Listir

Eftir Jón Ađalstein Bergsveinsson
jab@mbl.is

Fyrir fjórum árum greindi bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, frá ţví ađ nauđsynlegt vćri ađ rannsaka Plútó, fjarlćgustu plánetu sólkerfisins. Hyggilegast var ađ smíđi geimfarsins og geimskotiđ sjálft tćki skamman tíma til ađ ná til Plútó á međan tiltölulega stutt var á milli jarđar og reikistjörnunnar. En fleira kom til, m.a. stađa reikistjörnunnar Júpíter viđ Plútó. Ef tćkifćriđ hefđi ekki veriđ nýtt á ţessu ári eđa nćsta má gera ráđ fyrir ađ ár eđa áratugir gćtu liđiđ ţar til nćsta tilraun gćti átt sér stađ. Áćtlađ er ađ ferđ New Horizon til Plútó taki um tíu ár en vegalengdin er um 4,8 milljarđar kílómetra. Ef geimfariđ hefđi ekki veriđ sent út í himingeim nú í mánuđinum eđa á svipuđum tíma á nćsta ári hefđi ferđin tekiđ mun lengri tíma.

Eins og gefur ađ skilja varđ ađ leita nýrra leiđa til ađ knýja geimfariđ áfram, en hvort ţađ er tilviljun eđur ei ţá er aflgjafi geimfarsins áleiđis til Plútó plútoníum. Orka sem myndast viđ niđurbrot efnisins myndar eldsneyti fyrir New Horizon í áratug. Ekki er búist viđ ađ upplýsingar taki ađ berast frá New Horizon til jarđar fyrr en geimfariđ nálgast Plútó áriđ 2015. Nćstu fjögur árin á eftir mun geimfariđ kanna Kuiperbeltiđ, smástirnabelti handan viđ Neptúnus. Ţegar könnunarleiđangrinum lýkur á árunum 2016-2020 munu vísindamenn hjá NASA ákveđa hvađ gera á viđ New Horizon, sem m.a. inniheldur ösku Clyde Williams Tombaughs, mannsins sem fann reikistjörnuna áriđ 1930.