[ Fara í meginmál | Forsíða | Veftré ]

Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda

Ársæll Valfells og Heiðar Guðjónsson

[ Smelltu til að sjá stærri mynd ]

UNDIRRITAÐIR hafa bent á einhliða upptöku á öðrum gjaldmiðli sem valkost sem stjórnvöld ættu að skoða í núverandi efnahagsþrengingum. Fátt er verra í krísum en að hafa ekki valkosti. Ástæða þess að einhliða upptöku evru er stillt fram sem valkosti er einmitt sú að mikil óvissa ríkir um hversu langan tíma það tekur fyrir Ísland að fá fast land í gengismálum með hefðbundnu umsóknarferli að ESB. Því vaknar sú spurning hvort íslenskur efnahagur hafi efni á því að bíða?

Hér ríkir óvissa.

1) Líklegt er að það taki a.m.k. 12 mánuði að semja við ESB

2) Óvissa ríkir um að aðildarsamningur verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu

3) Það þarf fleiri en eina þjóðaratkvæðagreiðslu sem og breytingu á stjórnarskrá

4) Það tekur 27 aðildarríki 1-2 ár að samþykkja inngöngu Íslands í ESB

5) Ekki er vitað hvar Ísland lendir í biðröð áður samþykktra aðildarríkja

6) Frekari stækkun ESB er háð samþykkt Lissabon-sáttmálans

7) Sækja þarf um ERM II eftir samþykkt en Búlgaría sótti þar um fyrir 2 árum og hefur enn ekki fengið svar

8) Ísland þarf að vera a.m.k. 2 ár í ERM II og uppfylla öll skilyrði til þess að geta fengið aðild að EMU og þar með evru.

Því tekur upptaka evru með inngöngu í ESB í minnsta lagi 5 ár, gæti hæglega tekið 10 ár.

Aðlögunarferlið fælist í því að framhald verði á gjaldeyrishöftum um ófyrirséðan tíma. Seðlabanki Íslands telur að um 500 milljarðar króna séu nú inni í landinu af svokölluðum jöklabréfum og 18% vaxtastig þýðir að greiddir eru um 100 milljarðar á ári í vexti. Leyfilegt er samkvæmt nýjum gjaldeyrishöftum að taka vexti út úr landinu á hinu opinbera gengi. Það munar um minna. Almenningur og fyrirtæki munu bera þann vaxtabagga og atvinnulífið verður lokað á meðan í gjaldeyrishöftum og mun hugsanlega bíða verulegt tjón af.

Því er haldið fram að Seðlabanki Íslands sé lánveitandi til þrautavara. Hver getur nefnt dæmi um slíka fyrirgreiðslu bankans, sem eingöngu sinnti einföldustu lausafjáraðstoð, en brást algerlega sem lánveitandi til þrautavara? Hvernig er hægt að halda því fram að Seðlabanki Evrópu sé lánveitandi til þrautavara? Benelux-bankinn Fortis, einn stærsti banki Evrópu, leitaði að þrautavaralánum í september og Seðlabanki Evrópu aðhafðist ekkert. Seðlabankar Belgíu, Hollands og Lúxemborgar gátu heldur ekkert að gert, enda voru þeir búnir að framselja peningaprentunarvald sitt til Seðlabanka Evrópu. Það dæmdist því á ríki hvers lands að grípa inn í með ríkisstyrki. Það sama á við í Bandaríkjunum þegar vandinn var orðinn það mikill að þingið samþykkti í haust ríkisaðstoð til bankanna þar í landi, enda gat Seðlabankinn ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi. Það gerðist einnig í Bretlandi. Það fer ekki fram hjá þeim sem með fylgjast að seðlabankar eru ekki lánveitendur til þrautavara í alþjóðavæddum heimi, heldur ríkisstjórnir. Þegar allt kemur til alls er það ríkið sem stendur á bakvið seðlabankana, eins og alltaf hefur verið. Einhliða upptaka er því ekkert frábrugðin aðild að myntbandalagi þegar horft er til lánveitanda til þrautavara.

Því hefur einnig verið haldið fram að gjaldeyriskreppan stafi fyrst og fremst af fjármagnsflótta frá landinu vegna vantrausts á íslenskt fjármálakerfi og efnahagsmál – ekki aðeins vantrausts á þjóðarmyntina sem slíka. Líkur á fjármagnsflótta frá landinu minnka verulega með því að taka upp trausta mynt og auðveldara er að endurreisa traust á fjármálastofnanir og efnahag.

Erfitt getur reynst að afnema gjaldeyrishöft þegar krónan er enn við lýði. Því líklegt er að við afnám haftanna yrði verulegum hluta íslensks sparnaðar breytt í erlenda mynt og geymdur í íslenskum eða erlendum fjármálastofnunum.

Því er haldið fram að innlendir aðilar myndu einnig flýja hið nýja ríkisbankakerfi eftir evruvæðingu. Líkurnar á flótta eru meiri ef stuðst er við krónu frekar en erlenda mynt. Það væri fróðleg æfing fyrir Íslending að reyna að stofna bankareikninga erlendis og færa öll dagleg bankaviðskipti sín þangað ásamt lánum. Viðskiptabankar eru þjóðlegir vegna nálægðar við viðskiptavininn. Viðskiptabankar hafa engan áhuga á viðskiptavinum sem þeir þekkja ekki. Þar við bætist að íslenskt bankakerfi yrði miklu meira traustvekjandi ef það byggði á alþjóðlegri mynt en ekki á íslenskum krónum og því minni ástæða til að flýja. Það er sama hvert litið er til að finna dæmi. Erlendir aðilar hafa alltaf sýnt mikinn áhuga á að kaupa fjármálafyrirtæki í löndum sem taka upp alþjóðamynt. Með því yrði kerfið tryggara. Í dag hugsa viðskiptavinir bankanna fyrst og fremst um gjaldmiðilinn og hafa áhuga á að eiga viðskipti við innlendar fjármálastofnanir í erlendum myntum en er bannað það með núverandi gjaldeyrishöftum.

Því er haldið fram að erlendir aðilar sem eiga jöklabréf og fjárfestingar á Íslandi séu líklegri til að færa fjármagn sitt frá landinu ef það styðst ekki lengur við krónuna, smæstu og eina verstu mynt heims. Jöklabréfaeigendur vilja fá greitt í erlendri mynt að lokum, hjá því verður ekki komist. Bjóðist þeim viðunandi kjör í evrum er líklegra að þeir haldi fjármunum sínum í landinu þegar gengisáhættan hefur verið tekin út.

 

Færð hafa verið fyrir því rök hvernig unnt er að tryggja íslenskt bankakerfi í alþjóðlegri mynt án aðildar að myntsamstarfi. Með því að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans og leggja afganginn af honum inn í bankana sem nýtt hlutafé. Með því að fá tryggingu í erlendum eignum lífeyrissjóða landsins gegn greiðslu og með því að hafa ódregin lán frá AGS á hliðarlínunni má tryggja hverja einustu evru, dollar eða aðra mynt í kerfinu. Slíkt kerfi er hvergi til, og í raun óþarft, en er hér nefnt til sögunnar til að sýna hversu einfalt það er að tryggja kerfið. Líklegt er að að óbreyttu muni líða 5-10 ár þar til rekstrarhæft umhverfi kemst á og gjaldeyrishöft verða afnumin að fullu.

 

Hvorugur undirritaðra talar í nafni stofnunar eða félags. Undirritaðir eru ekki sammála um hvort gangi eigi í Evrópusambandið eður ei. Við viljum einfaldlega koma því á framfæri að það eru fleiri kostir í stöðunni en aðild að myntbandalagi ESB í gegnum umsókn að bandalaginu. Við höfum áhyggjur af því að ef á að fara þá leið að taka upp nýja mynt með aðild að ESB þá verði kostnaður fyrirtækja og heimila svo hár að varanlegur efnahagslegur skaði hljótist af.

 

Alþjóðlega fjármálakrísan sem nú ríkir er án fordæmis. Það hefur gert það að verkum að stjórnvöld um allan heim hafa þurft að grípa til óhefðbundinna efnahagslegra aðgerða. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að hafa gripið til aðgerða til að stemma stigu við fjármálakreppunni. Aðgerða sem margar hverjar eru án fordæma og á hagfræðilega „ókortlögðu svæði“. Þeirri gagnrýni svarar Ben Bernanke t.d. í Financial Times þann 5 janúar: „Ein af niðurstöðum mínum eftir að hafa rannsakað kreppuna miklu er sú að fólk er gjarnt á að halda að hefðbundnar leiðir séu öruggar...“ „En stefna út úr vandamáli á alltaf að byggjast á eðli vandamálsins. Í alvarlegum krísum geta hefðbundnar leiðir reynst vera mjög vondar stefnur.“

 

 


Ársæll Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Novators.

Hnappur inn á Evróupvef

Sjónvarp

  • Telur að um misskilning sé að ræða

    Steingrímur J Horfa

  • Össur: „Diplómatískur sigur“

    „Ég er auðvitað ákaflega glaður og hamingjusamur með það að utanríkisráðherrarnir skuli hafa afgreitt þetta í dag. Það er diplómatískur sigur fyrir okkur Íslendinga Horfa

  • Leyfir mönnum að kæla sig

    Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að málin hafi þróast Íslendingum í vil innan Evrópusambandsins og hann segist vera bjartsýnn á að við fáum að halda okkar hlut hvað auð Horfa

  • Fjölþætt sannfæring

    Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í dag og vísar á bug ásökunum um svipuhögg og fle Horfa

  • Blendnar tilfinningar

    Steingrímur J. Sigfússon sagði að það bærðust blendnar tilfinningar í hans brjósti að lokinni kosningu þar sem hann studdi þá tillögu að farið yrði í aðildarviðræður við ESB Horfa

Ekkert svar barst frá ytri þjóni. Vinsamlegast reynið aftur síðar. (500 Can't connect to mas:82)

Skoðanir annarra

Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson

Í hvaða liði eru stjórnvöld?

HINN 26. febrúar sl Meira

Árni Þór Sigurðsson

Hvers vegna sögðu Norðmenn NEI?

Frændur okkar Norðmenn hafa tvívegis efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu, ESB, (áður Evrópubandalaginu), árin 1972 og 1992 Meira

Lýður Árnason

Kæru landsfundarmenn

Aðildarumsókn í ESB er draumur samfylkingar. Sjálfstæðismenn hafa fram að þessu ekki deilt þessum draumi. Meira

Jóhanna Jónsdóttir

Evrópusamstarf sparar vinnu og peninga

Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur sparað íslensku stjórnsýsluna umtalsverða vinnu og fjármuni við mótun löggjafar, t.d. á sviði umhverfismála. Meira

Þorsteinn Ásgeirsson

“Kreppan” og ESB

BANKAHRUNIÐ og stöðvun útlána hefur sett stórt strik í fjárfestingarfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sigið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn Meira

Charles Wyplosz

Athugasemd við grein 32 hagfræðinga

  Á ÍSLANDI fara nú fram mikilvægar umræður um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lítillega með því sem rætt hefur verið og ritað Meira

Árni Johnsen

Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

Íslenskar tilfinningar munu aldrei þola forsjá  annarra þjóða Meira

Kristján Vigfússon

Efnahagsleg- og pólitísk staða Íslands

Ísland og íslendingar hafa fundið á eigin skinni hvernig það er að vera einir og hálf umkomulausir í samfélagi þjóðanna síðast liðna mánuði Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að innlimun í sambandið sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan þess Meira

Ársæll Valfells og Heiðar Guðjónsson

Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda

Upptaka evru með inngöngu í ESB tæki of langan tíma, a.m.k. fimm ár. Því ber að íhuga vandlega einhliða upptöku gjaldmiðilsins. Meira

Elliði Vignisson

Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða?

Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

Tilkoma evrunnar var fyrst og fremst hugsuð sem stórt samrunaskref innan Evrópusambandsins. Tilgangurinn var öðru fremur pólitískur en ekki efnahagslegur, þ.e Meira

Axel Hall, Ásgeir Daníelsson, Ásgeir Jónsson, Benedikt Stefánsson, Bjarni Már Gylfason, Edda Rós Kar...

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Er EES-samningurinn orðinn úreltur?

Ekkert bendir til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé orðinn úreltur þó ýmsir hafi vissulega orðið til þess í gegnum tíðina að halda því fram Meira

Jóhanna Jónsdóttir

EES felur ekki í sér hefðbundið neitunarvald

EES-samningurinn felur ekki í sér neiturnarvald miðað við hefðbundnar skilgreiningar á neitunarvaldi ríkja innan alþjóðastofnanna. Meira

Davíð Þór Björgvinsson

Fullveldi og framsal valdheimilda: Samanburður á ESB og EES

Hér verður leitast við að skýra hvernig álitaefni um framsal ríkisvalds (fullveldis) og þörf fyrir breytingu á stjórnarskrá horfa við með ólíkum hætti gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnah Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Getum við rekið þá?

Getum við rekið þá sem stjórna landinu okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er um lýðræðið. Meira

Hjörleifur Guttormsson

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Þrautalendingin til að fullnægja evru-skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi Meira

Skúli Helgason

Samstaða um Evrópu

Þess vegna er lykilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mótfallnir komi að mótun samningsmarkmiðanna. Meira

Þorvaldur Jóhannsson

Erum við skák og mát ? Átt þú ekki næsta leik?

 Á NÝBYRJUÐU ári velta margir því fyrir sér, hverra kosta er völ fyrir lýðveldið Ísland í kjölfar bankahrunsins mikla. Hverjum er um að kenna? Meira

Andrés Pétursson

Fagna liðsinni formanns LÍÚ

Evrópusambandsaðild og upptaka evru er raunhæf leið sem getur aðstoðað okkur að halda uppi samkeppnishæfi þjóðarinnar. Meira

Engilbert Ingvarsson

Gegn umsókn í ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar á Landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Meira

Daniel Hannan

Áskorun til Íslendinga

Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Meira

Pálmi Jónsson

Góðir íslendingar, er EBS lausn?

SKÚLI Thoroddsen ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið þann 14. des sl. Lokaorð greinarinnar eru; „að ekkert sé að óttast þó að af aðild Íslands verði….“ Hvar er þá fullveldi Íslands komið? Meira

Tengt efni