Erfitt starf og illa launað

Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut.
Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut. Júlíus Sigurjónsson

„Þeir ungu Íslendingar sem hafa hug á að komast með mikilli fyrirhöfn í erfitt og illa launað starf á Íslandi ættu sterklega að íhuga krabbameinslækningar,“ segir Sigurður Böðvarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum, í viðtali í nýjasta hefti Læknablaðsins. Hann er nú að flytja til Bandaríkjanna, eftir níu ára starf á Landspítalanum.

Sigurður lýsir launakjörum sínum og annarra sérfræðilækna sem mjög bágbornum og grípur til merkilegs samanburðar í þeim efnum. Þá segir hann spillingu hafa viðgengist á spítalanum og að vinnustaðamenningunni á LSH lýsir hann sem staðnaðri og afturhaldssamri þegar hann hóf störf eftir nám sérfræðinámið, árið 2001. Nýir læknar hafi verið skikkaðir til að setja sig ekki á háan hest og raska ekki ríkjandi ástandi.

Aðspurður segist Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, sammála því að vinnustaðamenningin hafi verið gamaldags. „En ég hef síðustu árin lagt mikla orku í að breyta henni. Ég held að þetta sé að sumu leyti rétt, en að öðru leyti á þetta ekki við.“ 

Björn segir aðspurður að ekki sé atgervisflótti frá spítalanum, þó fjórir læknar, eftir því sem hann best viti, hafi ákveðið að fara þaðan á síðustu misserum. „Ég hef ekki orðið var við neinn fjöldaflótta frá okkur,“ segir Björn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert