[ Fara í meginmál | Forsíða | Veftré ]

Getum við rekið þá?

Hjörtur J. Guðmundsson


Krafan um að Ísland verði innlimað í Evrópusambandið er í raun krafa um að lýðræðislega kjörnum fulltrúum íslenzku þjóðarinnar verði skipt út fyrir embættismenn sambandsins sem enginn hefur nokkurn tímann kosið og sem hafa fyrir vikið hvorki lýðræðislegt aðhald né umboð frá einum eða neinum. Og það umboð hefðu þeir allra sízt frá okkur Íslendingum enda grunnreglan innan Evrópusambandsins að vægi einstakra aðildarríkja innan þess, og þar með allir möguleikar þeirra á áhrifum, fari fyrst og síðast eftir því hversu fjölmenn þau eru. Sá mælikvarði hentaði hagsmunum okkar Íslendinga eðli málsins samkvæmt seint. Lýsandi dæmi um stöðu okkar innan stjórnkerfis Evrópusambandsins, yrði af aðild einhvern tímann, er sú staðreynd að við fengjum í besta falli 5 fulltrúa á þing sambandsins en þar sitja í dag 785 fulltrúar. Vægi okkar yrði m.ö.o. lítið sem ekkert.

Mér er til mikils efs að þetta sé eitthvað sem einlægir lýðræðissinna geta stutt. Kjörnir fulltrúar okkar kunna að fara vel eða illa með það vald sem við treystum þeim fyrir en spurningin er þessi: Getum við rekið þá sem fara með þetta vald? Getum við rekið þá sem stjórna landinu okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er um lýðræðið. Í dag getum við það þó það séu vafalaust skiptar skoðanir um það fyrirkomulag sem til staðar er í þeim efnum. En ef við hins vegar yrðum innlimuð í Evrópusambandið gætum við það ekki. Hvað ætluðum við að gera ef okkur líkaði ekki einhver ákvörðun sem einhver t.a.m. í framkvæmdastjórn sambandsins tæki? Það væri ekki hægt að láta þann einstakling taka pokann sinn í samræmi við leikreglur lýðræðisins. Við hefðum einfaldlega ekkert yfir honum að segja.

Litlaus kosningabarátta og áhrifalaust þing

Fyrir nokkrum árum upplifði ég gott dæmi um þessa þróun þegar ég var staddur í Danmörku á sama tíma og þar fóru fram þingkosningar. Ég var mjög hissa á því hversu litlaus mér þótti kosningabaráttan og lítt spennandi miðað við það sem ég þekkti heima á Íslandi. Eftir að kosningunum var lokið spurði ég þarlendan fjölmiðlamann, sem er mjög vel að sér um dönsk stjórnmál, hvort þessi upplifun mín ætti við rök að styðjast. Hann staðfesti að þetta væri alveg rétt og að ástæðan fyrir þessu væri mjög einföld. Svo gríðarlegt vald hefði í gegnum árin verið flutt frá Danmörku til stofnana Evrópusambandsins að mjög lítið væri einfaldlega eftir fyrir danska stjórnmálamenn að takast á um. Og það vald sem þó væri eftir í Danmörku minnkaði stöðugt rétt eins og í öðrum aðildarríkjum sambandsins.

Danska þjóðþingið lét einmitt vinna ítarlega rannsókn fyrir sig fyrir fáeinum árum vegna áhyggja þess af því að það væri að verða meira eða minna áhriflaust vegna aðildar Danmerkur að Evrópusambandinu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar árið 2003 og hafði hún þá staðið yfir í sex ár með þátttöku 150 fræðimanna. Meðal þess sem kom fram í niðurstöðunum er að aðildin að Evrópusambandinu hafi sett gríðarlegan þrýsting á fullveldi þingsins. Fá svið dansks þjóðlífs væru orðið undanþegin lagasetningu frá sambandinu og sífellt væri erfiðara fyrir þingið að hafa einhver áhrif á hana. Traust dansks almennings á Evrópusambandinu væri lítið og stjórnkerfi þess þætti ekki mjög lýðræðislegt. Ekki sízt þar sem danskir kjósendur hefðu afskaplega litla möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanir sem teknar væru af embættismönnum sambandsins.

Fyrirlitning á lýðræðinu

Ekki bætir úr skák að innan Evrópusambandsins hefur gætt vaxandi lítisvirðingar gagnvart lýðræðinu á undanförnum árum. Bezta birtingarmynd þessa eru viðbrögð sambandsins við því þegar þjóðaratkvæðagreiðslur um samrunaskref innan þess hafa ekki skilað þeim niðurstöðu sem hugnast hafa ráðamönnum í Brussel. Nýjasta dæmið um slíkt er höfnun írskra kjósenda á Stjórnarskrá Evrópusambandsins sem síðar var gefið nafnið Lissabon-sáttmálinn í misheppnaðri tilraun til þess að telja fólki trú um að eitthvað nýtt væri á ferðinni. Nú eiga Írarnir að kjósa aftur um málið á næsta ári samkvæmt nýjustu fréttum í samræmi við þá vinnureglu Evrópusambandsins að kosið sé aftur og aftur um sömu hlutina þar til niðurstaða fæst sem er ráðamönnum sambandsins að skapi. Og þá er aldrei kosið aftur.

Það hefur nefnilega komið berlega í ljós að frá sjónarhóli Evrópusambandsins er vilji kjósenda í slíkum atkvæðagreiðslum aðeins gjaldgengur ef hann er í samræmi við vilja ráðamanna í Brussel. Ef meirihluti kjósenda tekur upp á því að komast að annarri niðurstöðu er hún höfð að engu og allt reynt til þess að komast í kringum hana. Nokkuð sem óneitanlega minnir á þá tilhneigingu ófárra íslenzkra Evrópusambandsinna að telja þá, sem ekki komast að sömu niðurstöðu og þeir sjálfir í Evrópumálunum, bara alls ekkert vera að ræða málin og að skoðanir þeirra séu þar með engan veginn gjaldgengar í umræðunni.

Það er því deginum ljósara að ofan á allt annað væri aðild að Evrópusambandinu ekki skref fram á við í lýðræðislegu tilliti heldur þvert á móti stórt skref aftur á bak. Evrópusambandsaðild þýddi í reynd endalok íslenzks lýðræðis.

HHjörtur J. Guðmundsson er stjórnarmaður í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum.

Hnappur inn á Evróupvef

Sjónvarp

  • Telur að um misskilning sé að ræða

    Steingrímur J Horfa

  • Össur: „Diplómatískur sigur“

    „Ég er auðvitað ákaflega glaður og hamingjusamur með það að utanríkisráðherrarnir skuli hafa afgreitt þetta í dag. Það er diplómatískur sigur fyrir okkur Íslendinga Horfa

  • Leyfir mönnum að kæla sig

    Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að málin hafi þróast Íslendingum í vil innan Evrópusambandsins og hann segist vera bjartsýnn á að við fáum að halda okkar hlut hvað auð Horfa

  • Fjölþætt sannfæring

    Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í dag og vísar á bug ásökunum um svipuhögg og fle Horfa

  • Blendnar tilfinningar

    Steingrímur J. Sigfússon sagði að það bærðust blendnar tilfinningar í hans brjósti að lokinni kosningu þar sem hann studdi þá tillögu að farið yrði í aðildarviðræður við ESB Horfa

Ekkert svar barst frá ytri þjóni. Vinsamlegast reynið aftur síðar. (500 Can't connect to mas:82)

Skoðanir annarra

Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson

Í hvaða liði eru stjórnvöld?

HINN 26. febrúar sl Meira

Árni Þór Sigurðsson

Hvers vegna sögðu Norðmenn NEI?

Frændur okkar Norðmenn hafa tvívegis efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu, ESB, (áður Evrópubandalaginu), árin 1972 og 1992 Meira

Lýður Árnason

Kæru landsfundarmenn

Aðildarumsókn í ESB er draumur samfylkingar. Sjálfstæðismenn hafa fram að þessu ekki deilt þessum draumi. Meira

Jóhanna Jónsdóttir

Evrópusamstarf sparar vinnu og peninga

Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur sparað íslensku stjórnsýsluna umtalsverða vinnu og fjármuni við mótun löggjafar, t.d. á sviði umhverfismála. Meira

Þorsteinn Ásgeirsson

“Kreppan” og ESB

BANKAHRUNIÐ og stöðvun útlána hefur sett stórt strik í fjárfestingarfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sigið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn Meira

Charles Wyplosz

Athugasemd við grein 32 hagfræðinga

  Á ÍSLANDI fara nú fram mikilvægar umræður um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lítillega með því sem rætt hefur verið og ritað Meira

Árni Johnsen

Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

Íslenskar tilfinningar munu aldrei þola forsjá  annarra þjóða Meira

Kristján Vigfússon

Efnahagsleg- og pólitísk staða Íslands

Ísland og íslendingar hafa fundið á eigin skinni hvernig það er að vera einir og hálf umkomulausir í samfélagi þjóðanna síðast liðna mánuði Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að innlimun í sambandið sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan þess Meira

Ársæll Valfells og Heiðar Guðjónsson

Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda

Upptaka evru með inngöngu í ESB tæki of langan tíma, a.m.k. fimm ár. Því ber að íhuga vandlega einhliða upptöku gjaldmiðilsins. Meira

Elliði Vignisson

Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða?

Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

Tilkoma evrunnar var fyrst og fremst hugsuð sem stórt samrunaskref innan Evrópusambandsins. Tilgangurinn var öðru fremur pólitískur en ekki efnahagslegur, þ.e Meira

Axel Hall, Ásgeir Daníelsson, Ásgeir Jónsson, Benedikt Stefánsson, Bjarni Már Gylfason, Edda Rós Kar...

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Er EES-samningurinn orðinn úreltur?

Ekkert bendir til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé orðinn úreltur þó ýmsir hafi vissulega orðið til þess í gegnum tíðina að halda því fram Meira

Jóhanna Jónsdóttir

EES felur ekki í sér hefðbundið neitunarvald

EES-samningurinn felur ekki í sér neiturnarvald miðað við hefðbundnar skilgreiningar á neitunarvaldi ríkja innan alþjóðastofnanna. Meira

Davíð Þór Björgvinsson

Fullveldi og framsal valdheimilda: Samanburður á ESB og EES

Hér verður leitast við að skýra hvernig álitaefni um framsal ríkisvalds (fullveldis) og þörf fyrir breytingu á stjórnarskrá horfa við með ólíkum hætti gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnah Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Getum við rekið þá?

Getum við rekið þá sem stjórna landinu okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er um lýðræðið. Meira

Hjörleifur Guttormsson

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Þrautalendingin til að fullnægja evru-skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi Meira

Skúli Helgason

Samstaða um Evrópu

Þess vegna er lykilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mótfallnir komi að mótun samningsmarkmiðanna. Meira

Þorvaldur Jóhannsson

Erum við skák og mát ? Átt þú ekki næsta leik?

 Á NÝBYRJUÐU ári velta margir því fyrir sér, hverra kosta er völ fyrir lýðveldið Ísland í kjölfar bankahrunsins mikla. Hverjum er um að kenna? Meira

Andrés Pétursson

Fagna liðsinni formanns LÍÚ

Evrópusambandsaðild og upptaka evru er raunhæf leið sem getur aðstoðað okkur að halda uppi samkeppnishæfi þjóðarinnar. Meira

Engilbert Ingvarsson

Gegn umsókn í ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar á Landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Meira

Daniel Hannan

Áskorun til Íslendinga

Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Meira

Pálmi Jónsson

Góðir íslendingar, er EBS lausn?

SKÚLI Thoroddsen ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið þann 14. des sl. Lokaorð greinarinnar eru; „að ekkert sé að óttast þó að af aðild Íslands verði….“ Hvar er þá fullveldi Íslands komið? Meira

Tengt efni