[ Fara í meginmál | Forsíða | Veftré ]

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Hjörleifur Guttormsson


Það kemur við viðkvæma taug hjá áróðursmönnum ESB-aðildar hérlendis að minnst sé á krónískt og hátt atvinnuleysisstig innan Evrópusambandsins. Okkur Íslendingum þykir ógnvænlegt þegar atvinnuleysishlutfall hérlendis er komið upp í  4–5% eftir að hafa legið kringum 2–2,5% um langa hríð. Í Evrópusambandinu væru menn þó hæstánægðir með atvinnuleysi á þessum slóðum eftir að hafa búið við 7–9% atvinnuleysi að meðaltali mörg undanfarin ár. Áður en efnahagskreppan skall á sl. haust var atvinnuleysi í ESB rétt um 7% að meðaltali en fer nú hraðvaxandi. Á Evru-svæðinu var atvinnuleysið enn hærra en meðaltalið í aðildarríkjunum 27.

 

Um 17 milljónir atvinnuleysingja

Samkvæmt tölum hagstofnunar ESB, Eurostat, nam tala atvinnulausra í ESB samtals 16,7 milljónum manna í september 2008, þar af voru 11,7 milljónir á Evru-svæðinu. Í hagsveiflu síðustu ára hafði nokkur árangur náðst í að draga úr atvinnuleysi, m.a. í Þýskalandi, en bent er á að talsvert sé þar um falið atvinnuleysi. Jafnframt liggur fyrir samkvæmt tölum Eurostat að atvinnuleysi meðal kvenna er að jafnaði nokkru meira en hjá körlum. Vissulega er mikill munur á hversu alvarlegt ástandið er í einstökum ríkjum ESB, staðan skást í löndum eins og Danmörku, Hollandi og Austurríki en yfir meðaltali m.a. í Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni og í Portúgal. Sérstaka athygli vekur tiltölulega hátt atvinnuleysisstig í Svíþjóð og Finnlandi, á bilinu 5,2–6,1% þegar best lét á fyrrihluta árs 2008. Alvarlegust af öllu er þó staða ungs fólks á vinnumarkaði innan ESB þar sem 17–18% fólks yngra en 25 ára eða hátt í 5 milljónir voru án atvinnu fyrir kreppuna og höfðu tilraunir til úrbóta á því ástandi litlu skilað undanfarið.

 

Spennitreyja Evrusvæðisins

Aukinn þrýstingur á að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu er fyrst og fremst tilkominn vegna gjaldmiðilsmála, þ.e.meintrar nauðsynjar að leggja af krónuna og taka upp evru. Öllum ætti þó vera ljóst að innganga í myntbandalag ESB, sem aðeins 15 af ríkjunum 27 eiga aðild að, er háð ströngum skilyrðum Maastricht-sáttmálans og mörg ár myndu líða áður en Ísland hugsanlega yrði gjaldgengt í þann klúbb útvalinna. Nú sem fyrr blasir það líka við að efnahagskerfi okkar Íslendinga er af annarri gerð en hjá þeim þjóðum sem eru á evrusvæðinu og afar óhagstætt gæti reynst fyrir Ísland með evru sem mynt að búa við Maastricht-skilyrðin. Þrautalendingin til að fullnægja þeim skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi. 

 

Hvert stefnir ASÍ-forystan?

Það sætir furðu að forysta ASÍ hefur nú um skeið fyrirvaralaust krafist aðildar Íslands að ESB og sótti sér umboð fyrir þá stefnu á ársfundi sambandsins sl. haust. Tálbeitan sem launafólki er boðið upp á er evra eftir að Ísland hefði fengið aðild að myntbandalagi ESB. Í því efni leggjast þessi samtök launafólks á sömu sveif og atvinnurekendur, að því er virðist án þess að skeyta nokkru um þann gapastokk sem íslenskt launafólk yrði sett í með Maastricht-skilmálunum um svonefndan „efnahagslegan stöðugleika“. Atvinnurekendur hefðu með því tryggt sér tögl og hagldir í kjarasamningum, þar sem verkalýðshreyfingunni er í orði ætlað að velja á milli mikils atvinnuleysis eða “hóflegra kjarasamninga”. Eftir stæði á borði viðvarandi atvinnuleysi í líkingu við það sem menn nú eru að byrja að kynnast undir handarjaðri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Í ESB yrði húsbóndinn hins vegar Seðlabanki Evrópu og hann kæmi ekki til með að hlusta á neitt kvak norðan af Íslandi, hversu hart sem hér yrði í ári.

 

Krónan munaðarlausa

Stærsta mótsögnin í málflutningi ríkisstjórnarinnar, með Samfylkinguna í fararbroddi og Sjálfstæðisflokkinn á flótta, er að úthrópa krónuna sem gjaldmiðil á sama tíma og við blasir að þjóðin geti þurft að búa við hana um ófyrirséða framtíð. Krónan var ekki vandamálið sem framkallaði bankahrunið, heldur tilskipanir Evrópusambandsins sem hér voru lögleiddar fyrirvaralaust með EES-samningnum. Vangaveltur um einhliða upptöku evru eða annarrar myntar auka ekki á tiltrú almennings, enda afar áhættusöm leið, ekki síst við núverandi aðstæður. Við hvaða gengi á krónunni ætla menn að miða ef nýr gjaldmiðill væri upp tekinn?  Hér er á ferðinni hringavitleysa sem er viðhaldið af þeim sem gefa vilja sig Evrópusambandinu á vald hvað sem það kostar. Það gengur ekki upp að stjórnvöld iðki það helst að tala niður gjaldmiðilinn í stað þess að hlúa að honum svo að Íslendingar komist af stað með það endurreisnarstarf sem framundan er.  

 

Einhliða og þröng ESB-umræða

Sjálft Evrópusambandið er í kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Þeir sem hugsa um framtíð Íslands í ólgusjó heimskreppu eiga ekki að láta bjóða sér þá einsýnu umræðu þar sem spurningin um gjaldmiðilinn er gerð að upphafi og endi alls. Aðild að ESB varðar flest annað meira en peninga, þ.e. fjölmarga þætti sem í meginatriðum snúast um sjálfstæði til ákvarðana og lýðræðislega stjórnarhætti. Hvorttveggja skerðist með afdrifaríkum hætti gerist Ísland aðili að Evrópusambandinu.

Höfundur er náttúrufræðingur.

Hnappur inn á Evróupvef

Sjónvarp

  • Telur að um misskilning sé að ræða

    Steingrímur J Horfa

  • Össur: „Diplómatískur sigur“

    „Ég er auðvitað ákaflega glaður og hamingjusamur með það að utanríkisráðherrarnir skuli hafa afgreitt þetta í dag. Það er diplómatískur sigur fyrir okkur Íslendinga Horfa

  • Leyfir mönnum að kæla sig

    Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að málin hafi þróast Íslendingum í vil innan Evrópusambandsins og hann segist vera bjartsýnn á að við fáum að halda okkar hlut hvað auð Horfa

  • Fjölþætt sannfæring

    Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í dag og vísar á bug ásökunum um svipuhögg og fle Horfa

  • Blendnar tilfinningar

    Steingrímur J. Sigfússon sagði að það bærðust blendnar tilfinningar í hans brjósti að lokinni kosningu þar sem hann studdi þá tillögu að farið yrði í aðildarviðræður við ESB Horfa

Ekkert svar barst frá ytri þjóni. Vinsamlegast reynið aftur síðar. (500 Can't connect to mas:82)

Skoðanir annarra

Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson

Í hvaða liði eru stjórnvöld?

HINN 26. febrúar sl Meira

Árni Þór Sigurðsson

Hvers vegna sögðu Norðmenn NEI?

Frændur okkar Norðmenn hafa tvívegis efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu, ESB, (áður Evrópubandalaginu), árin 1972 og 1992 Meira

Lýður Árnason

Kæru landsfundarmenn

Aðildarumsókn í ESB er draumur samfylkingar. Sjálfstæðismenn hafa fram að þessu ekki deilt þessum draumi. Meira

Jóhanna Jónsdóttir

Evrópusamstarf sparar vinnu og peninga

Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur sparað íslensku stjórnsýsluna umtalsverða vinnu og fjármuni við mótun löggjafar, t.d. á sviði umhverfismála. Meira

Þorsteinn Ásgeirsson

“Kreppan” og ESB

BANKAHRUNIÐ og stöðvun útlána hefur sett stórt strik í fjárfestingarfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sigið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn Meira

Charles Wyplosz

Athugasemd við grein 32 hagfræðinga

  Á ÍSLANDI fara nú fram mikilvægar umræður um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lítillega með því sem rætt hefur verið og ritað Meira

Árni Johnsen

Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

Íslenskar tilfinningar munu aldrei þola forsjá  annarra þjóða Meira

Kristján Vigfússon

Efnahagsleg- og pólitísk staða Íslands

Ísland og íslendingar hafa fundið á eigin skinni hvernig það er að vera einir og hálf umkomulausir í samfélagi þjóðanna síðast liðna mánuði Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að innlimun í sambandið sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan þess Meira

Ársæll Valfells og Heiðar Guðjónsson

Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda

Upptaka evru með inngöngu í ESB tæki of langan tíma, a.m.k. fimm ár. Því ber að íhuga vandlega einhliða upptöku gjaldmiðilsins. Meira

Elliði Vignisson

Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða?

Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

Tilkoma evrunnar var fyrst og fremst hugsuð sem stórt samrunaskref innan Evrópusambandsins. Tilgangurinn var öðru fremur pólitískur en ekki efnahagslegur, þ.e Meira

Axel Hall, Ásgeir Daníelsson, Ásgeir Jónsson, Benedikt Stefánsson, Bjarni Már Gylfason, Edda Rós Kar...

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Er EES-samningurinn orðinn úreltur?

Ekkert bendir til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé orðinn úreltur þó ýmsir hafi vissulega orðið til þess í gegnum tíðina að halda því fram Meira

Jóhanna Jónsdóttir

EES felur ekki í sér hefðbundið neitunarvald

EES-samningurinn felur ekki í sér neiturnarvald miðað við hefðbundnar skilgreiningar á neitunarvaldi ríkja innan alþjóðastofnanna. Meira

Davíð Þór Björgvinsson

Fullveldi og framsal valdheimilda: Samanburður á ESB og EES

Hér verður leitast við að skýra hvernig álitaefni um framsal ríkisvalds (fullveldis) og þörf fyrir breytingu á stjórnarskrá horfa við með ólíkum hætti gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnah Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Getum við rekið þá?

Getum við rekið þá sem stjórna landinu okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er um lýðræðið. Meira

Hjörleifur Guttormsson

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Þrautalendingin til að fullnægja evru-skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi Meira

Skúli Helgason

Samstaða um Evrópu

Þess vegna er lykilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mótfallnir komi að mótun samningsmarkmiðanna. Meira

Þorvaldur Jóhannsson

Erum við skák og mát ? Átt þú ekki næsta leik?

 Á NÝBYRJUÐU ári velta margir því fyrir sér, hverra kosta er völ fyrir lýðveldið Ísland í kjölfar bankahrunsins mikla. Hverjum er um að kenna? Meira

Andrés Pétursson

Fagna liðsinni formanns LÍÚ

Evrópusambandsaðild og upptaka evru er raunhæf leið sem getur aðstoðað okkur að halda uppi samkeppnishæfi þjóðarinnar. Meira

Engilbert Ingvarsson

Gegn umsókn í ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar á Landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Meira

Daniel Hannan

Áskorun til Íslendinga

Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Meira

Pálmi Jónsson

Góðir íslendingar, er EBS lausn?

SKÚLI Thoroddsen ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið þann 14. des sl. Lokaorð greinarinnar eru; „að ekkert sé að óttast þó að af aðild Íslands verði….“ Hvar er þá fullveldi Íslands komið? Meira

Tengt efni