Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Gull í Bretaveldi
6. júní 2010

Gull í Bretaveldi

2010 JuniUK 099Það var heldur betur stór dagur í dag. Mér tókst að næla í gullverðlaun á breska meistaramóti áhugamanna  í 1/2 ólympískri þríþraut (750 m sund/20 km hjól / 5,0 km hlaup en var reyndar 5,5 km að þessu sinni). Alls luku 633 keppni og þarna var saman komin rjómi Bretlands í öllu aldursflokkum sjá úrslit hér http://www.big-cow.com/public/results.aspx?raceid=956.    Ég fór auðvitað í keppnina með það fyrir augum að sigra og var með vel útplanaða keppnis strategíu en þó ég segi sjálf frá þá er ég agndofa yfir úrslitunum. Ég bætti stórbætti tímann minn frá því í fyrra var að vinna stelpur sem hingað til hafa unnið mig t.d á sama móti í fyrra og á Heimsmeistarmótinu 2007 þannig það er greinilegt að  reynslan, leynivopnin og löngu hræðilegu æfingarnar í vetur eru að skila sínu.

Ég var fyrirfram  bjartsýn á að vinna minn aldursflokk en að ég skyldi ná að vinna  heildarkeppnina og það svona skömmu eftir Ironman keppni er ævintýri líkast. Síðan ég lauk Ironman hefur allt miðast við að komast aftur á lappir og byggja aftur upp hraða en eins og flestir vita er himin og haf á milli þess að undirbúa sig undir keppni í  stuttum eða löngum vegalengdum og erfitt að  sameina góðan árangur í báðu. Eftir Ironman keppni situr þreytan lengi í líkamanum og flestir sem æfa fyrir svoleiðis keppni gera ekki sprettæfingar svo mánuðum skiptir en sprettæfingar skipta öllu máli fyrir velgengni í styttri vegalengdum. Ég hef því undanfarnar vikur treyst algjörlega á að grunnurinn sé í lagi, einbeitt mér að stuttum og snörpum æfingum og hugsað um hverja æfingu sem  ,,gæði umfram magn" .

Það var líka mikið að gerast í íþróttinni heima á Íslandi en þar var haldin ólympísk keppni í Hafnarfirðinum og búist við spennandi keppni. Það verður gaman að fá fréttir af því.  En nú er það freyðivínið og svo auðvitað æfing kl 6 í fyrramálið.

P.s. ekkert smá gaman að svara aðeins fyrir litla Ísland sem margir Bretar halda að sé bara auralaus aska  :-)