Sigurður Erlingsson - haus
23. júní 2010

Ekki bara standa þarna !

Margt fólk heldur að það þurfi bara að samþykkja það sem lífið færir þeim, eða réttara sagt hendir íleidstelpa_1002077.jpg það. Það segir, þetta er hlutskipti mitt í lífinu, ég get ekki breytt því.

Auðvitað  er það ekki svo.

Þú þarft ekki að taka við þessu öllu. Örlög þín ráðast af því sem þú gerir, ekki af einhverjum utanaðkomandi þáttum.

Ég þekki einstakling, sem segir að hún samþykki það sem lífið færir henni, því hún hafi gert allt sem hún geti til að breyta því.

Gettu hver lífstíll hennar er?

Hún vaknar á morgnana, fer í vinnuna, kemur aftur heim, slappar af, rabbar við fólk í símann, horfir á sjónvarpið og fer síðan að sofa. Næsta dag, sama rútínan aftur og aftur og aftur.

Og  hún segist vera að gera sitt besta!

Hún trúir því semsagt að hún hafi gert sitt besta og bara samþykkir í hjarta sínu að þetta sé lífið sem Guð hafi ætlað henni að lifa; að gæfa hennar muni aðeins breytast ef Guð vilji það.

Auðvitað vill Guð eða okkar æðri máttur að við séum hamingjusöm og lifum lífi okkar til fullnustu, en við verðum að gera okkar hluta, við verðum að leggja okkur fram til að lifa lífinu sem okkur dreymir um.

Þú uppskerð sem þú sáir.

Ekki bara sitja og bíða eftir að miljónirnar falli af himnum. Þú verður að standa upp úr sófanum, taka augun af sjónvarpinu, hætta að mala í símann (nema það sé að stuðla að velgengni þinni), og fara að láta hugann og líkamann starfa.

Ef líf þitt er ekki eins og þú vilt að það sé, ekki segja: „Okkar tími mun koma", eða „Hlutirnir munu verða betri einhvern daginn."

Ekki reikna með að gæfa þín muni breytast, nema að þú gerir eitthvað í hlutunum. Ef eitthvað fer úrskeiðis, ekki líta á  það sem tímabundið bakslag, líttu á það sem ábendingu um að þú þurfir að bregðast við. Dragðu lærdóm af þessu og taktu strax til verka við að leysa verkefnið. Finndu út hvað þú átt að gera öðruvísi.

Það er ekki nóg að hugsa bara jákvætt,  þú verður líka að vinna og framkvæma með jákvæðum formerkjum.

Ef einhver sem þú þekkir náið á í vanda, bíður þú þá bara og vonar að það leysist úr hlutunum, að þetta hljóti að enda vel? Auðvitað ekki. Þú verður að gera allt sem þú getur til að hjálpa viðkomandi.

Sama á við um þitt eigið líf. Það er ekki nóg að bara biðja og vona það besta, þú verður líka að gera þitt besta. Með öðrum orðum.....

Ekki bara standa (eða sitja) þarna, gerðu eitthvað til að bæta líf þitt!