Sigurður Erlingsson - haus
15. október 2010

Hver er lausnin?

Ég held að flestir sem koma til mín í ráðgjöf, séu að einblína á að lausnin á fjárhagsvandanum liggi ífinancial-problems_1034612.jpg að auka tekjurnar. Margir hafa verið í  basli í mörg ár, hafa reynt að auka tekjurnar með aukavinnu án þess að það sé að breyta stöðunni til batnaðar.  Þegar ástandið eru búið að vera erfitt í langan tíma og þú ert að upplifa að þú sért búinn að reyna allt þá virðist  þetta frekar vonlaus barátta.

Ástæðan fyrir því að dæmið er ekki að ganga upp er nefnilega sú að lausnin á fjárhagsvandanum liggur ekki í tekjunum.  Það er hægt að koma hlutunum í lag, jafnvel í árferði eins og núna, en þá verðum við að vera tilbúinn að horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni. Vera tilbúinn að breyta hugsun okkar, ég veit að það er ekki auðvelt, en það er vel þess virði.

Viðbrögðin sem ég fæ þegar ég segi fyrst við fólk að lausnin liggi ekki í tekjunum, er í flestum tilfellum undrun í sambland við reiði. Hvernig mér detti í hug að segja annað eins. Það er skiljanlegt, þegar maður er búinn að berjast í langan tíma og trúa á eitthvað.  Svo kemur einhver og segir að lausnin liggi ekki þarna.

Okkur hefur flestum verið kennt að fjármál snúist um tekjur mínus gjöld og til að fjármálin gangi upp þá þurfi tekjurnar að vera hærri en gjöldin, alla vega ekki lægri. Þetta er rétt en málið er að þessi formúla sem flestir vinna með fjármál sín eftir er einungs örlítið brot af fjármálunum.  Þannig að ef þú ert að vinna eftir þessari formúlu að einblína á að hafa tekjurnar hærri til að geta staðið straum af útgjöldunum þá ertu á rangri leið, eða réttara þú ert ekki að taka veigamestu hlutina inní formúluna. Þú ert ekki að taka þá þætti inn sem munu gera þér kleift að upplifa draumana þína og njóta lífsins. Tilfinningin sem við erum að sækjast eftir varðandi góð fjármál er öryggi og sátt.

Til þess að upplifa öryggi og sátt, þurfum við að vera tilbúin að skoða nýjar leiðir, leggja af stað og taka ábyrgð. Vera tilbúin til að breyta hegðun okkar og hugsun, tilbúin að stíga út og heyra svörin sem við höfum óttast að heyra. Við komumst yfirleitt að því að svarið var betra heldur en við héldum, en það besta er að um leið og svarið er komið þá getum við lagt af stað og þá koma lausnirnar.  

28. júní 2010

Hvaða leið á ég að velja?

Það er mjög algengt að fólk sem er að koma í fjármálaráðgjöf til mín, hafi  frestað í langan tíma að taka á vandanum, vegna þess að það veit ekki hvaða leið það á að velja.  Ástandið í þjóðfélaginu hefur samt minnkað aðeins óttan við að þora að spyrja, en óttinn við mögulega niðurstöður eða neikvæð svör stoppa samt marga af.  Ég byrjaði á því fyrir nokkru samhliða… Meira
mynd
26. mars 2010

Að taka ábyrgð

Til að ná árangri í fjármálum eða öðrum verkefnum sem við erum að vinna í, er eitt af lykil atriðunum að taka ábyrgð.  En hvað þýðir það og hvers vegna eru svo margir sem stíga ekki þetta skref.   Þegar við tökum ábyrgð, þá fylgir því að við þurfum að fara að gera eitthvað, leita upplýsinga, hitta einhverja, taka ákvarðanir. Þetta er eitthvað sem við óttumst stundum, oftast vegna þess að… Meira
mynd
15. mars 2010

Hvernig er hægt að leysa fjármálavanda?

Þegar þú hugsar um fjármálavanda og lausn á honum, ertu þá að einblína á að tekjur þurfi að vera hærri en gjöldin. Ef þú ert í vanskilum, eða átt erfitt með að láta enda ná saman, heldur þú að  lausnin sé að hækka tekjurnar, þú leitar með öllum ráðum lausna á því að hafa meiri innkomu. Samkvæmt  reynslu í tengslum við fjármálanámskeiðin sem ég held, þá hef ég komist að því að þetta er… Meira
mynd
13. mars 2010

Er til lausn á öllum fjármálavanda ?

Já það er til lausn á öllum fjármálavanda.   Þessi staðhæfing kemur úr námskeiðinu Leiðin til velgengi , sem ég er að halda fyrir fjölda fólks um allt land. En undantekningarlaust þá eru einstaklingar sem sitja námskeiðið ekki sannfærðir í fyrstu. Eðlileg viðbrögð, ef viðkomandi er búinn að kljást við fjárhagserfiðleika í langan tíma og ekki fundið neina lausn. En lausnin er til, en hún er… Meira