Sigurður Erlingsson - haus
11. ágúst 2011

Náðu árangri !

Til að ná árangri í  verkefnum sem við erum að vinna í, er eitt af lykil atriðunum að taka ábyrgð.  En hamingja_1103665.jpghvað þýðir það og hvers vegna eru svo margir sem stíga ekki þetta skref.

Þegar við tökum ábyrgð, þá fylgir því að við þurfum að fara að gera eitthvað, leita upplýsinga, hitta einhverja, taka ákvarðanir. Þetta er eitthvað sem við óttumst stundum, oftast vegna þess að við vitum ekki hvað bíður okkar. Við gætum t.d. fengið neikvæð svör, upplifað að okkur væri hafnað. Kannski  við værum að spyrja vitlausra spurninga, værum álitin heimsk eða skrýtin.  Þess vegna velja margir að gera ekki neitt, þó svo að þeim líði illa á þeim stað sem þeir eru.  Fólk sættir sig frekar við þær aðstæður heldur en að stíga í það óþekkta. Til að réttlæta það segir það við sig með mæðusvip  þetta er bara mitt hlutskipti í lífinu" og heldur síðan áfram að vorkenna sjálfum sér.

Ef ég væri til dæmis atvinnulaus og  í atvinnuleit, þá er oft byrjað að einhverjum krafti en fljótlega finnst okkur ekkert vera að ganga. Við fáum engin svör eða ef við fáum svör þá eru þau neikvæð. Það er oft mjög fljótt að fjara undan okkur og við missum vonina.  Við upplifum að við höfum reynt allt og að þetta allt sé það eina sem hægt er að gera.

Þegar við tökum ábyrgð, þá þýðir það að við hættum ekki fyrr en við náum árangri. Við vinnum markvisst í verkefninu. Ef við erum til dæmist að sækja um vinnu, þá setjum við okkur það markmið að sækja um minnst 4 störf á dag og hringja 4 sinnum í viku á hvern stað til að athuga hvort það sé búið að taka ákvörðun.  

En hvers vegna gera það svo fáir, líklegasta svarið er það að við hugsum, ef ég hringi svona oft þá verður viðkomandi örugglega þreyttur á mér, ætli ég fái nokkuð vinnuna ef ég er að gera svona mikið úr þessu.

Ef ég set mér markmið eins og þetta og tek ákvörðun um að taka ábyrgð og sækja um og hringja, þá verður annað mjög mikilvægt að fylgja með. Ég má ekki hljóma þannig að sé í vörn, sé lítill og hræddur og upplifi að ég sé að trufla. Það gengur t.d. ekki að setja; „fyrirgefðu, afsakaðu að ég skuli vera að trufla alltaf svona, en ég var bara að spá hvort þið væruð nokkuð búinn að skoða með atvinnuumsóknina. En ef ég er að trufla þá má það alveg bíða".

Endalausar afsakanir sem hljóma „ fyrirgefðu að ég sé til" eru ekki vænlegar til árangurs.

Þú ert ekki að trufla með svona símtali, líttu frekar á það að þú sért að gera þeim sem þarf að taka ákvörðunina greiða. Hann er að leita að einstaklingi sem er markviss, ákveðinn og fylginn sér, einstaklingi sem tekur frumkvæði og þorir. Til að væntanlegur vinnuveitandi geti haft trú á þér, er fyrsta skrefið að þú hafir trú á þér sjálfur og geislir því svo frá þér.

Byrjaðu því hvern dag á því að horfa í spegilinn og segja „Ég er frábær, ég næ árangri í dag".

mynd
25. júlí 2011

Uppgötvaðu styrkleika þína

Ég var enda við að ljúka lestri á frábærri bók „Now, Discover Your Strengths" eftir Marcus Buckingham og Donald Clifton.  Höfundarnir skilgreina hæfileika með allt öðrum hætti en ég hafði hugsað um áður.  Hæfileiki er skilgreindur sem stöðugt mynstur af hugsunum, tilfinningum eða hegðun sem þú getur nýtt þér. Hér koma nokkur dæmi af hæfileikum eins og þeir skilgreina þá: … Meira
mynd
29. júní 2011

Gildin þín

Ég spjalla oft við fólk sem er  óánægt með lífið og þá stefnu sem það er að taka. Einn vinur minn sem er rúmlega fertugur,  hefur verið að klifra upp metorðastigann í starfi sínu og náð góðum árangri þar, en er samt vansæll. Eftir að við höfðum átt gott samtal um þetta og svarað erfiðum spurningum, fundum við út að þessi starfsdraumur var ekki hans, heldur var þetta draumur sem foreldrar… Meira
mynd
7. júní 2011

Í sama farinu

Ertu stundum að velta fyrir þér hvers vegna þú ert endalaust fastur í sama farinu.  Þú getur verið að gera allt rétt, farið á námskeið eða lesið bók og fylgt öllum reglunum í nokkurn tíma. Upplifað það þú sért að stíga öll réttu skrefin í átt að velgengni, en samt eru kominn í sama farið eftir smá tíma.  Ø  Alltaf blankur. Ø  Alltaf jafn þungur eða þyngri . Ø  Alltaf að… Meira
mynd
6. maí 2011

Það sem aðrir hugsa um þig

Ef það að aðrir hafi trú á þér eða draumum þínum væru skilyrði fyrir velgengni, myndu flest af okkur aldrei koma neinu í framkvæmd.  Þú verður að byggja ákvörðun þína um hvað þig langar til að gera, á draumum þínum  og þrám - ekki á draumum, þrám, skoðunum og mati foreldra þinna, vina, maka, barna eða samstarfsmanna. Hætta að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk hugsar um þig, fylgdu… Meira
mynd
27. apríl 2011

Frelsi

Hvað merkir frelsi fyrir þig?  Hvenig upplifir þú frelsi? Fyrir mér er frelsi þegar ég finn ferskann vindinn blása. Standa úti í móa og horfa á öll villtu blómin sem vaxa þar óheft. Það er að vita að ég er einungis ábyrgur fyrir sjálfum mér og þeim skuldbindingum sem ég hef valið. Vitandi að það er ekkert sem getur orðið í vegi mínum og enginn getur hindrað að ég muni upplifa drauma mína.… Meira
mynd
24. mars 2011

Þakklæti

Það að vera þakklátur, getur fært þér hamingju, innri frið og öryggi á erfiðum tímamótum, í uppnámi eða við missi.  Að velja frekar að vera þakklátur, mun hrinda af stað ótrúlegum jákvæðum breytingum í lífi þínu. Hér koma þrjú skref sem geta komið þér af stað. Prentaðu þau út, hafðu þau í vasanum og notaðu þau eins oft og þú þarft. Það að halda þakklætis dagbók mun í framtíðinni hjálpa þér að… Meira
mynd
17. mars 2011

Áranguskerfi velgengninnar

Ég ætla að skipta þessu upp í ákveðnar spurningar sem leiða þig í gegnum kerfið. Áður en ég deili þessum spurningum með þér, vil ég fara yfir nokkur mjög mikilvæg lykilatriði að þessu leyndarmáli, einungis til að hámarka útkomuna fyrir þig. Fyrst af öllu , þá VERÐUR þú að skrifa niður öll svörin þín við spurningunum sem ég ætla að deila með þér. Kerfið mun EKKI virka ef þú ætlar að hafa þau… Meira
mynd
7. mars 2011

Jákvætt viðhorf - ekki alltaf auðvelt.

Að viðhalda jákvæðu viðhorfi er ekki alltaf auðvelt, sérstaklega þegar fáir í kringum mann hafa jákvætt viðhorf.  Það virðist vera allt of algengt að fólk sé alltaf að kvarta undan einhverju. Það hefur neikvætt viðhorf gagnvart vinnunni, yfirmanninum, lífinu, makanum, sambandinu, fjárhagsstöðunni, ríkisstjórninni, börnunum sínum og jafnvel veðrinu. Hvernig í ósköpunum átt þú að geta verið með… Meira
mynd
22. febrúar 2011

Ekki gera ekki neitt

Margt fólk heldur að það þurfi bara að samþykkja það sem lífið færir þeim, eða réttara sagt hendir í það. Það segir, þetta er hlutskipti mitt í lífinu, ég get ekki breytt því. Auðvitað  er það ekki svo. Þú þarft ekki að taka við þessu öllu. Örlög þín ráðast af því sem þú gerir, ekki af einhverjum utanaðkomandi þáttum. Ég þekki einstakling, sem segir að hún samþykki það sem lífið færir henni,… Meira