Ljósmæður í baráttuhug

Frá fundi ljósmæðra í gærkvöldi.
Frá fundi ljósmæðra í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til félagsfundar í gærkvöldi að loknum enn öðrum árangurslausum fundi með samninganefnd ríkisins.

Fundurinn var afar vel sóttur og mikill meirihluti félagsmanna mætti, eða um 70 manns sem er sérstaklega mikið í ljósi þess að boðað var til fundarins með tveggja klukkustunda fyrirvara.

„Við vorum að kynna stöðu mála fyrir okkar félagsmönnum, fara yfir stöðu samningaviðræðna, þau tilboð sem lögð hafa verið fram og annað slíkt, þannig að félagsmenn vissu alveg hvar við værum staddar í því ferli,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Félags ljósmæðra.

Hún sagði mikilvægt að fá staðfestingu á því að samninganefndin væri á sömu nótum og meirihluti ljósmæðra. „Við náttúrulega störfum í umboði félagsmanna og þurfum að vita hvað þeir eru að hugsa.“

Guðlaug sagði fundinn taka allan vafa af um að afstaða ljósmæðra væri hin sama og stefna þeirra myndi ekki breytast þótt hægt gengi. „Við fengum ótvíræð skilaboð þaðan, við höfum fullan stuðning frá okkar félagsmönnum. Það er engan bilbug að finna á ljósmæðrum heldur er fyrst og fremst einhugur um að halda áfram á þeirri leið sem við lögðum upp með.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert