Lögreglumaður kinnbeinsbrotinn

mbl.is/Júlíus

Þrír karlar voru handteknir við Hótel Borg en þar söfnuðust saman liðlega 200 mótmælendur um tvöleytið í dag. Mennirnir eru á eru á þrítugs- og sextugsaldri og einn er undir tvítugu. Þeir voru færðir á lögreglustöð og verða yfirheyrðir þar. Lögreglumaður kinnbeinsbrotnaði þegar múrsteini var hent í hann. Þá slasaðist starfsmaður Stöðvar 2 í átökunum.

Fólkið ætlaði að brjóta sér leið inn á hótelið en þar stóð yfir bein útsending Stöðvar 2 á þættinum Kryddsíld en gestir þáttarins voru forystumenn stjórnmálaflokkanna. Kom til átaka en mótmælendur virtu að vettugi margítrekuð fyrirmæli lögreglu.

Í tilkynningu lögreglu segir að hópur fólks hafi ruðst inn í portið sem þarna er og síðan inn um hliðardyr hótelsins. Litlum sprengjum hafi verið kastað inni og myndaðist þar talsverður reykur en mótmælendum tókst ekki að komast inn í útsendingarsalinn.

Að minnsta kosti einn starfsmaður Stöðvar 2 slasaðist í átökunum og þá voru unnar skemmdir á búnaði sjónvarpsmannanna. Lögreglan beitti varnarúða en margir mótmælendanna létu mjög ófriðlega, eftir því sem segir í tilkynningu lögreglunnar.

„Þeir létu sér ekki segjast og hófu ennfremur grjótkast og fóru lögreglumenn ekki varhluta af því. Einn lögreglumaður var fluttur á slysadeild en sá fékk grjót í andlitið og reyndist vera kinnbeinsbrotinn,“ segir í tilkynningunni.

Hinir handteknu, sem allir neituðu að hlýða fyrirmælum lögreglu, eru á þrítugs- og sextugsaldri og einn er undir tvítugu. Þeir voru færðir á lögreglustöð og verða yfirheyrðir þar.

Hlúð að mótmælendum.
Hlúð að mótmælendum. mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótels Borgar.
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótels Borgar. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert