjarnan uppgjöf,vonleysi og sjálfsgagnrýni. Almenningur er líka hryllilega dómharður, við erum með útlitsdýrkun á háu stigi og feitlagnir einstaklingar upplifa sig oft eins og annars flokks fólk.

Einföld skýring á ofþyngd í heilbrigðum einstaklingi er að við innbyrðum of mikinn mat (bæði hollan og óhollan) og líkaminn er einfaldega að fá meira en hann þarf á að halda og safnar þar af leiðandi á sig fitulagi. En af hverju gerum við það og af hverju virkar ekkert? Svarið er auðvitað jafn fjölbreytilegt og við erum mörg og ef ég væri með töfralausn þá sæti ég ekki hér við skriftir heldur byggi á Bahamas og væri með þjónalið í kringum mig. Í dag ætla ég að minnast á tvennt í þessu samhengi ..en þetta er í raun efni í margar bækur!

Fyrir þá sem hafa átt við þetta vandamál lengi að stríða þá spila tilfinningar og hvernig við glímum við vandamál stórthlutverk þ.e það er algengt að fólk leyti sér huggunar í mat við ákveðnar aðstæður og ákveðnar tilfinningar ogþað verður í raun ósjálfráður ávani að gera það. Það að rjúka í ræktina hjálpar lítið ef þú skoðar ekki undirliggjandi ástæður og það sem ég hef frekar reynt að byrja á er að hjálpa fólki að átta sig á þessum tilfinningum og við hvernig aðstæður þær blossa upp áður en ég tækla hreyfingu eða mataræðið. 

Fyrir langflesta t.d þá sem eru 5-15 kg of þungir þá er vandamálið finnst mér meira tengt slæmum venjum og of stórum skömmtum fremur en tilfinningum. Ég fæ oft tölvupóst frá fólki sem segist borða vandað fæði og hreyfir sig mikið en er samt að glíma við  aukakíló. Ég trúin þeim 100% EN vandamálið í flestum tilvikum er að daglegir skammar eru einfaldlega of stórir miðað við hvað líkaminn þarf og aukakílóinn sitja þar af leiðandi föst. Hollt mataræði spilar lykilhlutverk varðandi heilbrigði en þó þú  byggir á Grænum Kosti ogmyndir borða allar þínar máltíðir þar þá myndirðu samt fitna ef þú borðaðirmeira en þú þarft.   Númer 1,2og 3 hvað snertir þyngd eru skammtar..skammtar...skammtar. Hollt mataræði  og hreyfing hjálpar þér lítið ef þú heldur áfram að borða meira en líkaminn nær að vinna úr. Þú átt  aldrei að svelta þig en prófaðu að minnka alla skammta aðeins (sérstaklega kvöldmatinn) og mundu það er bara fínt að sofna pínu svöng/svangur því það þýðir að þú hefur ekki borðað yfir þig þann daginn.  

5. nóvember 2010

Hugleiðingar um ,,heilsuátak"

Fólk segir mér gjarnan frá því að núna sé  það komið í  átak hvort sem það er matarátak, heilsuátak, hreyfingarátak eða  annað átak. Hafið þið einhvern tímann hugleitt hvað orðið átak felur í sér? Ég  tengi orðið átak við eitthvað sem er erfitt eða hálfgöra  baráttu. Við tölum t.d um  stríðsátök. Bara það að heyra svona neikvætt orð fær mig til að fara í… Meira
2. nóvember 2010

Æfingaplanið fram í Janúar

Mánudagur Ég syndi með liðinu  milli kl 6:00-7:00 með fókus á styrk notum t.d spaða. Fer með krakkana í skólann og fer svo að þjálfa. Sæki krakkana kl  15:30 og er með þeim að læra og göslast til kl 17:00, elda þá mat og gef þeimað borða áður en ég fer á hlaupaæfingu með liðinu kl 18:00. Við hlaupum í 45-60 mín og lyftum í 30 mín á eftir. Hlaupaæfingin er rólegt skokk (HR undir 146 hjá… Meira
mynd
30. október 2010

Hljóðbókarálag til jóla

Ég er ekki búin að gleyma ykkur elsku lesendur. Ég þurfti bara mitt space og í stað æfinga og skrifta hef ég notað frítímann í ferðalög, bókmenntir og skemmtilegar pælingar. Nú er komin tími til þess að fara í gírinn og ég er komin með skolthellt plan fyrir bæði keppnisfólk og byrjendur.   Planið er ekki flókið. Ég ætla að hjóla og hlaupa á rólegu og jöfnu álagi fram í janúar. Þetta er í… Meira
mynd
14. október 2010

Hjólakostir

Áður en ég bomba yfir ykkur um hjólatækni þá ætla ég að fara yfir nokkra mismunandi kosti til að koma inn hjólaæfingum. Ef það er sturta á vinnustaðnum þá er frábært að hjóla í vinnuna. Ef það er of langt þá geturðu hjólað aðra leið og reddað þér fari eða tekið strætó heim. Svo geturðu hjólað heim úr vinnunni einhvern annan dag. Bingó. Þú verður að hafa góð ljós bæði að framan og að aftan og helst… Meira
11. október 2010

Á hvaða hraða á ég að hlaupa?

Hérna er svolítið sniðug vefsíða, http://www.runningforfitness.org/calc/paces.php Síðan hjálpar þér að vita á hvaða hraða er best að hlaupa á til að ná ákveðnu  hlaupamarkmiði, hvort sem það er 10 km hlaup á 60 mínútum eða maraþon á undir  3  klst.   Nánast öll hlaupa prógröm miða við það að  þú hlaupir amk þrjú hlaup vikulega t.d 1 x   Langt hlaup 1 x   Tempó… Meira
9. október 2010

Aloha frá Hawaii

Í dag kl 15 :30 byrjar Heimsmeistaramótið í Ironman á eyjunni Kona sem tilheyrir Hawaii. Um 1800 keppendur eru mættir til leiks. Það eitt að að komast á startlínuna þykir gríðarlegur heiður og er draumur flests þríþrautarfólks. Þetta er biluð vinna að komast á þetta level   og margir reyna ár eftir ár en ná aldrei top 2-7 á úrtökumótum sem er það sem þarf til. Vi ð Íslendingar höfum aldrei… Meira
mynd
8. október 2010

Sundfókus

Sund er ólíkt t.d.  hlaupum að því leyti að hugtakið ,,þeim meira þeim betra" á vel við.   Ef sundið er áberandi  veikleiki hjá þér þá skaltu setja það í forgang og helst reyna að ná inn 6 vikna kafla þar sem þú syndir 5-6 sinnum í viku. Allt er betra en ekkert og 30-40 mín í senn skila mjög miklu. Ég veit þetta hljómar ógurlega en til að ná miklum framförum þá verðurðu að… Meira
mynd
7. október 2010

Mismunandi æfingatímabil

Hlauparar, hjólreiða- og þríþrautarfólk eru þessa dagana  í undirbúningstímabili fyrir næsta sumar. Þetta er svona eins og upphitun sem stendur  fram í nóvember þar sem æfingar snúast fyrst og fremst um að laga  tæknina, lyfta og chilla :-) Í desember - febrúar förum við svo að byggja upp úthald og frá og með mars færist áherslan yfir í… Meira
mynd
5. október 2010

Skipta tækni og viðhorf máli?

Margir áhugamenn í minni íþrótt fókusa nánast eingöngu á styrk og þol og maður sér fólk svoleiðis pína sig allt árið um kring og stæra sig af löngum erfiðum sundsettum og erfiðum brautaræfingum. Það er í lagi ef tæknin er góð, ef þú hefur endalausan tíma eða  ef þú ert genetískt viðundur og jafnar þig alltaf fljótt á milli æfinga. Oftast er það samt ekki raunin og þetta sama fólk brennur út… Meira