[ Fara í meginmál | Forsíða | Veftré ]

Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða?

Elliði Vignisson


Á seinustu árum hefur lítill hluti íslensku þjóðarinnar með bankamenn og pólitíska diplómata í fararbroddi látið stjórnast af ranghugmyndum um eigin gjörfugleika og getu.  Sjálfhverfan var alger. Öll hættumerki og varnaðarorð voru hunsuð og teflt á tæpasta vað án þess að hika í blindri trú á að Íslendingar gætu og kynnu betur en aðrir. Íslenskir útrásarvíkingar trúðu því að þeir hefðu höndlað viðskiptasannleikann betur en kaupahéðnar annarra þjóða. Rætt var um ágæti hins íslenska viðskiptamódels sem óræk vísindi.  Utanríkisstefna okkar og samskipti við erlendar þjóðir fór ekki varhluta af þessum ranghugmyndum. Kjörnir fulltrúar spígsporuðu um stríðshrjáð lönd með hjörð af embættismönnum og töldu sig geta, með nærverunni einni, miðlað málum milli stríðandi fylkinga betur en þjóðhöfðingjar stórvelda. Enn einn anginn af þessum ranghugmyndum er sú fjarstaða að láta sér detta í hug að Íslendingar geti gengið í ESB og samið um aðgengi að gæðum án þess að láta neitt á móti. 

Stefnur og straumar ESB eru löngu ljósir

ESB var stofnað með Rómarsáttmálanum 1957 af stórþjóðum Evrópu. Það er því alveg ljóst að ekki þarf að sækja um aðild að ESB til að sjá hvað er í boði. ESB er starfandi samband með virkar stefnur og ríka hefð. Til að sjá hvað er í boði þarf ekki annað en að skoða ESB og þá er einnig kjörið að kanna hvað varð þess valdandi að stórþjóðin Noregur, sem er ríkt af auðlindum eins og við, felldi aðild í tvígang í þjóðarkosningum. 

Viðræður Norðmanna og ESB

Þróun umræðunnar um ESB á Íslandi líkist um margt þeim aðstæðum sem uppi voru í Noregi þegar Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra og formaður verkamannaflokksins lagði allt undir í viðleitni til að gera Noreg að ESB ríki. Farið var í aðildarviðræður með því fororði að samið yrði um varanlegar undanþágur og mikið gert úr skilningi ESB á sérstöðu Noregs. Fögur voru fyrirheitin. Þegar samningsuppkastið lá fyrir kom í ljós að samninganefndin hafði í raun gefið eftir varanlegan yfirráðarétt yfir fiskistofnum sínum fyrir sunnan 62. breiddargráðu frá og með fyrsta degi aðildar og þremur árum síðar á hafsvæðinu þar fyrir norðan. Við þetta bættist að ekki höfðu fengist neinar varanlegar tryggingar gegn kvótahoppi. Í raun hafði lítið sem ekkert af kröfum samninganefndarinnar í sjávarútvegsmálun náð fram ef undan er skilið aðlögunarfrestur í skamman tíma. Hefði þjóðin samþykkt samningsdrögin hefði Noregur misst forræðið yfir nýtingu fiskistofnanna að mati Norges Fiskarlag. ESB hefði því allt frá fyrsta degi annast gerð fiskveiðisamninga við ríki utan þess. Stofnanir ESB hefðu þannig ákveðið lágmarksstærð á fiski, möskvastærð veiðifæra, svæðaskiptingu og lokanir veiðisvæða. Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu vildu aðildarsinnar meina að eftir að inn í ESB yrði komið væri svo hægt að beita áhrifum innan ráðherraráðsins til að ná fram nauðsynlegum breytingum. Meirihluti þjóðarinnar taldi hinsvegar að þau þrjú atkvæði af 90 sem hin 5 milljóna norska þjóð hefði í ráðherraráðinu dygði skammt og felldi samninginn í atkvæðagreiðslu. 

Hvað segja forsvarsmenn ESB

Forsvarsmenn ESB hafa alla tíð verið algerlega ærlegir gagnvart Íslendingum um það að Ísland yrði með inngöngu í ESB að beygja sig undir sameiginlegar samþykktir ESB. Í fréttablaðinu 8. nóvember síðastliðinn sagði Olle Rehn, stækkunarstjóri ESB að það væru „engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu.“  Enginn skyldi halda að stækkunarstjórinn hafi þar fært ný tíðindi enda hefur þetta ætíð verið svarið þegar að er spurt. Þannig sló Emma Bonino, framkvæmdarstjóri sjávarútvegsmála ESB á sama streng í viðtali við Morgunblaðið 1995 þegar hún sagði að Ísland fengi ekki full yfirráð yfir fiskveiðilögsögu sinni heldur yrði eins og önnur aðildarlönd að gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Orðrétt sagði hún: „meginreglan er sú að sameiginleg stefna er öllum sameiginleg, hvort sem um er að ræða fiskveiðar eða landbúnað. Sami rammi gildir fyrr alla.“ Svo mörg voru þau orð. Séð í þessu ljósi þarf vart að undrast þegar rifjuð eru upp orð Norska stjórnmálaforingjans Erik Solheim sem sagði: „Það er mjög lítill skilningur innan EB á sérstöðu Norðmanna. Fiskurinn er undirstaða búsetu eftir allri strandlengju Noregs. Þessu hefur EB ekki sýnt áhuga“

 

Kostir og gallar

Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Þessi samtök voru stofnuð 1957 og á 52 árum hafa mótast nokkuð skýrar leikreglur. Okkur Íslendingum má ljóst vera að ýmsir kostir fylgja því að ganga í ESB. Okkur má hinsvegar jafn ljóst vera að aðgengið að þessum gæðum verða dýru verði keypt. Tal aðildarsinna um varanlegar undanþágur eru fjarstæða. Aðildarviðræður eru því ekki nauðsynlegar til að sjá hvað er í boði. Hitt er svo annað hvort vegi meira kostirnir eða gallarnir og um það þarf þjóðin að greiða atkvæði þegar aðstæður skapast.  Einungis þannig er hægt að ákveða hvort fara eigi í aðildarviðræður.

Elliði Vignisson Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

Hnappur inn á Evróupvef

Sjónvarp

  • Telur að um misskilning sé að ræða

    Steingrímur J Horfa

  • Össur: „Diplómatískur sigur“

    „Ég er auðvitað ákaflega glaður og hamingjusamur með það að utanríkisráðherrarnir skuli hafa afgreitt þetta í dag. Það er diplómatískur sigur fyrir okkur Íslendinga Horfa

  • Leyfir mönnum að kæla sig

    Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að málin hafi þróast Íslendingum í vil innan Evrópusambandsins og hann segist vera bjartsýnn á að við fáum að halda okkar hlut hvað auð Horfa

  • Fjölþætt sannfæring

    Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í dag og vísar á bug ásökunum um svipuhögg og fle Horfa

  • Blendnar tilfinningar

    Steingrímur J. Sigfússon sagði að það bærðust blendnar tilfinningar í hans brjósti að lokinni kosningu þar sem hann studdi þá tillögu að farið yrði í aðildarviðræður við ESB Horfa

Ekkert svar barst frá ytri þjóni. Vinsamlegast reynið aftur síðar. (500 Can't connect to mas:82)

Skoðanir annarra

Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson

Í hvaða liði eru stjórnvöld?

HINN 26. febrúar sl Meira

Árni Þór Sigurðsson

Hvers vegna sögðu Norðmenn NEI?

Frændur okkar Norðmenn hafa tvívegis efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu, ESB, (áður Evrópubandalaginu), árin 1972 og 1992 Meira

Lýður Árnason

Kæru landsfundarmenn

Aðildarumsókn í ESB er draumur samfylkingar. Sjálfstæðismenn hafa fram að þessu ekki deilt þessum draumi. Meira

Jóhanna Jónsdóttir

Evrópusamstarf sparar vinnu og peninga

Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur sparað íslensku stjórnsýsluna umtalsverða vinnu og fjármuni við mótun löggjafar, t.d. á sviði umhverfismála. Meira

Þorsteinn Ásgeirsson

“Kreppan” og ESB

BANKAHRUNIÐ og stöðvun útlána hefur sett stórt strik í fjárfestingarfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sigið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn Meira

Charles Wyplosz

Athugasemd við grein 32 hagfræðinga

  Á ÍSLANDI fara nú fram mikilvægar umræður um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lítillega með því sem rætt hefur verið og ritað Meira

Árni Johnsen

Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

Íslenskar tilfinningar munu aldrei þola forsjá  annarra þjóða Meira

Kristján Vigfússon

Efnahagsleg- og pólitísk staða Íslands

Ísland og íslendingar hafa fundið á eigin skinni hvernig það er að vera einir og hálf umkomulausir í samfélagi þjóðanna síðast liðna mánuði Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að innlimun í sambandið sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan þess Meira

Ársæll Valfells og Heiðar Guðjónsson

Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda

Upptaka evru með inngöngu í ESB tæki of langan tíma, a.m.k. fimm ár. Því ber að íhuga vandlega einhliða upptöku gjaldmiðilsins. Meira

Elliði Vignisson

Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða?

Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

Tilkoma evrunnar var fyrst og fremst hugsuð sem stórt samrunaskref innan Evrópusambandsins. Tilgangurinn var öðru fremur pólitískur en ekki efnahagslegur, þ.e Meira

Axel Hall, Ásgeir Daníelsson, Ásgeir Jónsson, Benedikt Stefánsson, Bjarni Már Gylfason, Edda Rós Kar...

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Er EES-samningurinn orðinn úreltur?

Ekkert bendir til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé orðinn úreltur þó ýmsir hafi vissulega orðið til þess í gegnum tíðina að halda því fram Meira

Jóhanna Jónsdóttir

EES felur ekki í sér hefðbundið neitunarvald

EES-samningurinn felur ekki í sér neiturnarvald miðað við hefðbundnar skilgreiningar á neitunarvaldi ríkja innan alþjóðastofnanna. Meira

Davíð Þór Björgvinsson

Fullveldi og framsal valdheimilda: Samanburður á ESB og EES

Hér verður leitast við að skýra hvernig álitaefni um framsal ríkisvalds (fullveldis) og þörf fyrir breytingu á stjórnarskrá horfa við með ólíkum hætti gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnah Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Getum við rekið þá?

Getum við rekið þá sem stjórna landinu okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er um lýðræðið. Meira

Hjörleifur Guttormsson

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Þrautalendingin til að fullnægja evru-skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi Meira

Skúli Helgason

Samstaða um Evrópu

Þess vegna er lykilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mótfallnir komi að mótun samningsmarkmiðanna. Meira

Þorvaldur Jóhannsson

Erum við skák og mát ? Átt þú ekki næsta leik?

 Á NÝBYRJUÐU ári velta margir því fyrir sér, hverra kosta er völ fyrir lýðveldið Ísland í kjölfar bankahrunsins mikla. Hverjum er um að kenna? Meira

Andrés Pétursson

Fagna liðsinni formanns LÍÚ

Evrópusambandsaðild og upptaka evru er raunhæf leið sem getur aðstoðað okkur að halda uppi samkeppnishæfi þjóðarinnar. Meira

Engilbert Ingvarsson

Gegn umsókn í ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar á Landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Meira

Daniel Hannan

Áskorun til Íslendinga

Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Meira

Pálmi Jónsson

Góðir íslendingar, er EBS lausn?

SKÚLI Thoroddsen ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið þann 14. des sl. Lokaorð greinarinnar eru; „að ekkert sé að óttast þó að af aðild Íslands verði….“ Hvar er þá fullveldi Íslands komið? Meira

Tengt efni