Sigurður Erlingsson - haus
25. júlí 2011

Uppgötvaðu styrkleika þína

Ég var enda við að ljúka lestri á frábærri bók „Now, Discover Your Strengths" eftir Marcus velgengni_1100174.jpgBuckingham og Donald Clifton.  Höfundarnir skilgreina hæfileika með allt öðrum hætti en ég hafði hugsað um áður.  Hæfileiki er skilgreindur sem stöðugt mynstur af hugsunum, tilfinningum eða hegðun sem þú getur nýtt þér. Hér koma nokkur dæmi af hæfileikum eins og þeir skilgreina þá:  forvitinn, hrífandi, þrjóskur, ábyrgðarfullur, lesblindur. Allt af þessum hæfileikum getur þú nýtt þér.

Lesblinda?

Ég hef aldrei talið lesblindu til hæfileika, fyrr en ég las þessa bók. Höfundarnir deildu með okkur dæmi um hvernig David Boies  virtur lögfræðingur og einn besti málafærslumaður í bandaríkjunum, nýtti sér lesblindu sér til hagsbóta. Hann var ráðgjafi bandaríkjastjórnar í auðhringja málaferlum gegn Microsoft, að hluta til vegna þessa hæfileika síns (lesblindunnar). Hvers vegna? Vegna lesblindunnar þá forðaðist hann að nota löng og flókin orð. Hann veit hvað þessi orð þýða, en hann notar þau ekki í röksemdum, því hann er hræddur um að hann muni bera þau rangt fram. Og það að hann þurfi að treysta á einföld orð, gerir það að verkum að það er einfaldara að fylgjast með og skilja röksemdir hans. Hann virkar því skynsamur og  skýr, er „maður fólksins" sem nátturulega hjálpar honum og gefur honum vinningsstöðu yfir dómara og kviðdómi.  Höfundar bókarinnar benda því á að fyrir David Boies þá er lesblindan hæfileiki, því hann hefur fundið út leið með því að nota þekkingu og hæfileika til þess snúa þessum veikleika yfir í styrkleika.

Horfa á styrkleika eða veikleika?

Höfundar bókarinnar gerðu víðtæka könnun og fundu út að aðeins 41% bandaríkjamanna trúðu að leið að velgengni væri að beina sjónum að styrkleikum frekar en veikleikum. Í Japan og Kína voru einungis 24% sem sögðu að þeir beindu sjónum að  styrkleikum.  Hinn hlutinn af fólkinu trúðu að leiðin að velgengni væri að leggja áherslu á veikleikana og reyna að lagfæra þá.

Vandamálið er að við fáum yfirleitt það sem við beinum sjónum að. Ef við einblínum á veikleika okkar, hvað þýðir það þá? Hér eru nokkur af óvæntum uppgvötunum sem fram komu í könnunum:

Foreldrar voru spurðir hvaða einkunnir þeir myndu nota mestan tíma í að ræða um við barnið sitt ef þau kæmu heim með eftirfarandi einkunnarspjald:  A í ensku, A í félagsfræði, C í líffræði, F í Algebru. Niðurstöðurnar voru:  77% foreldranna sögðu að þau myndi eyða mestum tíma í að ræða misheppnuðu Algebru einkunnina.

Höfundarnir gerðu könnun til að sjá hvað margir nemendur upplifðu dapurleika. Þeir fundu meira en 40.000 nema sem upplifðu dapurleika á móti einungis um 40 sem upplifðu gleði og fullnægju.

Höfundarnir bentu á þetta mikla ójafnvægi. Við erum svo upptekin af því að skoða veikleika og veikindi að við vitum lítið um styrkleika okkar og  heilbrigði.  Þeir benda á að ef veikleikarnir trufla styrkleikana, þá þurfum við að búa til leiðir til að komast í kringum þá. Allavega, ef við fókusum á veikleikana þá mun það kannski forða okkur frá mistökum en það mun ekki hjálpa okkur í að ná árangri.  Við náum árangri með því að skilja og rækta styrkleikana okkar.

Að bera kennsl á hæfileika sína.

Hér eru nokkur lykil einkenni sem geta vísað okkur á hverjir hæfileikar okkar eru, eins og höfundarnir skilgreina það:
• Þú framkæmir eitthvað þar sem þú nýtir hæfileika þína.  Taktu eftir þegar þú framkvæmir eitthvað. Ertu stressaður,  að hugsa - hvenær er þessu lokið? .. Eða ertu spenntur/ákafur, og hugsar  - hvenær fæ ég að gera þetta aftur?

  • Þegar þú hefur hæfileika, er hluturinn auðveldur, fyrirsjánlegur og skilar frábærum niðurstöðum.
  • Hæfileiki framkallar löngun - ósjálfráð viðbrögð innra með okkur sem framkalla hegðun eða tilfinningu.
• Þegar hæfileiki er til staðar,  erum við fljót að læra.  Þegar þú nýtir hæfileika þína  lærir þú á mun meiri hraða en aðrir í kringum þig. Þú getur ekki beðið eftir að vinna næsta verkefni.  Þú vinnur eða lest á undan þér, jafnvel áður en næsta verkefni er komið af stað.
• Þú finnur fyrir sterkri sigur tilfinningu þegar þú ert að nýta hæfileika þína. Þér líður frábærlega vel!

Ríkjandi hæfileiki okkar gefur okkur tilefni til að þróa með okkur styrkleika.  Styrkleiki er skilgreindur sem samspil af hæfileikum, færni og þekkingu sem eru stöðugt að gefa góða útkomu eða niðurstöður.  Höfundar bókarinnar benda á að „því miður hafa flest okkar ekki nokkra  hugmynd um hverjir hæfileikar og styrkleikar okkar eru. Í stað þess erum við stýrð af foreldrum okkar, kennurum, yfirmönnum og öðrum sem við umgögumst og verðum sérfræðingar í veikleikum okkar.  Við eyðum lífinu í að reyna að laga þessa galla, meðan styrkleikar okkar liggja í dvala og eru vanræktir."

Höfundar bókarinnar hafa borið kennsl á 34 ríkjandi hæfileika (http://www.orgcoach.net/strengthsfinder.html) . StyrkleikaLeitari (The StrengthsFinder profile) (aðgangslykillinn að honum er að finna í bókinni) hjálpar þér að finna 5 sterkustu hæfileika þína.

Stjórnaðu veikleikunum þínum.

Höfundarnir skilgreina veikleika sem „ allt sem kemur í veg fyrir framúrskarandi frammistöðu." Þeir leggja til fimm aðferðir til að stjórna veikleikum þegar þú kappkostar að byggja upp líf þitt í kringum styrkleika þína.

Brjóttu hann niður og reyndi að verða aðeins betri (hver sem veikleikinn er)
Hannaðu styrkjandi kerfi sem lætur þig hætta að hafa áhyggjur af veikleikanum, svo þú getir notað meiri tíma í að hugsa um hvernig þú bætir styrkleika þína. Sem dæmi, ef þú ert ekki skipulagður, þá gæti kerfið þitt verið svo einfalt að þú festir tíma vikulega að taka til á skrifborðinu þínu, flokka pappíra t.d. á hverjum föstudegi áður en þú yfirgefur skrifstofuna.
Notaðu sterkasta hæfileika þinn til að yfirbuga veikleikann.
Finndu félaga sem getur séð um það sem þú ert ekki sterkur í.
Viðurkenndu að þetta er ekki svið þar sem þinn styrkleiki liggur, svo einfaldlega hættu að gera það.

Vertu skýr og stefnumiðaður.

Hvernig væri lífið þitt ef þú værir að vinna í styrkleikum þínum og myndir þekkja veikleika þína?

StyrkleikaLeitarinn (The StrengthsFinder profile) er hannaður til að hjálpa þér að finna hvar styrkleikar þínir liggja, en það er alltaf tilfinning þín sem segir þér hvað er rétt fyrir þig.  Ef þú telur þig hafa einhvern ákveðinn hæfileika, þá leggja höfundarnir til að þú fylgist með þeim næstu tvo mánuði, með því að skrá niður minnistatriði þegar þú tekur eftir hegðun þinni og tilfinningum gagnvart þessum sérstaka hæfileika.  Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar sem þú getur skráð niður til að hjálpa þér að meta þennan hæfileika.

Bera kennsl á ríkjandi hæfileika.

Hæfileiki sem þú ert að athuga _______________________________________________________

Upphafs dagsetning:__________________________

Spurður sjálfan þig þessara  spurninga og haltu skrá yfir hegðun þína og tilfinningar, þegar þú ert að framkvæma eitthvað og þú nýtir þér þennan hæfileika.

Ertu að hugsa í núinu (hvenær fer þessu að ljúka), eða í framtíðinni (hvenær get ég gert þetta aftur)?

Hversu fjlótur ertu að læra, þegar þú nýtir þér þennan hæfileika?


Leikur þetta í höndum þér.


Líður þér vel þegar þú gerir þetta? Ertu mjög ánægður?


Athugsemdir:

Skapaðu þér það líf sem þig langar í.

Hér eru leiðbeiningar hvernig þú getur skapað þér það líf sem þig langar í:

Hafðu skýrt hverjir eru þínir einstöku hæfileikar.
Öðlastu nauðsynlega færni, sem gerir þér kleift að nýta hæfileika þína.
Bættu við þekkingu - bæði raunverulegri og byggða á reynslu.

Því skýrari sýn sem þú ert með á þínum náttúrulegu hæfileikum, því meira getur þú lagfært og styrkt þig í þeim. 
Hvað sem það er sem þú tekur þér fyrir hendur,  munt þú ná mestum árangri og vera ánægðastur þegar þú framkvæmir og vinnur við verkefni þar sem aðal hæfileikar þínir njóta sín best.