Karen Axelsdóttir - haus
5. mars 2010

Finna tíma til æfinga

klukka Ef það er eitthvað sem við þ ríþrautar fólk erum snillingar í þá er það að finna tíma til æfinga.  Auðvitað er lítill tími aflögu þegar maður kemur heim úr vinnunni, sækir krakkana, fer í búðina ofrv. og nema þú sért unglingur eða einstæðingur í hlutastarfi þá kannastu sennilega við vandamálið. Ég er að sjálfsögðu ennþá að reka mig á en eftirfarandið eru atriði sem hafa gangast mér vel og gert mér kleyft að æfa mjög stíft án þess að fá leiða eða ganga fram af fjölskyldunni. 1.       Fáðu stuðning hjá fjölskyldunni hvort sem það er maki,  foreldrar eða starfsfélagar. Hvort sem þú ert að byrja í ræktinni eða ætlar í þríþraut þá mæli ég með að setjast niður með þínum nánustu, fá þeirra stuðning og finnið í sameiningu hvenær henti best að þú æfir.  Búðu til gróft tímaplan svo fólk viti hvenær þú ert á æfingu og hvenær þú ert í frí 2.       Æfðu á morgnana fyrir vinnu / áður en koma þarf börnunum í skólann. Að mæta á æfingu kl 6-7 nokkrum sinnum í viku er eitthvað sem ég átti mjög erfitt með að venjast. Það kemur oft fyrir að ég er þreytt en þetta venst ótrúlega og í dag er ég alveg hætt að láta þetta hafa áhrif á mig eða plön mín kvöldið áður. Bara spurning um viðhorf og að stilla klukkuna. 3.    Hafðu þig til kvöldið áður.   Það er nauðsynlegt að getað rúllað fram úr rúminu og gengið strax út án þess að þurf að hugsa. Góð rútína spara þér ekki bara tíma heldur kemur í veg fyrir að þú gleymir einhverju.    4.    Hjólaðu í og úr vinnu.   Hér er öryggi auðvitað lykilatriði t.d góð lýsing á hjóli, sjálflýsandi jakki, hjálmur og  engin hálka. Á Íslandi er komið ágætis net af hjólreiðarstígum og ef þú getur sniðið fram hjá helstu umferðaræðunum og hefur aðgang að sturtu í vinnunni þá mæli ég hiklaust með því að reyna að hjóla amk 1-2 x í viku í vinnuna. Komdu þér upp rútínu t.d frá maí-sept hjólarðu alla þriðjudaga og fimmtudaga óháð veðri.     5.    Hlauptu aðra leið t.d heim úr vinnu eða láttu setja þig út áður en komið er á áfangastað.   Taktu hlaupadótið þitt með í vinnuna og hlauptu svo heim. Eða ef það er of langt, fáðu þá far heim hluta leiðarinnar og hlauptu svo restina. Ef þú ert að fara uppí bústað  geturðu látið setja þig  út 5-15 km áður, allt eftir hvort þú  vilt hlaupa langt rólegt hlaup eða styttra og hraðara hlaup.