Skotárás í Virginíu


Erlent | AFP | 21.4 | 8:16

Fjölskylda fjöldamorðingjans: Þetta myrkur er yfirþyrmandiMyndskeið

Fréttamynd

Fjölskylda Cho Seung-Hui, mannsins sem skaut 32 til bana í Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum í vikunni, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hörmuð er sú sorg, sem gerðir Chos hafi valdið fjölskyldum. Segir í yfirlýsingunni, að þjóðin harmi að Cho hafi grætt heiminn. Meira

Erlent | mbl | 17.4 | 16:56

Skrif morðingjans í Virginíu höfðu valdið áhyggjum

Cho Seung-Hui.

Maðurinn, sem talinn er hafa skotið 32 til bana í háskóla í Virginíu í Bandaríkjunum áður en hann stytti sér aldur, hafði stundað nám í ensku í 4 ár við Virginia Tech háskólann. Maðurinn hét Cho Seung-Hui, 23 ára, og hafði búið í Bandaríkjunum frá því hann var 12 ára. Ekki er vitað hvers vegna hann framdi þessi ódæðisverk en að sögn bandarískra fjölmiðla höfðu ritgerðir hans valdið kennurum áhyggjum og var hann sendur til ráðgjafa vegna þeirra. Meira

Erlent | AP | 17.4 | 15:07

Mynd birt af Cho Seung-Hui

Cho Seung-Hui.

Lögreglan í Virginíu í Bandaríkjunum hefur í fyrsta skipti birt mynd af Cho Seung-Hui sem myrti 32 við tækniháskólann í ríkinu í gær. Cho var 23 ára gamall og stundaði nám í ensku við háskólann og bjó þar á heimavist. Enn hefur ekki verið útilokað að Cho hafi átt sér vitorðsmann við árásirnar auk þess sem lögregla hefur sagt að hann tengist ekki þremur sprengjuhótunum sem skólanum bárust í síðustu viku. Meira

Erlent | mbl | 17.4 | 13:31

Morðinginn í Virginíu var kóreskur námsmaður

Bandaríski fáninn í hálfa stöng á skólalóðinni í Virginíu.

Staðfest var á blaðamannafundi, sem stendur yfir í Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum, að maðurinn, sem myrti 32 í skólanum í gær og svipti sig síðan lífi, hafi heitað Cho Seung-Hui og verið frá Suður-Kóreu. Hann var 23 ára, lagði stund á enskunám og bjó á heimavist skólans. Meira

Erlent | AFP | 17.4 | 11:20

Fjöldamorðinginn kann að hafa haft vitorðsmann

Nemi við Virginia Tech stendur við minnismerki sem reist...

Maðurinn sem myrti 32 í Virginia Tech háskólanum í gær var nemandi við skólann og af asísku bergi brotinn, að því er rektor skólans staðfesti í dag. Grunur leikur á að morðinginn hafi haft vitorðsmann, og sagði rektorinn, Charles Steger, í viðtali við ABC-sjónvarpið í morgun að rannsókn beindist að því hvort fleiri vopnaðir menn hefðu verið viðriðnir morðin. Meira

Erlent | AFP | 17.4 | 10:18

Fjöldamorðinginn sagður hafa verið kínverskur námsmaður

Lögregla fyrir utan Norris Hall-bygginguna á háskólasvæðinu.

Bandaríska blaðið Chicago Sun-Times greinir frá því í dag að lögregla í Virginíu hafi borið kennsl á manninn sem varð 32 að bana í Virginia Tech háskólanum í gær, áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Maðurinn hafi verið 24 ára gamall kínverskur nemandi við skólann er hafi komið til Bandaríkjanna frá Shanghai í ágúst. Meira

Erlent | mbl | 17.4 | 10:08

Nafn eins fórnarlambsins birt

Birt hefur verið nafn eins þeirra, sem létu lífið í skotárás í Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum í gær. Hann hét Ryan Clark og var á lokaári í háskólanum. Alls skaut maður 32 til bana í skólanum áður en hann svipti sig lífi. Meira

Erlent | mbl | 17.4 | 8:44

Mörgum spurningum enn ósvarað um fjöldamorðið í VirginíuMyndskeið

Fréttamynd

Lögregla í Virginíuríki í Bandaríkjunum hefur ekki enn birt nafn mannsins, sem talinn er hafa orðið 32 manns að bana í Virginia Tech háskólanum og skaut síðan sjálfan sig. Breska Sky fréttastofan segir, að hugsanlega kunni æði mannsins að hafa stafað af afbrýðisemi. Fréttaritari Sky í Bandaríkjunum segir að maðurinn virðist hafa skrifað ljóð á bloggsíður um ástarsorg. Meira

Erlent | mbl | 17.4 | 8:11

Forsætisráðherra Ástralíu gagnrýnir „skotvopnamenningu“ í Bandaríkjunum

Mynd 426305

John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, gagnrýndi í dag það sem hann kallaði slæma „skotvopnamenningu“ í Bandaríkjunum, og benti á að ströng byssulöggjöf í Ástralíu væri rétta svarið. Eftir að vopnaður maður varð 35 manns að bana á Tasmaníu 1996 herti stjórn Howards skotvopnalöggjöfina í Ástralíu til mikilla muna. Meira

Erlent | AFP | 17.4 | 7:37

Steig inn í skólastofuna og hóf skothríð

Stúdentar í Virginia Tech voru að vonum slegnir í gær.

Erin Sheehan, verkfræðinemi á fyrsta ári í Virginia Tech háskóla í Blacksburg í Virginíu, lýsti því fyrir fréttamönnum í gærkvöldi hvernig ungur karlmaður kom inn í skólastofuna þar sem hún var í gær og hóf skothríð á þá sem þar voru inni. 25 manns voru í stofunni og aðeins 4 sluppu ómeiddir, þar á meðal Sheehan. Meira

Erlent | AFP | 17.4 | 6:47

Lög um skotvopnaeign í Virginíu ein þau vægustu í BandaríkjunumMyndskeið

Fréttamynd

Það er tiltölulega auðvelt að kaupa skammbyssu eða riffil í Virginíu í Bandaríkjunum, en lög ríkisins um skotvopnaeign eru þó ekki þau vægustu í Bandaríkjunum, að því er fréttastofan AFP greinir frá. Allir Virginíubúar sem orðnir eru 18 ára mega kaupa skotvopn ef nöfn þeirra eru ekki á listum yfir skráða afbrotamenn. Meira

Erlent | mbl | 16.4 | 23:03

Lögregla telur sig hafa borið kennsl á árásarmanninnMyndskeið

Fréttamynd

Lögreglu í Virginíuríki telur sig hafa borið kennsl á skilríkjalausan karlmann, sem skaut 32 til bana og særði 29 í Virginia Tech háskólanum í Blacksburg í dag og sjálfan sig í kjölfarið. Fórnarlömbin voru bæði nemendur og starfsmenn skólans. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í kvöld og jafnframt, að ekki yrði upplýst um sinn hver maðurinn er. Meira

Erlent | AFP | 16.4 | 21:15

Bush harmi sleginn vegna fjöldamorðanna í tækniskólanum í VirginíuMyndskeið

Fréttamynd

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann væri harmi sleginn vegna skotárásarinnar í tækniskólanum í Virginíu sem varð þess valdandi að 33 létu lífið, með árásarmanninum meðtöldum, og fjölmargir særðust. Meira

Erlent | mbl | 16.4 | 18:38

Skotmaðurinn sagður hafa leitað að vinkonu sinni í skólanum

Lögreglumenn við bygginguna þar sem skotárás var gerð í dag.

Breska Sky fréttastofan segir, að maðurinn, sem varð tugum manna að bana í háskóla í Blacksburg í Virginíu í Bandaríkjunum hafi komið í skólabyggingu í morgun í leit að vinkonu sinni. Maðurinn var vopnaður og með mikið magn af skotfærum. Að sögn sjónarvotta lét hann fólk stilla sér upp og skaut síðan á það. Meira

Innlent | mbl | 16.4 | 17:45

Íslendingur óhultur eftir árás í tækniskólanum í VirginíuMyndskeið

Fréttamynd

Einn Íslendingur, Dagmar Kristín Hannesdóttir, er í háskólanum í Blacksburg í Virginíu þar sem maður hóf skothríð í morgun. Að sögn Fox sjónvarpsstöðvarinnar skaut maðurinn 31 til bana og særði 28 áður en hann lét sjálfur lífið. Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins sagði Dagmar að hún væri óhult. Árásin var gerð í verkfræðibyggingu háskólans en Dagmar var stödd í sálfræðibyggingunni sem er nokkru fjær. Meira

Erlent | mbl | 16.4 | 16:32

22 látnir í skotárás í Virginíu

Lögreglumenn bera út særða nemendur

Í það minnsta tuttugu og tveir eru sagðir hafa látist í skotárás sem gerð var í tækniháskólanum í Virginíu í Bandaríkjunum í dag. Rúmlega tuttugu eru særðir eftir árásina. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið skotinn til bana. Skotárásin átti sér stað á heimavist við skólann og í skólastofu. Meira

Erlent | AFP | 16.4 | 15:45

Skotárás í bandarískum háskóla

Skotárás var gerð á námsmenn í tækniháskóla Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Að minnsta kosti einn lét lífið og 7-8 særðist. námsmenn voru hvattir til þess að halda sig innandyra. Á heimasíðu skólans segir, að einn maður hafi verið handtekinn og annars sé leitað.