„Það er kominn tími til að þessi réttindi verði metin til launa, krafan er 670 krónur á tímann til viðbótar við þau laun sem við höfum í dag,“ segir Örvar Þór Guðmundsson, olíuflutningabílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar innan Olíudreifingar. Meira
Kári Kárason, flugstjóri hjá Icelandair, smellti þessari mynd af yfir Neskaupstað í 36.000 feta hæð úr stjórnklefa Boeing 737-MAX á leið til finnsku höfuðborgarinnar Helsinki. Hitastig „utandyra“ 64 gráður í mínus í háloftunum. Meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut í Garðabæ í gærmorgun, þriðjudag. Tilkynning um slysið barst kl. 8.21 en það varð á móts við IKEA. Meira
„Það næsta sem gerist er að við skoðum strenginn, það verður að öllum líkindum gert með aðstoð dvergkafbáts,“ segir upplýsingafulltrúi Landsnets um bilun í Vestmannaeyjastreng 3. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir málið grafalvarlegt. Meira
„Ásett verð á þessa íbúð var 416 milljónir og seldist hún fyrsta daginn. Þetta er dýrasta íbúðin í húsaþyrpingunni og ég fékk tilboð í hana fyrsta daginn, sem var samþykkt,“ segir Þröstur Þórhallsson, fasteignasali hjá Mikluborg, um þakíbúð í Vesturvin sem seldist 20. janúar síðastliðinn. Meira
Í gegnum tíðina hefur verið fjallað ítarlega um húsið bæði hérlendis, þar á meðal á Smartlandi og í erlendum hönnunartímaritum. Meira
Rekstri eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi Landhelgisgæslunni fyrr í vikunni var tilkynnt um þessa ákvörðun og lagt fyrir Landhelgisgæsluna að undirbúa söluferli vélarinnar. Meira
Bilanagreining á Vestmannaeyjastreng 3 hefur leitt í ljós að bilunin er ekki á landi eins og fyrstu greiningar bentu til heldur í sjó, um 1 km frá Landeyjasandi. Því er ljóst að fram undan er „umfangsmikil, flókin og tímafrek viðgerð“. Meira
Finna þarf áhugasamt útgerðarfélag til að taka þátt í að „kvenna/kvára“ fyrsta togarann í íslenskum sjávarútvegi þannig að konur eða kvárar séu að minnsta kosti 30% starfsfólks um borð. Meira
Bréfi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, verður svarað af forsætisráðuneytinu. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is en hún vildi ekki tjá sig nánar um innihald bréfsins. Meira
Vonandi er samband aðalleikaranna þó ekki jafn eitrað og það er í þáttunum „Tell me lies“. Meira
Förðunarsamfélagið á TikTok hefur legið á hliðinni eftir að áhrifavaldurinn Mikayla Nogueira birti 44 sekúndna myndskeið á miðlinum þar sem hún sýndi nýjan maskara. Meira
Fimmtán ára drengur festi sig inni í flutningagámi eftir að hafa falið sig þar í feluleik. Komst hann ekki út fyrr en sex dögum síðar, þegar gámurinn hafði ferðast frá heimalandi hans, Malasíu, alla leið til hafnarborgarinnar Chittatong í Bangladesh. Meira
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni þrotabús Karls Wernerssonar gegn syni hans, Jóni Hilmari Karlssyni, um að fá afhent öll bréf í félaginu Toska ehf., vegna riftunar á framsali bréfanna á sínum tíma frá Karli til Jóns Hilmars. Er um að ræða anga af stærsta málinu sem þrotabúið hefur höfðað. Meira
Dómsmálaráðherra telur ekki að stöðvun á rekstri eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, muni setja strik í reikninginn hvað varðar viðbragðsgetu Gæslunnar í leit og björgun. Meira
„Nú er ég fallin á tíma. Ég mun halda áfram að ræða 6. grein [útlendingafrumvarpsins] í næstu ræðu minni og væntanlega þeirri þarnæstu líka og bið forseta að setja mig aftur á mælendaskrá,“ sagði Arndís Anna Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, í umræðu um útlendingafrumvarpið á þingi í dag. Meira
Leikarinn Alec Baldwin var í gær formlega ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Er hann ákærður fyrir að hafa orðið valdur að dauða tökumannsins Halynu Hutchins sem lést við tökur á kvikmyndinni Rust. Meira
KPMG hefur nýlega fengið til starfa fjóra nýja sérfræðinga, þau Bryndísi Gunnlaugsdóttur, Guido Picus, Sævar Helga Bragason og Þorstein Guðbrandsson. Meira
Það er fátt sem kætir svanga maga á köldum vetrardögum eins og góður pottréttur – slíkt hittir beint í hjartastað. Hér eru nokkrir af okkar bestu réttum sem gleðja mannskapinn. Meira
„Ég held að fólki hér hljóti að lítast vel á. Það eru í það minnsta tvær sendingar væntanlegar, ég sá það í tölvukerfinu sem ég hef nú aðgang að,“ segir Reynir Þorsteinsson, kaupmaður í Gunnubúð á Raufarhöfn. Meira