Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Saga þríþrautar
11. febrúar 2010

Saga þríþrautar

Þríþraut samanstendur af þremur íþróttagreinum -- sundi, hjólreiðum og hlaupi.

Helstu vegalengdir sem keppt er í eru:

Sprettur (Sprint)

Hálf ólympísk (Half-olympic)

Ólympísk (Olympic)

Hálfur járnkarl

Half-Ironman

Járnkarl

Ironman

Sund

400 m

750 m

1500 m

1.9 km

3.86 km

Hjólreiðar

20 km

20 km

40 km

90 km

180 km

Hlaup

5 km

5 km

10 km

21.1 km

42,2 km

Íþróttin er ung og má rekja upphafið til 1974 þar sem hópur vina í Kaliforníu, blanda af sundmönnum, hjólreiðamönnum og hlaupurum sem æfðu saman fóru að halda mót innbyrðis.

Heimsmeistarmótið í Járnkarli "The Ironman World Championship" hefur verið haldið árlega á Hawaii síðan 1978. Á Hawaii voru áður þrír stórir íþróttaviðburðir, Waikiki sjósundið 3.86 km sem þótti erfitt vegna öldu, The Oahu hjólreiðakeppnin og Honululu Maraþonið sem þóttu bæði krefjandi vegna vindsins, hitans og rakans. Menn deildu um hver þessara greina væri krefðist mests úthalds en árið 1978 ákváðu nokkrir stórhuga íþróttamenn að steypa keppnunum saman, þá aðallega til að að prófa hvað væri líkamlega mögulegt. Fyrsta árið mættu einungis 15 keppendur til leiks og þar af kláruðu 12. Árið 1982 voru keppendur orðnir 580. Þá var farið að sjónvarpa frá Hawaii og vakti þá mesta athygli áhorfenda hversu útkeyrðir keppendur voru, stundum skríðandi yfir marklínuna.

Síðan þá hefur þríþrautin vaxið ört út um allan heim og t.d. í Bretlandi hefur þetta verið mest vaxandi íþróttagreinin 3 ár íröð og mótin skipta hundruðum. Búið er að bæta við styttri vegalengdum og haldin eru árleg heimsmeistaramót í þeim. Síðanárið 2000 hefur svo verið keppt í þríþraut á ólympíuleikunum í svokallaðari ólympískri vegalengd sem er 1500 m sund, 40 km hjól og 10 km sund.