um merkin

EINKENNI
Lykilorđ: Upphafning
Pláneta: Neptúnus
Höfuđskeppna: Vatn
Litur: Sćgrćnn
Málmur: Tin
Steinar: Ametýst, ópall
Líkamshluti: Fćtur, sogćđakerfi
Frćgir fiskar Cindy Crawford, Michelangelo, Glenn Miller, Fabio, Peter Fonda, Árni Johnsen, Kurt Russel, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Nat King Cole.
FISKAR FISKAR
Augu Fisksins eru falleg og tjáningarrík og fatastíllinn er afar persónulegur, oft međ frumlegu mynstri og sniđi eđa á hinn bóginn gömul, snjáđ föt sem eigandinn hefur notađ árum saman. Fiskar hafa afar mikinn áhuga á fótum og fótabúnađi, sem getur einkennst af sömu öfgum og annar fatnađur, en fćtur Fisksins eru oft fallega lagađir og nettir. Fiskar eru oftast miklir dansmenn og hafa yndi af allri tónlist. Ţeir eru víđsýnir og nćgjusamir og láta vel ađ stjórn, nema ţegar ţeir eru beittir ţrýstingi. Fiskarnir eru einkar uppteknir af ţjáningum annarra, og reyndar líka sínum eigin, og margir í ţessu merki finna hjá sér ţörf fyrir píslarvćtti. Fiskar eru rómantískir og dreymnir og hafa djúpa ást á lífinu, en láta sig oft reka međ straumnum og eru litlir baráttumenn, enda eiga ţeir bágt međ ađ vinna markvisst. Ţeir hafa nćma eđlisávísun og eru mjög hjartahlýir og hjálpsamir, enda eru ţeir oft vinamargir, en stundvísi er ekki ţeirra sterkasta hliđ. Fiskar hafa mikla sköpunargáfu og finna sér oft starf sem tengist listum, gjarnan ljóđlist eđa rómantískum bókmenntum, og margir Fiskar eru tónlistarmenn eđa vinna viđ kvikmyndir. Fiskar hafa líka einlćgan áhuga á náttúrunni og umhverfisvernd, trúarbrögđum og félagslega bágstöddu fólki, svo störf á ţeim vettvangi gćtu veitt ţeim mikla ánćgju. Draumlyndi Fisksins veldur ţví hins vegar ađ hann verđur oft fyrir vonbrigđum í lífinu og hann mćtti gjarnan tileinka sér raunsćrri lífssýn á ýmsum sviđum.