[ Fara í meginmál | Forsíða | Veftré ]

Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

Árni Johnsen


Íslenskar tilfinningar munu aldrei þola forsjá  annarra þjóða. Þess vegna getur Evrópusambandið aldrei orðið heimahöfn Íslands og þeir samningar og samskipti sem við kunnum að þurfa að gera við aðrar þjóðir  um viðskiptaleg, menningarleg, félagsleg og stjórnmálaleg tengsl, mega í engu, alls engu, veikja fullkominn rétt okkar Íslendinga yfir auðlindum okkar, hvorki varðandi fiskimiðin, orkuna í landinu, fallvötnum , gufu, jarðhita, olíu, né fólkinu sjálfu. Þessir þættir eru grunnurinn að fullveldi Íslands, þessu yndislega og auðuga landi okkar og við eigum líka okkar trú, Guð vors lands í brjósti okkar, orð og afl kærleikans. Við skulum aldrei taka þá áhættu að Ísland verði höfuðlaust. Í 1100 ára sögu okkar hefur Ísland verið sjálfstætt ríki í  aðeins 64 ár. Tökum enga áhættu. Sjálfstæði er eins og lífið sjálft, meðbyr og mótbyr. Við getum sigrast á öllum mótbyr með samstöðu og leikgleði, með lítillæti, auðmýkt og þakklæti, þori og djörfung.

 Varðstaða um hagsmuni Íslands og sjálfstæði er lykilatriði

Þegar kemur að landsfundi Sjálfstæðisflokksins í janúarlok mun enginn íslenskur stjórnmálaflokkur hafa gert eins víðtæka úttekt á afstöðu landsmanna til Evrópusambandsins. Það er fordæmalaust hvernig Samfylkingin er nú að hóta Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórnarsamstarfi varðandi umfjöllun um Evrópusambandið. Auðvitað vita allir að kosningar á Íslandi á næstunni eru ekki það brýnasta, kosningar væru fáránlegt innhlaup í stöðu mála. Sjálfastæðisflokkurinn hefur aldrei látið hóta sér né gefið eftir þegar hagsmunir Íslands eru í húfi. Samfylkingingunni veður ekki kápan úr því klæðinu að reyna að blanda sér inn í landsfundarvinnu sjálfstæðismanna.

 

Í rauninni höfum við allt sem við þurfum út úr Evrópusambandinu með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu EES: Frjáls viðskipti með iðnvarning, frjáls fjármagnsviðskipti, þjónustuviðskipti og frjálsan atvinnu og búseturétt, sem reyndar orkar tvímælis. Við höfum sameiginlegar samkeppnisreglur um afnám einokunar á ýmsum sviðum, takmörkun ríkisstyrkja sem reyndar orkar tvímælis fyrir litla þjóð. Við höfum opin útboð opinberra stofnana á öllu svæðinu, samvinnu um neytendavernd, vernd vistkerfisins, öryggi á vinnustöðum, félagsmál, rannsóknir og þróun og menntamál. Þá má nefna sameiginlegar stofnanir eins og EES ráðið, leiðtogaráðið, EES nefndina og þingmannanefndina og ráðgjafanefnd EES, en sumt af þessu er nú frekar linkennt.

 Hvaða völd og áhrif gefa 4 þingmenn af 800

EES samningurinn felur ekki í sér aðild að stofnunum ESB svo sem Evrópuráðinu, Evrópuþinginu, Evrópudómstólnum og framkvæmdastjórn ESB, fremur en aðild að ýmsum þáttum  sem varða samstarf í sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB, landbúnaðarstefnu, viðskiptastefnu, efnahags- og myntbandalagi, byggðamálum, skattamálum, utanríkis- og öryggismálum og innanríkis- og dómsmálum. Með aðild að ESB opnast dyr að fyrrgreindum þáttum með svokallaðri fullri aðild að löggjöf sem hér tekur gildi sem afleiðing reglna frá ESB. Gallinn er bara sá að við verðum ótrúlega áhrifalítil með kannski 4 þingmenn af 800 á Evrópuþinginu. Að halda því fram að við fáum fullan aðgang að þróun mála eru falsvonir og aftur falsvonir, að sjálfsögðu vegna smæðar okkar. Við hefðum einfaldlega ekkert vægi við atkvæðagreiðslu

 

Stærsti gallinn viðaðild af ESB varðar grunninn að fullveldi Íslands, völdin yfir fjöreggi landsins, fiskimiðunum, en sú auðlind, fiskimiðin, er eina auðlindin í ESB löndunum sem ESB ásælist rétt og völd yfir. Með slíkum kröfum eigum við enga samleið með ESB. ESB hefur að vísu státað af því að hafa látið Möltu njóta 1500 tonna kvóta þarlendis án valdtöku. Dettur einhverjum í hug að Evrópusambandið myndi láta okkar kvóta upp á1,5- 2 millj. tonna fljóta hjá. Gleymum því, en hins vegar er sjálfsagt að kanna málin til hlítar.

 

Nokkrir af alvarlegum göllum við aðild að ESB er m.a. framsal ákvörðunarvalds í ýmsum málaflokkum, sem myndi færast til stofnana ESB með beinum réttaráhrifum  ESB gerða á Íslandi sem í öðrum ESB löndum.

 

Við Íslendingar myndum án efa lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að hlíta niðurstöðum atkvæðagreiðslu í mikilvægum málum, þar sem Ísland væri efnislega á öndverðum meiði við meirihlutann. Margir þeirra málaflokka sem EES samningurinn tekur ekki til eru pólitískt viðkvæmir, t.d. utanríkis- og varnarmál, auk sjávarútvegsmála þar sem bjöllurnar klingja alltaf hæst. Einnig landbúnaðarmál og málefni alþjóðaviðskipta. Það sjá allir í hendi sér hvaða þýðingu það hefur að hafa fjóra fulltrúa af átta hundruð á Evrópuþinginu.

Gallarnir við aðild  að ESB vega að fullveldi Íslands

Það má segja að kostirnir við aðild að ESB fyrir sjávarútveginn væru fullt tollfrelsi fyrir afurðir, en við höfum þegar verulegt tollfrelsi. Einnig hafa menn nefnt það kost að fá aðild að sjávarútvegsstefnu ESB. Við erum hins vegar langt á undan ESB í þeim efnum nú þegar. Það er barnalegt að halda að þeir verði viðhlæjendur við okkur.

 

Gallarnir eru skelfilegir og vega að fullveldi Íslands:

 

- Setning aflahámarks yrði gerð af Ráðherraráðinu.

 

- Útlendingum yrði heimilt að að eiga meirihluta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Allar dyr myndu opnast fyrir yfirtöku  ESB landa á höfuðauðlind  Íslands, fiskimiðunum.

 

- forræði á samningum við þriðju ríki færi til framkvæmdastjórnar ESB.

 

- Samningar um deilistofna yrðu á forræði ESB.

 

- Viðbragðsflýtir kerfisins yrði minni, til að mynda varðandi úthlutunarvenjur í loðnu.

 

- Eftirlitskerfi ESB með fiskveiðum er nær óvirkt.

 

- Styrkjakerfi ESB er þannig að það gæti hvatt íslenska útgerðarmenn til að leita frekar styrkja en hagkvæmustu leiða í veiðum og vinnslu.

 

- Langtíma yfirráð yfir auðlindinni, fiskimiðunum, er ekki tryggð. Fiskimiðin eru hjartað í sjálfstæði Íslands, auðlindin sem við höfum byggt á og munum byggja á um ókomna tíð. Fiskimiðin eru heimanmundur Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar með yfir 50% af  þjóðartekjum.Ef við töpum réttingum yfir fiskimiðunum höfum við um leið tapað sjálfstæði Íslands.

 Könnun á nýrri mynt í stað krónu og ákvörðun er óháð aðild  ESB

Kostirnir  varðandi evru með aðild að ESB yrði mögulega ávinningur með samræmdum stýrivöxtum, afnámi verðtryggingar, mögulegri starfsemi erlendra banka á Íslandi. Hins vegar þarf upptaka nýrrar myntar á Íslandi ekki að vera háð inngöngu í ESB.

 

Gallarnir eru m.a. að ekki yrði hægt að nota stýrivesti sem hagstjórnartæki og við skulum ekki gleyma því að við erum fyrst og fremst veiðimannasamfélag þar sem sveiflur koma ávallt inn í myndina. Styrkur íslenskra banka gæti minnkað með afnámi verðtryggingar og aukinnar samkeppni. Hagsveiflur gætu komið fram í atvinnustigi frekar en gengisstigi og það er borðliggjandi staðreynd að „ öflugu“ myntirnar, evra og dollar t.d. hafa hlaupið upp og niður eins og litla íslenska krónan hefur einnig gert.

 Íslenskur landbúnaður myndi snarveikjast með aðild að ESB

Varðandi landbúnaðinn má kalla það kosti að með aðild að ESB opnaðist aðgangur að styrkjakerfi sem er mjög víðfemt og greiður aðgangur yrði á markaði  ESB ríkja. Þennan aðgang höfum við þó í miklum mæli, en höfuðgallinn er sá að aðild að ESB gæti riðið íslenskum landbúnaði að fullu. Evrópsk landbúnaðarmatvæli eru að öllu jöfnu ódýrari en íslensk, en gæði þeirra íslensku eru í mörgum tilvikum mun meiri og eftirsóknarverðari. Það er ekki aðeins spurning um matvælin  heldur ekki síður fjárfestingu Íslendinga í sveitum landsins, öryggið sem íslenska framleiðslan veitir, gæðin, atvinnan. Íslenskar afurðir myndu að öllum líkindum verða undir í samkeppni við erlendar vörur. Hvað myndi það kosta þjóðfélagið í sköttum til að leysa vandann sem upp kæmi þegar eðlilegt haghjól okkar íslendinga stæði fast í evrópskum gylliboðum. Þá er það einnig morgunljóst að staða dýraheilbrigðis er almenn mun síðri í aðildarlöndum ESB en hér á landi. Það er því margs að gæta.

 

 Metum bæði kostina og gallana við aðild að ESB. Á þeim  grunni verða Íslendingar að taka afstöðu.

 

1. Það er sjálfsagt að taka slaginn, taka viðræður við ESB og kryfja til mergjar kostina og gallana.

 

2. Það þarf að skoða marga hluti, til að mynda áhrif ESB aðildar á hversdagsstjórnun íslenskra sveitarstjórna sem myndi verða mun hægari en nú er með endalausri afskiptasemi „Brussel“

 

3. Það þarf að skoða til hlítar möguleikana á myntbreytingu, evru, dollar eða annarri mynt, gæta þess hvað er hagkvæmast fyrir okkur og taka þann slag. Það er ótengt aðild að Evrópusambandinu því öll fordæmi eru fyrir sjálfstæðri ákvörðun þjóðar í þeim efnum. Myntbreytingarkönnun má ljúka á nokkrum mánuðum.

 

4. Við þurfum að brjóta til mergjar hvaða áhrif aðild að ESB hefði á sjávarútveginn, fjöregg Íslands.

 

5. Brjóta til mergjar hvaða áhrif aðild að ESB hefði á landbúnaðinn, hagstjórn, sveitarstjórnir, landsstjórn og svo framvegis.

 

6. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að völd og ákvörðunarréttur glatast með aðild að ESB þar sem við hefðum líklega 4 þingmenn af 800 á Evrópuþinginu. Í Evrópusambandinu yrðum við í hlutfalli við Grímsey á Íslandi. Grímseyingar bjarga sér þrátt fyrir lítil áhrif á Íslandi, vegna aðgengis að fiskimiðunum sem ESB vill með núgildandi reglum kokgleypa frá okkur Ísendingum. Og það er ekki aðeins um fiskimiðin að ræða , heldur grundvöllinn að okkar sjálfstæði, íslenska fánanum, tungu og menningu, frumkvæði og sjálfstæði til nýsköpunar og þróunar til hags fyrir íslenskt þjóðfélag. Aðild að ESB fylgja engin völd, við yrðum alltaf eitt af peðungum á taflborðinu. Vill einhver glutra niður sjálfstæði Íslands?

 

7. Margs konar óánægja fer vaxandi hjá mörgum aðildarþjóðum ESB. Við skulum ekki rasa um ráð fram. Verjum okkar rann og leikum ekki af okkur. Evrópuþjóðirnar hafa ekki sýnt okkur vinarþel, nema síður sé, í brimgarðinum að undanförnu. Þær hafa í mörgum tilvikum traðkað á okkur.

 

8. Við eigum öll færi á að vinna okkur upp úr heimskreppunni á stuttum tíma ef við stöndum vel að verki þrátt fyrir það að 3 af 12 meginþáttum „kreppunnar“ séu heimatilbúnir. Þegar upp verður staðið kemur í ljóst að við höfðum líka gróða út úr vitlausu árunum græði og spilafíknar með peninga, en höfuðkapp okkar á að vera að verja heimilin og atvinnulífið, huga sérstaklega  að þeim sem fóru saklausir inn í erfiðan og ósanngjarnan farveg. Það leysa engir það mál nema við sjálf, síst ESB, þar sem hver hugsaði um eigin rass þegar yfir dundi.

 

9. Ísland er yndislegt land, auðugra en flest önnur lönd, hlunnindajörð með möguleika í hverju fótmáli, en til þess að það nýtist þurfum við bæði að verja okkar land og sækja fram með metnað og dug í fararbroddi, hjálpast að í anda gömlu samvinnuhugsjónarinnar óspilltrar og tryggja um leið sjálfstæði landsmanna til þess hæfileikar, vonir og þrár njóti sín.

 

10. Í hvaða viðræður sem við Íslendingar förum í gagnvart öðrum þjóðum höfum við þá grundvallar skyldu að ekkert sé til umræ´ðu við samningaborð sem getur raskað sjálfstæði Íslands. Þess vegna hljóta slíkar viðræður að vera algjörlega  skilyrtar til dæmis hvað varðar full yfirráð um allan aldur yfir auðlindum okkar, fiskimiðunum, orkunni í landinu og undir því og sjálfstæði þegna landsins til þess að geta gengið stoltir og sjálfstæðir menn inn í framtíðina með Guðvorslandsinn í hjartanu.

Höfundur er þingmaður.

Hnappur inn á Evróupvef

Sjónvarp

  • Telur að um misskilning sé að ræða

    Steingrímur J Horfa

  • Össur: „Diplómatískur sigur“

    „Ég er auðvitað ákaflega glaður og hamingjusamur með það að utanríkisráðherrarnir skuli hafa afgreitt þetta í dag. Það er diplómatískur sigur fyrir okkur Íslendinga Horfa

  • Leyfir mönnum að kæla sig

    Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að málin hafi þróast Íslendingum í vil innan Evrópusambandsins og hann segist vera bjartsýnn á að við fáum að halda okkar hlut hvað auð Horfa

  • Fjölþætt sannfæring

    Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í dag og vísar á bug ásökunum um svipuhögg og fle Horfa

  • Blendnar tilfinningar

    Steingrímur J. Sigfússon sagði að það bærðust blendnar tilfinningar í hans brjósti að lokinni kosningu þar sem hann studdi þá tillögu að farið yrði í aðildarviðræður við ESB Horfa

Ekkert svar barst frá ytri þjóni. Vinsamlegast reynið aftur síðar. (500 Can't connect to mas:82)

Skoðanir annarra

Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson

Í hvaða liði eru stjórnvöld?

HINN 26. febrúar sl Meira

Árni Þór Sigurðsson

Hvers vegna sögðu Norðmenn NEI?

Frændur okkar Norðmenn hafa tvívegis efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu, ESB, (áður Evrópubandalaginu), árin 1972 og 1992 Meira

Lýður Árnason

Kæru landsfundarmenn

Aðildarumsókn í ESB er draumur samfylkingar. Sjálfstæðismenn hafa fram að þessu ekki deilt þessum draumi. Meira

Jóhanna Jónsdóttir

Evrópusamstarf sparar vinnu og peninga

Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur sparað íslensku stjórnsýsluna umtalsverða vinnu og fjármuni við mótun löggjafar, t.d. á sviði umhverfismála. Meira

Þorsteinn Ásgeirsson

“Kreppan” og ESB

BANKAHRUNIÐ og stöðvun útlána hefur sett stórt strik í fjárfestingarfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sigið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn Meira

Charles Wyplosz

Athugasemd við grein 32 hagfræðinga

  Á ÍSLANDI fara nú fram mikilvægar umræður um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lítillega með því sem rætt hefur verið og ritað Meira

Árni Johnsen

Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

Íslenskar tilfinningar munu aldrei þola forsjá  annarra þjóða Meira

Kristján Vigfússon

Efnahagsleg- og pólitísk staða Íslands

Ísland og íslendingar hafa fundið á eigin skinni hvernig það er að vera einir og hálf umkomulausir í samfélagi þjóðanna síðast liðna mánuði Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að innlimun í sambandið sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan þess Meira

Ársæll Valfells og Heiðar Guðjónsson

Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda

Upptaka evru með inngöngu í ESB tæki of langan tíma, a.m.k. fimm ár. Því ber að íhuga vandlega einhliða upptöku gjaldmiðilsins. Meira

Elliði Vignisson

Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða?

Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

Tilkoma evrunnar var fyrst og fremst hugsuð sem stórt samrunaskref innan Evrópusambandsins. Tilgangurinn var öðru fremur pólitískur en ekki efnahagslegur, þ.e Meira

Axel Hall, Ásgeir Daníelsson, Ásgeir Jónsson, Benedikt Stefánsson, Bjarni Már Gylfason, Edda Rós Kar...

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Er EES-samningurinn orðinn úreltur?

Ekkert bendir til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé orðinn úreltur þó ýmsir hafi vissulega orðið til þess í gegnum tíðina að halda því fram Meira

Jóhanna Jónsdóttir

EES felur ekki í sér hefðbundið neitunarvald

EES-samningurinn felur ekki í sér neiturnarvald miðað við hefðbundnar skilgreiningar á neitunarvaldi ríkja innan alþjóðastofnanna. Meira

Davíð Þór Björgvinsson

Fullveldi og framsal valdheimilda: Samanburður á ESB og EES

Hér verður leitast við að skýra hvernig álitaefni um framsal ríkisvalds (fullveldis) og þörf fyrir breytingu á stjórnarskrá horfa við með ólíkum hætti gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnah Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Getum við rekið þá?

Getum við rekið þá sem stjórna landinu okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er um lýðræðið. Meira

Hjörleifur Guttormsson

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Þrautalendingin til að fullnægja evru-skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi Meira

Skúli Helgason

Samstaða um Evrópu

Þess vegna er lykilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mótfallnir komi að mótun samningsmarkmiðanna. Meira

Þorvaldur Jóhannsson

Erum við skák og mát ? Átt þú ekki næsta leik?

 Á NÝBYRJUÐU ári velta margir því fyrir sér, hverra kosta er völ fyrir lýðveldið Ísland í kjölfar bankahrunsins mikla. Hverjum er um að kenna? Meira

Andrés Pétursson

Fagna liðsinni formanns LÍÚ

Evrópusambandsaðild og upptaka evru er raunhæf leið sem getur aðstoðað okkur að halda uppi samkeppnishæfi þjóðarinnar. Meira

Engilbert Ingvarsson

Gegn umsókn í ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar á Landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Meira

Daniel Hannan

Áskorun til Íslendinga

Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Meira

Pálmi Jónsson

Góðir íslendingar, er EBS lausn?

SKÚLI Thoroddsen ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið þann 14. des sl. Lokaorð greinarinnar eru; „að ekkert sé að óttast þó að af aðild Íslands verði….“ Hvar er þá fullveldi Íslands komið? Meira

Tengt efni