[ Fara í meginmál | Forsíða | Veftré ]

Athugasemd við grein 32 hagfræðinga

Charles Wyplosz


 
Á ÍSLANDI fara nú fram mikilvægar umræður um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lítillega með því sem rætt hefur verið og ritað. Nýlega barst mér þýðing greinar sem 32 íslenskir hagfræðingar birtu í Morgunblaðinu, þar sem þeir vöruðu við því að evra yrði tekin upp einhliða. Mér finnst ástæða til að koma á framfæri nokkrum athugasemdum vegna þess sem fram kemur í greininni:
1. Það er rétt að einliða upptaka evru er kostnaðarsamari aðgerð en upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu og Myntbandalagi Evrópu, þegar litið er til gjaldeyrisforðans. Í einhliða upptöku felst að nota þarf í einni aðgerð gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands (á viðeigandi skiptigengi sem leyfir stjórnvöldum að skipta út öllum krónum í umferð). En aðild að myntbandalaginu krefst að sjálfsögðu þess að fyrst þarf að ganga inn í Evrópusambandið (ESB), sem mun taka nokkur ár, og síðan uppfylla hin svokölluðu Maastricht-skilyrði fyrir aðild að myntbandalaginu, sem tekur að minnsta kosti 2 ár. Sá kostur er því aðeins mögulegur eftir nokkur ár.
2. Það er rétt að með einhliða upptöku evru er myntsláttuhagnaði (seigniorage) fórnað. Um er að ræða óverulegar tekjur (ef verðbólga helst lág), sem gætu numið 0,5-1% af landsframleiðslu.
3. Röksemdafærslan í greininni um missi bankakerfisins á lánveitanda til þrautavara er ekki jafn svart-hvít og höfundarnir láta líta út fyrir. Innan evrusvæðisins fást lánveitingar til þrautavara en ríkisstjórn verður fyrst að skuldbinda sig til að taka á sig kostnaðinn sem af hlýst ef til lánveitinga kemur (ex post). Með einhliða upptöku verða stjórnvöld að standa undir kostnaðinum fyrirfram (ex ante). Á þessu er ekki mikill munur, þó ekki óverulegur, en alls ekki eins afgerandi og höfundarnir halda fram. Við núverandi kringumstæður eru miklar lánveitingar til þrautavara einungis til þess fallnar að valda gjaldeyriskreppu.
4. Greinin villir sýn með alvarlegum hætti þar sem blandað er saman bankakreppu og gjaldeyriskreppu. Með evru hefðu þessir tveir atburðir verið að fullu aðskildir. Bankakreppa hefði áreiðanlega ekki framkallað gjaldeyriskreppu, sem er einmitt það sem gerðist. Með evru er fjármagnsflótti ekki útilokaður en þó verulega dregið úr líkum á honum. Það er meginástæða þess að Ísland ætti að skoða einhliða upptöku á evru og nákvæmlega þessi kostur aðgerðarinnar er gríðarlega mikilvægur.
5. Einhliða upptaka evru er engin töfralausn, eins og segir í greininni, en hún hefur mikilvæga kosti (minni líkur á fjármagnsflótta og leysir gjaldeyriskreppu). Henni fylgir að sjálfsögðu kostnaður, þess vegna er hún ekki töfralausn. Meginkostnaðurinn, eins og vísað er til í greininni, er að fjárhagur ríkisins verður eina uppspretta fjármagns til að styðja við bankakerfið komi til þess (ex ante). En á endanum eru það alltaf skattgreiðendur sem bera kostnaðinn, annaðhvort í gegnum ríkið eða með verðbólguskatti, sem er fallega útlítandi bakhliðin á myntsláttuhagnaðar-peningnum. Ókosturinn er því, í mínum huga, ekki afgerandi.
6. Það sem ég ekki skil er hvers vegna greinin einblínir á gagnsemi gjaldmiðils þegar staðið er andspænis bankakreppu. Minn takmarkaði skilningur á stöðu mála er sá að það atriði heyri sögunni til. Spurningin sem Ísland stendur frammi fyrir er hvernig á að komast út úr kreppunni nú þegar hún hefur orðið að veruleika. Með því að taka upp evru nú væri hægt að festa lágt skiptigengi og skapa samkeppnishæfni til lengri tíma (sem á endanum mun reyndar hverfa, með hærri verðbólgu en ríkir á evrusvæðinu). Aðgerðin myndi líklega leiða til lágra vaxta sem aftur styddi frekar viðsnúning efnahagslífsins.
7. Við stjórn peninga- og efnahagsmála skipta gæði stjórnsýslustofnananna miklu máli. Við fyrstu sýn virðist sem íslenskar stofnanir hafi verið veikburða og að mikil mistök hafi verið gerð. Upptaka evru – einhliða eður ei – myndi þýða að fyrsta flokks seðlabanki (Seðlabanka Evrópu) stýrði peningamálum og knýja innlend stjórnvöld til að beita aga við efnahagsstjórnina. Þetta eru umtalsverðir kostir fyrir borgarana, en hugnast stjórnvöldum líklega síður. Raunverulega spurningin er hvort fólk vilji þessa kosti strax, með einhverjum tilkostnaði, eða eftir ótiltekinn tíma í framtíðinni.
 

Höfundur er prófessor við The Graduate Institute í Genf og einn af leiðandi hagfræðingum í Evrópu á sviði þjóðhagfræði og peningamála. Gegnir ýmsum trúnaðar- og ráðgjafarstörfum og situr m.a. í Ráðgjafanefnd forseta Framkvæmdastjórnar ESB í efnahagsmálum (GEPA), Nefnd Evrópuþingsins um efnahags- og peningamál og Bellagio hópnum, Efnahagslegu ráðgjafaráði forseta Frakklands. Ráðgjafi m.a. fyrir Alþjóða gjaldeyrisjóðinn, Alþjóðabankann, Sameinuðu þjóðirnar og Asíska þróunarbankann. Wyplosz hefur skrifað fjölmargar kennslu- og fræðibækur á sviði peningamála og þjóðhagfræði. Macroeconomics – A European Text er mörgum Íslendingum að góðu kunn. www.wyplosz.eu

Hnappur inn á Evróupvef

Sjónvarp

  • Telur að um misskilning sé að ræða

    Steingrímur J Horfa

  • Össur: „Diplómatískur sigur“

    „Ég er auðvitað ákaflega glaður og hamingjusamur með það að utanríkisráðherrarnir skuli hafa afgreitt þetta í dag. Það er diplómatískur sigur fyrir okkur Íslendinga Horfa

  • Leyfir mönnum að kæla sig

    Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að málin hafi þróast Íslendingum í vil innan Evrópusambandsins og hann segist vera bjartsýnn á að við fáum að halda okkar hlut hvað auð Horfa

  • Fjölþætt sannfæring

    Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í dag og vísar á bug ásökunum um svipuhögg og fle Horfa

  • Blendnar tilfinningar

    Steingrímur J. Sigfússon sagði að það bærðust blendnar tilfinningar í hans brjósti að lokinni kosningu þar sem hann studdi þá tillögu að farið yrði í aðildarviðræður við ESB Horfa

Ekkert svar barst frá ytri þjóni. Vinsamlegast reynið aftur síðar. (500 Can't connect to mas:82)

Skoðanir annarra

Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson

Í hvaða liði eru stjórnvöld?

HINN 26. febrúar sl Meira

Árni Þór Sigurðsson

Hvers vegna sögðu Norðmenn NEI?

Frændur okkar Norðmenn hafa tvívegis efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu, ESB, (áður Evrópubandalaginu), árin 1972 og 1992 Meira

Lýður Árnason

Kæru landsfundarmenn

Aðildarumsókn í ESB er draumur samfylkingar. Sjálfstæðismenn hafa fram að þessu ekki deilt þessum draumi. Meira

Jóhanna Jónsdóttir

Evrópusamstarf sparar vinnu og peninga

Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur sparað íslensku stjórnsýsluna umtalsverða vinnu og fjármuni við mótun löggjafar, t.d. á sviði umhverfismála. Meira

Þorsteinn Ásgeirsson

“Kreppan” og ESB

BANKAHRUNIÐ og stöðvun útlána hefur sett stórt strik í fjárfestingarfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sigið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn Meira

Charles Wyplosz

Athugasemd við grein 32 hagfræðinga

  Á ÍSLANDI fara nú fram mikilvægar umræður um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lítillega með því sem rætt hefur verið og ritað Meira

Árni Johnsen

Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

Íslenskar tilfinningar munu aldrei þola forsjá  annarra þjóða Meira

Kristján Vigfússon

Efnahagsleg- og pólitísk staða Íslands

Ísland og íslendingar hafa fundið á eigin skinni hvernig það er að vera einir og hálf umkomulausir í samfélagi þjóðanna síðast liðna mánuði Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að innlimun í sambandið sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan þess Meira

Ársæll Valfells og Heiðar Guðjónsson

Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda

Upptaka evru með inngöngu í ESB tæki of langan tíma, a.m.k. fimm ár. Því ber að íhuga vandlega einhliða upptöku gjaldmiðilsins. Meira

Elliði Vignisson

Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða?

Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

Tilkoma evrunnar var fyrst og fremst hugsuð sem stórt samrunaskref innan Evrópusambandsins. Tilgangurinn var öðru fremur pólitískur en ekki efnahagslegur, þ.e Meira

Axel Hall, Ásgeir Daníelsson, Ásgeir Jónsson, Benedikt Stefánsson, Bjarni Már Gylfason, Edda Rós Kar...

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Er EES-samningurinn orðinn úreltur?

Ekkert bendir til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé orðinn úreltur þó ýmsir hafi vissulega orðið til þess í gegnum tíðina að halda því fram Meira

Jóhanna Jónsdóttir

EES felur ekki í sér hefðbundið neitunarvald

EES-samningurinn felur ekki í sér neiturnarvald miðað við hefðbundnar skilgreiningar á neitunarvaldi ríkja innan alþjóðastofnanna. Meira

Davíð Þór Björgvinsson

Fullveldi og framsal valdheimilda: Samanburður á ESB og EES

Hér verður leitast við að skýra hvernig álitaefni um framsal ríkisvalds (fullveldis) og þörf fyrir breytingu á stjórnarskrá horfa við með ólíkum hætti gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnah Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Getum við rekið þá?

Getum við rekið þá sem stjórna landinu okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er um lýðræðið. Meira

Hjörleifur Guttormsson

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Þrautalendingin til að fullnægja evru-skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi Meira

Skúli Helgason

Samstaða um Evrópu

Þess vegna er lykilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mótfallnir komi að mótun samningsmarkmiðanna. Meira

Þorvaldur Jóhannsson

Erum við skák og mát ? Átt þú ekki næsta leik?

 Á NÝBYRJUÐU ári velta margir því fyrir sér, hverra kosta er völ fyrir lýðveldið Ísland í kjölfar bankahrunsins mikla. Hverjum er um að kenna? Meira

Andrés Pétursson

Fagna liðsinni formanns LÍÚ

Evrópusambandsaðild og upptaka evru er raunhæf leið sem getur aðstoðað okkur að halda uppi samkeppnishæfi þjóðarinnar. Meira

Engilbert Ingvarsson

Gegn umsókn í ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar á Landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Meira

Daniel Hannan

Áskorun til Íslendinga

Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Meira

Pálmi Jónsson

Góðir íslendingar, er EBS lausn?

SKÚLI Thoroddsen ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið þann 14. des sl. Lokaorð greinarinnar eru; „að ekkert sé að óttast þó að af aðild Íslands verði….“ Hvar er þá fullveldi Íslands komið? Meira

Tengt efni