Karen Axelsdóttir - haus
15. júlí 2011

Er ég nokkuð komin með díselvél?

Ég hitti þjálfarnn og við vorum að fara yfir stöðuna. Ég sagði honum að ég væri alveg til í að taka nokkrar stuttar keppnir til að fá smá hraða í skrokkinn og fara svo aftur í löngu æfingarnar. Honum leist ágætlega á það en hló þegar hann heyrði að ég myndi synda 1500 m í sundlaug í þríþraut á Íslandi og sagði ,,frábært þú sem ert eins og sandsekkur þegar þú syndir án blautbúnings, með Ironman þreytu í líkamanum og hefur ekki hlaupið hraðar en 4 :15 svo mánuðum skiptir fyrir utan æfinguna í gær. Gangi þér vel". Djöfulsins vantrú er þetta á manni. Ég sakna stuttu keppnanna mikið en þetta er eins og þegar þú ert í maraþon undirbúningi þá passar illa að trufla prógrammið með því að keppa í 800 m eða  5 km hlaupum um helgar þegar fókusinn þarf að vera á lengri hlaup og hlaup líkari keppnishraða. Ég er annars í sjokki hvað ég varð stíf eftir þessa brautaræfingu og það sýndi mér svart á hvítu að ég er t.d mun fljótari að jafna mig á því að hlaupa hálfmaraþon á æfingu á 1:30-1:35 heldur en að taka nokkra 1 km spretti. Er ég að breytast í gamla díselvél sem skröltir hægt en endalaust áfram? Úff það kemur í ljós á næstunni.